Vikan

Eksemplar

Vikan - 01.04.1976, Side 31

Vikan - 01.04.1976, Side 31
manneskjur, þrjár konur, tvær þeirra augsýnilega aðstoðarstúlkur í verslun, en sú þriðja bústin kona i eplagraenum kjól með græn* silki- lérefti í hálsmálinu og brydding- um úr hvítu mússulíni. Fjórða manneskjan var þybbinn, lítill náungi, sem minnti einna helst á hnakkakertan spörfugl, þó að hann væri þessa stundina meira eins og ólundarlegur steggur tals- \ Brúðarkjólar til leigu. Brúðarkjólar og slör til leigu. Uppl. í síma 34231. * ■■■* vert þýðingarmikill að eigin mati. Hann var með rauðan kinnalit og andlitið dyftað, en hárkollan sem hann bar var vandlega greidd og augljóslega valin til þess að bæta úr því, hvað hann var stuttur í annan endann. Er furstafrúin kom inn I herbergið hneigði hann sig með slíkum tilburðum, að atvinnuball- etdansari hefði varla getað leikið það eftir honum. Marianne var að því komin að skella upp úr, er furstafrúin sleppti takinu á hand- legg hennar og gekk á móti þessum skringilega fugli með framréttar hendur. „Aaaa, minn kæri Leroy! Þér eruð þá kominn og 1 þessu and- styggilega veðri. Hvernig get ég þakkað yður nógsamlega?” ,,Ég mátti til með að afhenda yðar tign jólakjólana persónulega. Yður að segja, tel ég, að við höfum gert hreinasta kraftaverk.” Látbragð hans minnti einna helst á töframann að galdra kanínur úr hatti sínum. Hann dró nú hvern kjólinn á fætur öðrum upp úr öskjunum og sömuleiðis kasmirsjöl, slæður og mittislinda, en græn- klædda konan, sem var engin önnur en mademoiselle Minette, fræg sem hirðsali í línvefnaði, dró upp urmul afhíalíni, bróderuð undirpils, blæj- ur og fleira þessháttar. Áhyggjur Mariannes hurfu eins og dögg fyrir sólu. Af kvenlegri léttúð skemmti hún sér hið besta yfir þessu hégóm- lega sjónarspili. Og ekki dró Leroy úr kátínunni. Sem snöggvast gleymdi madame Talleyrand hinum nýja lesara sín- um og kepptist við að slá litla manninum gullhamra. Hann átti það líka svo sannarlega skilið, því innihaldið I öskjunum var stórl^ost- legt. Marianne var svo undrandi, að hún tók naumast eftir þvi, hversu fjarstæðukennd framkoma manns- ins var. Henni var enn ókunnugt um, að þessi litli maður var hinn frægi Leroy, dömuklæðskeri keis- araynjunnar. Öll hirðin sóttist eftir vinnu þessa manns og sömuleiðis hin nýja Evrópa, sem Napóleon hafði sölsað undir sig. Hún undrað- ist, að til skyldi vera slík list í fatasaumi. Sérstaklega dáðist hún að möndlugrænum satinkjól með ÞEGAK HÚN VELUR ER VARAN FRÁ VAL VALS VÖRUR í HVERRI BUÐ SULTUR SAFTIR ÁVAXTASAFAR TÓMATS0SA Efnagerðin VflLUR Kársnesbraut 124 EINNI & PINNI —LYFTILÖÐ HAHAHHOHAHOHA Af hverju ætli ég ^ sé svona ægilega slappurl Fitukeppur! Þaö er af því k aö þú nennir aldrei aö ' fara í almennilega >■ 14. TBL. VIKAN 31

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.