Vikan - 01.04.1976, Síða 29
þó að hún bcri nú eitt virðuleg-
asta nafn í öllu Frakklandi. Þetta
hafði hann sagt til þess að stappa I
hana stálinu, en samt spratt kaldur
sviti fram á enni hennar er stóra
hliðið, sem á stóð Hotel de Matign-
on, opnaðist. Þar fyrir innan tók við
forgarður og allt í kring voru
glæsilegar byggingar. Ekki bætti
það úr skák, að hvert sem augum
var Iitið voru þjónar með dyftaðar
hárkollur. Marianne fannst eins og
henni hefði verið þröngvað inn í
heim, þar sem snörur og gildrur
biðu hennar við hvert fótmál. Hún
hafði það á tilfinningunni, að hver
og einn hlyti að sjá hverra erinda
hún var þarna komin.
Rakaþefur barst að vitum hennar
og Marianne hrökk upp úr hugsun-
um sínum. Stóri, rauðklæddi
þjónninn var nú ekki lengur í fylgd
með henni, en í hans stað var
komin þjónustustúlka 1 Ijósrauðum
og gráröndóttum kjól. Þær voru
staddar í glæsilegu baðherbergi.
en gluggar þess vissu út að víð-
áttumiklum garði.
Ilmandi gufu lagði upp af gríðar-
stóru baðkeri, sem minnti einna
helst á líkkistu úr Ijósrauðum
marmara, en kranarnir voru eins og
svanahálsar að lögun. Þarna í
gufunni mátti sjá konuhöfuð með
fjarskalega mikinn vefjarhött,' en
tvær þjónustustúlkur liðu eins og
skuggar eftir fíngerðu mósaikgólf-
inu og þær báru líndúka og ilm-
smyrsl I kerjum af ýmsum stærðum
og gerðum. Veggirnir voru þaktir
speglum, sem endurspegluðu á ótal
vegu, mjóar, Ijósrauðar marmara-
súlur héldu uppi háreistu loftinu,
en þar gat að líta djarfar myndir
úr grískri goðafræði. I einu horn-
inu við hliðina á stórum blóma-
vasa var legubekkur með silkiáklæði
sem beið baðgestsins. Marianne
fannst eins og hún væri stödd innan
ístórri, fölbleikri hörpuskel
Hún fékk glýju í augun af öllu
þessu öfgafulla óhófi. Þetta var í
hróplegri mótsögn við þá snyrti-
aðstöðu, sem madame Fouché bjó
við.
Andlit konunnar með vefjarhött-
inn var þakið grænleitu smyrsli
og hún sagði eitthvað, sem Marl-
anne heyrði ekki almennilega og
benti letilega á stól. Marianne
settist niður og hún var taugaóstyrk.
, .Furstafrúin biður yður að
hinkra við andartak,” hvíslaði önn-
ur þjónustustúlkan. ,,Hún kemur
rétt bráðum.
Marianne leit hæversklcga undan
á meðan þjónustustúlkurnar snar-
snérust í kringum baðkerið með
stórt, hvítt handklæði og ótal
smáhandklæði. Skömmu síðar kom
madame Talleyrand og heilsaði upp
á Marianne. Hún var I hvítum
morgunslopp úr satíni og andlit
Vinsælu
Barnaog
unglinyaskrifboroin
Ódýr, hentug og falleg.
Gott litaúrval.
Sendum hvert á land sem er.
STÍL-HÚSGÖGN
AUDBREKKU 63 KÓPAVOGI SÍMI 44600
14. TBL. VIKAN 29