Vikan - 01.04.1976, Síða 14
KVIKMVNDABOI
Bette Davis er ein af lifandi
ævintýrunum í Hollywood —
kannski hið síðasta. Hún hefur á
þeim rúmum fjörutíu árum, sem
hún hefur starfað við kvikmyndir,
leikið í 90 kvikmyndum og stór
hlutverk í þeim flestum. Hún hefur
leikið 'geðsjúklinga.drottningar og
skækjur.
Bette Davis hefur ekki alltaf
dansað á rósum. Vonbrigðin hafa
fylgt í kjölfar framans. „Það sem
ég hef gert, hef ég gert sjálf. Ég
ber ábyrgð á mistökum mínum.
Ég ein." Svo farast henni orð í
sjálfsævisögu sinni The lonely life,
sem kom út í fyrra. Þetta er þó
ekki alls kostar rétt hjá Bette, því
að hún átti mjög metnaðargjarna
móður, sem studdi raskilega við
bak dóttur sinnar.
Þegar Bette var sjö ára, skildu.
foreldrar hennar. Faðir hennar,
sem var lögfræðingur, hvarf ger-
samlega burtu úr lífi fjölskyldunn-
ar. Fjárhagurinn var þröngur upp
frá því. En Ruthie móðir Bette
gafst ekki upp. Hún lærði Ijós-
myndun, og Bette fékk kennslu
í dansi og öðrum kvenlegum
dyggðum. Og stúlkubarnið lét sig
dreyma um leikhúslíf og hjóna-
band. ,,Svo þegar ég varð tvítug,
buðu mamma og systir mín mér í
leikhús að sjá Villiöndina eftir
Ibsen. Þegar Hedvig skaut sig,
dó ég með henni. Þá fann ég enn
betur en nokkru sinni fyrr, að ég
átti að verða leikkona."
Nú hafði Ruthie fengið verkefni
við sitt hæfi. Hún lét ekki sitt
eftir liggja, og eftir tvö ár var Bette
komin til Hollywood. Kvikmynda-
jöfrarnir hristu höfuðin, þegar
þeir sáu þessa litlu laglegu stúlku,
og reynslumyndatökurriar fóru
allar í handaskolum. Bette var full
vonbrigða og viss um, að hún
yrði aldrei leikkona, þegar hún
setti niður í töskurnar og pantaði
sér far heim aftur. En klukku-
stund áður en lestin átti að leggja
af stað, hringdi George Arliss
hjá Warner Brothers kvikmynda-
forlaginu og bauð henni aðal-
hlutverk. Titrandi á beinunum
launuðu kvikmyndaleikara
heimsins. 30 milljónir kostar
það að fá hana til að leika
fyrir sig hlutverk í kvikmynd,
auk 10 prósent af brúttó-
tekjunum.
Bette Davis í Hvað kom fyrir Baby
Jane?
14 VIKAN 14. TBL.
Bette eftir skilnaðinn við síðasta
eiginmann sinn.
Úr einni frægustu kvikmynd Bette
Davis, myndinni um Elísabetu
drottningu.
Bette í kvikmyndinni The O/d
Maid, sem var ein fyrsta mynd
hennar.
sagði hún já. Kvikmyndin varð
geysivinsæl. Warners gerði
samning við hana, og öll viku-
blöðin tóku að skrifa um þessa
nýuppgötvuðu stjörnu. Hún lék í
átta kvikmyndum í röð. Hún hitti
aftur æskuástina sína, Ham Oscar
Nelson, háan, Ijóshærðan og
trygglyndan mann. Þau giftu sig,
og hjónabandið leit út fyrir að
vera hamingjuríkt. En kvikmynda-
leikurinn krafðist stöðugt meira og
meira og hafði truflandi áhrif á
einkalífið. Hjónabandið fór út um
þúfur. Um leið fékk Bette fyrstu
óskarsverðlaunin. „Þegar ég stóð
þarna með styttuna, fannst mér
allt í einu, að þessi litli maður
líktist manninum mínum ákaflega
mikið. Ég skírði hann Öskar á
stundinni. Og Óskar hefur hann
heitið síðan."
Hún giftist fljótlega aftur, í þetta
sinn Arthur Farnsworth, sem var
rólyndur maður og hafði ekki af-
skipti af kvikmyndum. Frægð og
frami Bette hafði engin áhrif á
hann. Bette var óumræðilega
hamingjusöm. En eftir tveggja ára
hjónaband varð hún ekkja. Þá var
hún 35 ára.
Milljónirnar streymdu inn —
kvikmyndaheimurinn lá flatur fyrir
fótum hennar. Hún fékk tvenn
óskarsverðlaun á tveimur árum.
Kvikmyndirnar, sem hún lék í,
nutu mikilla vinsælda, og frægð-
arsól hennar hækkaði stöðugt.
Bette giftist í þriðja sinn, nú
William Grant Sherry, en hann
reyndist fela tillitsleysi og
grimmd undir kurteislegu yfirborði
sínu. Þau eignuðust dóttur
saman. Bette hætti að leika, því
að barnið var henni meira virði en
kvikmyndirnar. En lífið með Will-
iam varð stöðugt erfiðara, og loks
gafst hún upp og keypti sig lausa
úr hjónabandinu.
Þrátt fyrir vonbrigðin giftist
Bette enn, og fjórði eiginmaður
hennar var leikarinn Gary Merill.
Bette var orðin 42ja ára og gat
ekki eignast fleiri börn. Þau hjónin
ættleiddu því tvö börn. Loks
hafði draumur hennar um stóra
fjölskyldu ræst. Þau fluttu frá