Vikan

Útgáva

Vikan - 01.04.1976, Síða 37

Vikan - 01.04.1976, Síða 37
Smásaga eftir H. E. Bates HATTURINN Ungfrú Manktelow, sem í ör- væntingu sinni hafði byrjað að skola hárið á sér upp úr brúnleitri lit- blöndu, hafði aldrci sagt hreint út, að kvenhattagerð væri besta atvinn- an, sem til væri. En með sjálfri sér hafði hún þó alltaf vitað, að svo var. Or litlu stofunni hennar bakatil í húsinu, þar sem grátt hattafóður, heilu lengjurnar af marglitum borð- um og kögraðar bryddingar voru hengdar yfir stóla, borð og jafnvel á arinhilluna, horfði hún út yfir malbikaðan húsagarð, þar sem tveir helmingar af bjórtunnum höfðu inni að halda dauðar kræklur tveggja alparósarunna. Ekki mundi hún, hvenær þeim hafði verið plantað, hún vissi aðeins, að þeir höfðu aldrei blómstrað og síðan dáið. En einn góðan veðurdag, þegar hún hefði tíma, ætlaði hún að kippa þessum brúnu kræklum upp og gróðursctja eitthvað líflegra t þeirra stað. Kannski indverskar hrafnaklukkur eða geraníur eða jafnvel tóbaksplöntur, þær myndu ilma svo yndislcga, þegar garðurinn var dimntur og heitur á sumar- kvöldum. Hún var mjög hrifin af blómum, en aðalerfiðleikarnir við blómin voru kettir. Maður gróður- setti eitthvað, og um leið, strax næsta dag, rifu kettir það upp aftur og drápu það. Þctta var það versta, hugsaði hún, við að eiga heima t grenndinni við götu eins og Austur- götu. ÖII jörð var hulin malbiki. Allir bakgarðarnir voru fullir af köttum, og þar uxu aldrei nein blóm. Frú Daley, viðskiptavinur með stórt, skorpið andlit, dapurlcgt enni og föl eyru, sem líktust kökudeigi, pikkuðu með gaffli, horfði órólega á hatt á viðargínu, sem ungfrú Manktelow var að leggja síðustu hönd á. Hún vissi ekki almennilega, hvað hún átti að hugsa um þennan hatt. Hann virtist ekki hæfa hennar per- sónuleika, hugsaði hún með sér. Hann sýndist of ábcrandi fyrir hana.... ,,Ég hafði í huga eitthvað ein- faldara úr velúr. ” ,,Velúr?” sagði ungfrú Mankte- low. ,,Ég myndu nú halda, að velúr væri ckki fyrir þig.” ,,Það sem Joe sagði...” H.E. BATES er þekktastur fyrir sveitalífssögur sínar. Hann er orð- inn kunnugur íslenskum sjónvarþs- áhorfendum vegna sjónvarþsmynda sem gerðar hafa verið eftir sögum hans og voru sýndar hér á s.l. vetri. Bates farast svo sjálfum orð um smásöguna: .......Nútímasmásagan er fegrað brot af lífinu. sem þó er utan þess. Það er einmitt stuttleiki hennar, sem útilokar allar nakvcem- ar útlistanir. Lesandinn verður að skyggnast út fyrir hinar prentuðu síður og gera sér í hugarlund þá hluti, sem höfundurinn hefur að- eins afhjúþað að litlu leyti...." , Joe?” sagði ungfrú Manktelow. Hún rispaði á sér neðri vörina, þegar hún tók heldur snögglega út úr sér einn af títuprjónunum, sem hún hafði notað við hatta- gerðina. ..Hvernig líður Joe?” Blomið, sem hún var að festa á hatt frú Daleys, líktist einhvers konar kynblendingi af óhrjálegri pelargóníu og eldrauðri, ofþrosk- aðri draumsóleyju. Það var dálítið rykugt í miðjunni, en það myndi dustast af, og þcgar hatturinn væri tilbúinn, myndi ekkert á því bera. ,,Þú þekkir Joe,” sagði frú Daley. ,,Þú veist, hvernig Joe er. Joe er alltaf eins.” Röddin var litlaus vegna áhuga- leysis á Joe. Hún teygði sig og snerti hattinn. Sú tilfinning, að hann hæfði henni ekki, skein út úr andlitinu. Mjó rifa kom í Ijós fyrir ofan efri góm fölsku tannanna og gerði svip hennar afar tómlegan. ,,Ég hef verið með velúr í huga í allan vetur,” sagði hún. ,,I vetur, já það er allt í lagi,” sagði ungfrú Manktelow. ,,Látum það vera að vetrarlagi. En þú þarfn- ast einhvers litríkara, nú þegar vorið er komið. ” I garðinum og í Austurgötu handan hans voru cngin merki vors. Á tjargaðri girðingunni kúrði brúnn köttur, og