Vikan

Útgáva

Vikan - 01.04.1976, Síða 15

Vikan - 01.04.1976, Síða 15
2GARINNAR Hollywood og keyptu sér hús í Maine. En brátt varð Bette leið á rólegu fjölskyldulífi. Þó entist hjónabandið í tólf ár, aðallega vegna barnanna. Bette var orðin óþreyjufull að komast aftur að í kvikmyndaheiminum, en hvernig átti hún að fara að því að fá hlutverk eftir margra ára hlé? Hún var þó ekki á þeim buxunum að gefast upp. Hún setti auglýsingu í blað í dálkinn Atvinna óskast, og kvikmyndatilboðin tóku að streyma inn. Bette Davis gefst ekki upp — og áhorfendur verða aldrei leiðir á henni — þessari síðustu stóru stjörnu kvikmyndaborgarinnar Hollywood. ■ Lisetta bætir við andiitsfarðann í búningsherberginu. Lisetta og heimiliskötturinn Satan í íbúðinni þeirra I París. Arftaki Jósefínu Baker? Þegar Lisetta Malidor var fjórtán ára mæld- ist hún 1.76m á sokkaleistunum. Í dag er hún skærasta stjarnan á Rauðu Myllunni í París, þar sem hún dansar á hverju kvöldi nakin í allri sinni dýrð. Lisetta er borin og barnfædd á eyjunni Martinique í Vestur-lndíum, en kom til Parísar í atvinnuleit á unga aldri. Hún fékk stóra „sjansinn" þegar Roland Petit bauð henni að taka við hlutverki frönsku ballettstjörnunnar Zizi Jeanmarie, í Casino de Paris. Hún keypti sér hvítan refapels fyrir fyrsta kaupið sitt, og heldur því fram, að eftir að hún varð stjarna, séu karlmennirnir hálfhræddir við sig og hún þurfi oft sjálf að taka frumkvæðið. ,,Það væri dásamlegt að fá að kynnast,manni, sem gengi svolítið á eftir mér...." 1970 dansaði Lisetta í bananapilsi í Casino de Paris og stældi Jósefínu Baker.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.