Vikan - 01.04.1976, Síða 30
Spáin gildirfrá fimmtudegi til miðvikudags ^ v HRÚTURINN 21. mars - 20. april " Eitthvað þýðingarmikið er að gerast I einkalífi þínu, en þú gerir þér alranga mynd af ástandinu. Verður það þér til baga slðar.
NAUTIÐ 21. aprít - 21. maí Gagnrýni þín I garð skyldmenna virðist . snúast I höndum þér og eiga að annarra áliti ' ekki síður við framkomu þlna.
TVÍBURARNIR 22. maí - 21. júní P Þú hefur tefft á tvær hættur og sigurinn getur verið á báða bóga. Or þvl fæst ekki skorið fyrr en eftir langan tíma.
KRABBINN 22. júní - 23. júli Gefðu þeim sem þér er Iltið um ekkert færi á þér, vingjarnleiki getur samt sem áður haldið fólki I hæfilegri fjarlægð.
UÓNIÐ 24.júlí — 24. agúst SöjplpTfcsfi, Skynsamlegast væri að gera sér grein fyrir, & að stundum gæti verið.nokkuð jákvætt að leyfa öðrum að hafa forystuna ef þörf krefur.
MEYJAN 24. ágúst — 23. sept. Gamall draumur, sem virtist vera að rætast 1 veldur þér á einhvern hátt vonbrigðum. Samt er engin ástæða til mikillar svartsýni
VOGIN 24. sept — 23. okt. m Einhver úr hópi fjölskyldunnar angrar þig með afskiptasemi og ráðrlki. Reyndu samt að stilla skap þitt, annað gæti gert illt verra.
SPORÐDREKINN 24. okt. - 23. nóv. Tafir hafa orðið á þvl að þú gætir stundað áhugamál þitt. Nú gefst aftur tlmi og verður þér auðsýnd óvænt viðurkenning.
^ BOGMAÐURINN 24. nóv. - 21. des. ( Einskær þvermóðska ræður gerðum þínum I ákveðnu máli. Örlítið meiri sjálfsstjórn ætti ekki að saka — eða hvað finnst þér?
STEINGEITIN 22. des. - 20. jan. i Hætt er við að þú verðir fremur illa að þér I ákveðnu máli, ef þú reynir ekki að afla þér frekari upplýsinga hið snarasta.
VATNSBERINN 21. jan. - 19. febr. Ýmislegt verður til þess að kollvarpa f áætlunum þlnum Taktu öllu með jafnaðar- geði og þá mun rætast úr fyrr en varir.
m§ * FISKARNIR 20. febr. — 20. mars Mikil óvissa rlkir I mikilsverðu máli, sem þú hugsar mikið um og hefur lengi beðið svars við. Úrslitin munu koma þér mjög á óvart.
STdöRNUSPÁ
hcnnar ckki lengur hulið þessu
grsena jurtasmyrsli.
,,Þér hljótið að vera unga stúlk-
an, sem madame Sainte Croix
var að tala um í gserkvöldi. Eruð
þcr með bréfið frá henni?”
Marianne hneigðisig ögn og rétti
henni bréfið, sem Fouché hafði
fcngið henni. Það var innsiglað með
grænu vaxi. Furstafrúin opnaði það
og byrjaði að lesa, en á meðan
virti Marianne hina nýju húsfreyju
sína fyrir sér. Er Fouché hafði
lýst fyrir henni konu hins fyrr-
verandi biskups af Autun, hafði
hann sagt að hún væri fjörutíu
og sjö ára, en hún leit alls ekki
út fyrr að vera svo gömul. Cather-
ine de Talleyrand-Périgord var enn
mjög falleg kona. Hún var hávaxin,
gyðju líkust, með stór, blá augu,
löng augnhár og hárið var mikið
og Ijóst. Varir hennar voru þykkar,
nefið ögn íbjúgt og brosið aðlað-
andi. Meira gat ekki nokkur kona
farið fram á, ekki að minnsta kosti
hvað útlit snerti, en andágift
hennar var víst ekkcrt til þess að
státa af. Þó hún væri kannski ekki
eins heimsk og illar tungur hermdu
þá var hún hinn mesti einfeldn-
ingur og hégómagjörn í þokkabót,
en það gerði hana að skotspæni
þeirra, er kusu að notfæra sér
vcikleika hennar. Ef fegurð hcnnar
hefði ekki komið til, hefði enginn
skilið, hvers vegna Talleyrand, ein-
hver skarpasti og hæfileikaríkasti
maður síns tíma, hafði fallið
fyrir henni. Fáar konur í París urðu
fyrir meira aðkasti en hún. Jafn-
vel Napóleon reyndi ekki að leyna
lítilsvirðingu sinni á henni. Talleyr-
and sjálfur var löngu orðinn þreytt-
ur á barnálegum uppátækjum
hennar og yrti varla á hana, en
samt gætti hann þess, að fólk um-
gengist hana af fyllstu kurteisi.