febrúarvindurinn ýfði feld hans. Svartur þokumökkur grúfði yfir bakaríinu. Bakaríið var líka utanhúss bjórstofa, og þaðan bárust allskyns hljóð, sem ungfrú Manktelow þekkti vel. Bjórtunnur, sem velt var inn á hliðarpallana. Karlmannaraddir. Skóflur, sem strukust við gólfið í bökunarhúsinu. Hún þekkti líka hljóminn af hlátrijoe Daley, þegar hann gant- aðist við bakarann. ,,Besta ráðið e’r að máta hann,” sagði hún. Hún tók síðustu títu- prjónana út úr sér. Hatturinn var hálfkaffærður í linkulegu blómahafinu, eldrauðu, svörtu og rykugu, þar sem hann klæddi viðardrumbinn. ,,Það er eina ráðið. ’' Joe Daley var stór maður með ákaflega rauðan litarhátt og fjörleg dansandi augu, Ijósblá, sem vegna kæti sinnar virtust standa út úr enninu eins og rækjuaugu. Á sumrin var bjórhúsið svalt. Á vet- urna var bakaríið alltaf vel kynt og notalegt, og Joe var þar næstum alltaf. Fólki var ekki leyft að drckka inni I bjórhúsinu, því að það hafði aðeins takmarkað leyfi, en ekkert kom I veg fyrir, að bakarinn og Joe Daley fengju sér bjórflöskur í bak- aríinu þar inn af. Þar höfðu þeir margar bjórflöskur, og stundum stansaði Joe yfir nóttina á meðan vcrið var að baka. Hann og bakar- inn hlógu yfir bjórnum á meðan brauðin bökuðust, og ungfrú Manktelow, sem var vakandi, heyrði til þeirra úr herberginu sínu. ,,Þctta er bara til bráðabirgða,” sagði hún. ,,Ég er ekki búin að festa neitt.” Þegar hún setti hattinn á höfuð frú Daleys, virtust stóru, klessulegu eyrun á henni varla bera hann uppi. Á kynlegan hátt gerðu blómin frú Daley enn þunglamalegri, eldri og ólögulegri. ,,Ég hugsa, að blómin þurfi að vera hærra uppi,” sagði ungfrú Manktelow. ,,Það hækkar þig ofur- lítið. Það er einmitt það. sem þú þarfnast.” Frú Daley var öll lítil nema höf- uðið. Ungfrú Manktelow gat ekki skilið, hversvegna svo stór, hraustur og kröftugur karlmaður eins og Joe Daley gat fallið fyrir svona lítilli konu. Hún vissi svo sem ckki. hvernig fólk féll hvert fyrir öðtu yfirlcitt. Það var leyndardómur. hvernig manneskja varð hrifin af og kynntist annarri. ..Reynum það hérna.” Blómið scm var fest efst á hattinn, virtist eins stórt og umferðarmerki. ,.Ég ætla rétt að næla það fast. og þá geturðu séð. hvað þér finnst.” Joe var alveg ágætur. alltaf hlæjandi. Ungfrú Manktelow þótti svo gott að fá sér nýtt brauð og kakó á kvöldin, og stundum um tíulcvtið. þegar hún fór vfir í bakar- íið að sækja sér nýtt og heitt brauð úr ofninum, var Joe þar. Þetta var fyrsti baksturinn. Loftið var þrungið af hitanum í bakaríinu, brauð- ilminum og hlátri Joes. Þarna var gerilmurinn af brauði og bjór og hávær, hressilegur hlátur Joes, þar sem hann tevgði úr sér í hveit- ugum stól. ..Mér finnst ég sé að missa jafn- vægið,” sagði frú Daley, ..blómið er allt óf mikið úti í annarri hlið- i n n i.' ’ ,.Það finnst mér ekki,” sagði ungfrú Manktelow. ..Hafðu ckki áhyggjur af því. Þegar frú Daley horfði í spegil- inn yfir arinhillunni. sá hún gagn- rýnið andlit ungfrú Manktelow koma upp yfir öxlina á sér. ,.Nú skaitu gleyma, að þetta sért þú.” sagði ungfrú Manktclow. ..Reyndu að ímvnda þér, að þetta sé eirihver önnur. Dragðu sjálfa þig í hlé og horfðu á hattinn.” Frú Daley horfði á kunnuga, uppþunga spegilmynd sína, og áhyggjur og óvissa birtust t svipn- um. Hún gat ekki ímyndað sér, að hún væri einhver önnur, og aftur opnaðist munnurinn. Hún fann til öryggisleysis og snerti hlið blóms- ins og ýtti því ofurlítið upp á við, og ungfrú Manktelow sagði: ,,Nei, PRISMA ■ filffimiWilil ÓDÝRIR OG HENTUGIR I mörgum stærðum og gerSum. Sendum hvert á land sem er. Biðjið um myndalista. STÍL-HÚSGÖGN AUDRREKKU 63 KOPAVOGI Si'MI 44600 14. TBL. VIKAN 37

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.