Vikan - 01.04.1976, Qupperneq 26
var nefnilega ein hinna mörgu halla Kinsky-
ættarinnar. Nobel vissi ekki þá, að höllin hafði
verið seld, var ekki lengur í eigu Kinskyanna.
En forlögin láta ekki að sér hæða, því að
einmitt á þessum stað skaut þriðju konunni
upp í lífi Alfreds Nobels og enn skyndilegar
en Berthu.
Dag einn gekk hann inn í blómabúð
þeirra erinda að kaupa fallegan blómvönd
og unga stúlkan, sem afgreiddi þar, vakti
þegar í stað athygli hans. Hún var kannski
svolítið grófgerð, en eigi að síður dæmigerð
austurrísk kona. Þar að auki var hún lítil vexti
eins og hann sjálfur, skjót til svars og bros-
mild. Blágrá augun í dökkum umgerðum voru
töfrandi, og hárið var þykkt, svart og hrokkið.
Stúlkan hét Sofie Hess. Hún var tvítug og
bjó inni í keisaraborginni Vín, en í fátækra-
hverfinu við Praternstrasse. Umhverfið í þessu
hverfi borgarinnar var langt frá því að vera
glæsilegt. Þar blasti fátækt og eymd við
hvert sem litið var. Sofie varð að sjá fjölskyldu
sinni farborða af lélegum launum sínum. Hún
var dóttir álnavörukaupmanns af gyðingaætt-
um, og verslun hans gekk ekki sérlega vel.
Laun Sofie komu því í góðar þarfir á heimilinu.
Alfred Nobel fékk þegar í stað áhuga á þess-
ari stúlku, hann varð hrærður og ástfanginn,
og strax sama dag bauð hann ungu stúlkunni
í ökuferð. Hann keypti einnig armband handa
henni. Þarna sá Sofie tækifæri, sem hún vildi
ekki sleppa, því að hana dreymdi um líf í
munaði, falleg föt, ferðalög, peninga og
skemmtanir. Hessfjölskyldan var vön að henda
gaman að fríðleika Sofie og segja, að snoppu-
fríðleikinn væri hið eina, sem hún ætti og væri
nokkurs virði. Kannski hún kæmist áfram í
lífinu á útlitinu. Hinar systurnar voru nefni-
lega langt frá því að vera laglegar. En nú var
þetta ekki lengur tómt grín. Tækifærið var
þarna, og nú var um að gera að grípa það.
Öll fjölskyldan stóð á öndinni.
Sofie gat alls ekki kallast greind. Alfred
Nobel reyndi þó að gera úr henni það best
hann gat. Hann jós yfir hana gjöfum, færði
henni bækur og blöð, og lagði sig fram um
að kenna henni að vera ,,fín dama". En Nobel
tókst ekki eins vel og Henry Higgins í
gamanleik Bernards Shaws. i fyrstu reyndi
Sofie að vísu að gera honum allt til geðs, en
þegar frá leið, náði meðfædd leti hennar yfir-
höndinni.
Sofie vildi bara skemmta sér.
En Nobel var eins og bergnuminn af þessari
stúlku. Fyrstu tvö árin, sem samband þeirra
varði, voru þau á stöðugum þeytingi m:lli
Vinar og annarra höfuðborga álfunnar. Fram-
koma hennar og vankunnátta komu illa við
hann, en hann gat ekki losnað undan áhrifum
hennar. Auk þess fór það ákaflega í taugarnar
á honum, að fjölskylda hennar krafðist stöðugt
meiri fjármuna úr hendi hans.
Árið 1878 taldi Alfred Nobel timabært að
flytja ástkonu sína til Parísar. Hún fékk sína
eigin íbúð í hæfilegri fjarlægð frá heimili
hans. Hann hafði hætt við þá fyrirætlun sína
að kvænast stúlkunni. Hann gerði sér Ijóst, að
hann þyldi ekki sambúð við hana til lengdar.
En hann hafði áhyggjur af henni, og stundum
skammaðist hann sín svolítið fyrir hana.
En hann gat samt ekki losnað við hana.
Stúlkan hafði ógrynni af þessu ,,einhverju",
sem veitti honum nokkurs konar rósemi, og
hann hvíldist vel hjá henni, þegar hann þurfti
á hvíld að halda eftir erfiða vinnulotu. Slík
hvíld var honum ómetanleg, því að hana fann
hann hvergi annars staðar.
Eftir fjögur ár reyndi Sofie að fá hann til að
kvænast sér, en tókst ekki að sannfæra hann
um, að það væri tímabært. Ást hans á henni
var orðin lítil sem engin, en kynferðislegur
þokki hennar hafði enn áhrif á hann. Sofie var
mikið á ferðinni. Hún flakkaði milli Parísar,
Franzenbad, Karlsbad, Meran, Bozen og
Wiesbaden og naut lífsins.
Tólf árum eftir að þau hittust fyrst, fór Nobel
að gruna, að Sofie héldi framhjá honum.
Afbrýðisemin og grunsemdirnar vöknuðu við
mikinn gullbaug, sem hún bar ætíð og hann
vissi ekki, hvernig var til kominn, og kóf-
drukkinn ungverja, sem skaut æ ofan í æ upp
kollinum í grennd við hana. Það kom brátt
í Ijós, að grunur Nobels var á rökum reistur,
og að ungverjinn Kapy von Kapivar hafði
fullt samþykki Sofie til að nota peninga Nobels
til eigin þarfa.
Nobel var niðurbrotinn maður, og þegar
Sofiefæddi ungverjanum dóttur árið 1891, var
ástarævintýrinu endanlega lokið. Nobel var þó
svo stoltur, að hann sá bæði móður og barni
farborða.
Kapy von Kapivar lofaði að giftast Sofie til
þess að barn þeirra fengi nafn aðalsættar.
Stúlkan þeirra var orðin fjögra ára, þegar
vígslan fór fram, og að athöfninni lokinni
kyssti von Kapivar á hönd konu sinnar og
sagði:
— Aldrei framar.
Síðar spreytti hann sig á umferðarsölu og
seldi einkum brennivín. í einni slíkri ferð lauk
ævi hans. Hann var dreginn liðið lík upp úr
Dóná.
Öll vandræðin, sem stöfuðu af Sofie, höfðu
smám saman eyðilagt heilsu Nobels. Þegar
hann svo var loks laus við hana fyrir fullt og
allt, varð hann ákaflega einmana. En hann
losnaði við að þola þá lítilsvirðingu og smán,
sem hún sýndi honum með því að hóta að
gefa út bréfin frá honum, 216 að tölu, árið
1896. Þá var Nobel látinn, en vinir hans björg-
uðu nafni hans frá hneyksli með því að kaupa
bréfin dýru verði af Sofie. Ef Nobel hefði
lifað, má búast við því, að þessi framkoma
Sofie hefði komið honum á óvart, því að hans
sögn, hafði hún ,,litla en ekki slæma sál."
26 VIKAN 14. TBL.