Það stóð nokkurn veginn á
endum, að furstafrúin hafði lokið
við að lesa bréfið og Marianne að
virða hana fyrir sér. Furstafrúin
leit upp og brosti.
,,Mér er sagt, að þér séuð af
góðu fólki komin, þó að þér séuð
auðvitað ekki tiginborin. Auk þess
hafið þér hlotið hina ágætustu
menntun og madame Sainte Croix
segir, að þér séuð góður upplcs-
ari, getið sungið og hafið vald á
nokkrum tungumálum. Þér verðið
áreiðanlega heimili mínu til mikils
sóma. Ég sé að þér cruð falleg og
búið yfir eðlislægum þokka. Skyld-
ur yðar hér munu ekki íþyngja yður
um of. Sjálf les ég lítið, en ég hef
yndi af músík. Þér verðið allajafna
í minni návist, en ég vil leggja
áherslu á, að þér gangið fimm
skrefum á eftir mér. Nafn mitt og
virðingarstaða krefst þess, að þér
sýnið mér tilhlýðilcga kurteisi.
„Vitaskuld,” sagði Marianne og
brosti. Fouché hafði ckki farið með
neinar ýkjur. Madame Talleyrand
var vissulega óaðfinnanleg I útliti,
cn jafnframt fullstolt yfir því að
vera furstafrú.
,,Þér megið fara núna,” sagði
furstafrúin. ,,Ég mun senda eftir
yður seinna. Fanny, þjónustustúlk-
an mín, mun vísa yður til herberg-
is yðar.
Furstafrúin veifaði hendinni til
merkis um, að samtalinu væri lokið,
en stærilætið í hreyfingum hennar
mildaðist við brosið, sem fylgdi I
kjölfarið. Marianne komst að þeirri
niðurstöðu, að furstafrúin væri í alla
staði prýðiskona, en það jók aðeins
á gremju hennar. Ef madame Tall-
eyrand gæti getið sér til um, hverra
erinda sú manneskja, sem hún
hafði boðið svona hjartanlega vel-
komna, væri komin í þetta hús!
Nei, Marianne fannst hún engan
veginn hæfa í þetta starf og ef henni
tækist ekki brátt að flýja þá ætlaði
hún að minnsta kosti að segja
hinum slungna vinnuvcitanda sín-
um eins lítið og unnt væri. Hún
var I þann veginn að fara, þegar
furstafrúin kallaði á hana aftur.
,,BIðið andartak! Ég vcrð að vita
hvað þér eigið fatakyns. Við höfum
boð inni fjórum sinnum I viku og
hjá okkur eru gestir flestöll kvöld,
svo ekki sé minnst á jólahaldið,
sem mun von bráðar bresta á. Þér
verðið að vera óaðfinnanlega
klædd.” Marianne roðnaði. Sá
fatnaður, sem hún hafði með hjálp
madame Le Guilvinec keypt I Brest,
hafði henni fram að þcssu fundist
fullboðlegur. F.n frá því hún stcig
fæti sínum I þetta hús hafði minni-
máttarkenndin náð tökum á henni.
,,Ég á þetta, sem ég stend í,
yðar tign, en auk þess tvo kjóla
aðra, annan úr svörtu flaueli en
hinn úr grænni ull...”
,,Það getur alls ekki gengið,
sérstaklega ekki vegna þess að þessi
kjóll, sem þér eruð í minnir mig á
búninga þjónustuliðsins. Komið
með mér til svefnherbergis míns.”
Hún tók um arm Mariannes, sem
var I senn skemmt og miður sín
yfir þessari skyndilegu alúð. Fursta-
frúin bar sig tígulega og þær gengu
saman inn I stórt herbergi, sem lá
inn af baðherberginu. Hcr eins og
I musteri fegurðarinnar þaðan sem
þær voru að koma, var hinn Ijós-
rauði litur mest áberandi. Arm-
bríkurnar á stólunum voru skreytt-
ar gullnum svönum, á vcggi og I
loft voru málaðar táknrænar myndir
og þær voru vægast sagt heldur
vogaðar. Rúmið var með tjald-
himni, en á einum veggnum var
gríðarstór spegill með gylltum
lömpum sitt til hvorrar handar.
Allt annað var kaffært undir hafsjó
af öskjum I öllum regnbogans
litum, opnum eða lokuðum. Inn-
an um allar öskjurnar stóðu fjórar
30 VIKAN 14. TBL.