Vikan

Tölublað

Vikan - 27.05.1976, Blaðsíða 13

Vikan - 27.05.1976, Blaðsíða 13
rv l en málið vandast nokkuð ef þxr cetla að fá atvinnu við þessar starfsgreinar eftir að námi lýkur. Þrátt fyrir allt tal um hið dásamlega jafnrétti kynjanna á íslandi (sem Póstinum hefur virst fremur / orði en á borði) eru margar starfsgreinar nokkuð kynbundnar. Þar á meðal eru einmitt flug- og skipstjóm. Þeir sem með yfirstjórn flugfélaga og flugmála fara á Islandi í dag eru ncer undantekningarlaust karlkyns- verur og einhver innri rödd hefur hingað til sagt þeim, að ekki beri að treysta kyenfólki fyrir farþegavél- um, nema um ábyrgðarminni störf sé að ræða t. d. flugfreyjur. Islenskar konur munu því harla lítil not hafa fyrir menntun á þvt sviði. Póstinum er ekki kunnugt um, hvort nokkur tslensk kona hefur lært skipstjórn, en ef svo er þætti honum alls ekki ólíklegt að eitthvað hafi vafist fyrir yfirmönnum skipa, sem að sjálf sögðu eru flestir karlkyns, að trúa þeim fyrir skipum og áhöfn. Orsök þessa vantrausts þeirra t garð kvenna mun vera nokkuð feimnis- mál og satt að segja hefur aldrei borið fyrir augu eða eyru Póstsins rökstuðningur samhliða þessum ákvörðunum. Hafir þú sjálf ein- lægan áhuga á þessum störfum skaltu samt ekki láta þetta stöðva þig á námsbrautinni. Einhvem tíma breytast þessi viðhorf og vonandi verðurþað íþinni tíð. Vatnsberi og naut eiga fremur slæma daga saman en steingeit og tvtbura er spáð ágætri sambúð. Sennilega ertu í kringum sextánda árið. BYRJUÐ AÐ REYKJA. Kæri Póstur! Ég þakka þér birtingu á síðasta bréfi, en ég sendi það fyrir nokkr- um árum. Ég á við vandamál að stríða. Ég er farin að reykja og mamma og pabbi eru búin að „fatta” það. Geta þau bannað mér að reykja fyrst þau fóru sjálf að reykja á svipuðum aldri og ég. Hvernig passa ljónið (stelpa) og krabbinn (strákur) saman? Hvaða merki passar best við bogmanns- stelpu? Hvað heldur þú að ég sé gömul? Ein í vanda. Ég giska á, að þú sért svona fjórtán ára fyrst þú ert bæði nýfarin að reykja og skrifaðir Póstinum fyrir nokkrum árum. En hvað reykinga- vandamálið snertir, skil ég ekki, hvers vegna aðalvandinn er sá, að foreldrar þínir hafa komist á snoðir um reykingarnar, allra síst þar sem þau reykja sjálf. Þeim mun frekar ættu þau að skilja fiktið í þér. En það er víst algengt, að foreldr- um hættir til að gleyma eigin bernskubrekum, þegar börn þeirra taka upp á því sama og þau gerðu hér í eina tíð. En t augum Pósts- ins er og verður aðalvandinn sá, að þú ert farin að fikta við reykingar. Hann ráðleggur þér eindregið að leggja þær niður aftur hið bráðasta, áður en þú verður orðin háð nikó- tíninu og öðrum efnum tóbaksins. Reykingar eru mesti ósiður og ég veit ekki til þess að neinn reykinga- maður prísi sig sælan fyrir að hafa byrjað að reykja. Hitt er miklu al- gengara, að þeir iðrist þess sárlega. Og reyndu að umbera rexið ipabba og mömmu, þó þau hafi auðvitað lítinn rétt til að vera í argast t þér fyrst þau eru undir sömu sökina seld. Gleymdu þvt ekki, að þau hafa reynsluna af að byrja svona snemma að reykja og vilja þér því aðeins allt hið besta m 'eð þvt að ,,banna” þérþað. Ljóni og krabba er spáð storma- samri sambúð. Bogamannsstelpa ætti að velja sér félaga í boga- manns- og sporðdrekamerki. Sveindts Björk Gunnarsdóttir, Lónabraut 35, Vopnafirði, óskar eftir bréfasambandi við stráka og stelpur á aldrinum 12—14 ára. Mynd fylgi fyrsta bréfi. He/ga Halldórsdóttir, Minni-Borg, Miklaholtshreppi, Snæfellsnesi ósk- ar eftir að skrifast á við stelpur og stráka á aldrinum 13—15 ára. Æskilegt að mynd fylgi fyrsta bréfi. Áhugamál eru hestar, íþróttir og fleira., Kristín Ölafsdóttir og Alda Elvars- dóttir, héraðsskólanum Reykjanesi við Isafjarðardjúp óska eftir penna- vinum á aldrinum 15 —18ára. * > 30 o- 30 O- 2 2 o V) x < > 00 c * > 30 m V) H -n 30 > Kaupmannahöfn er stærsti ferðamarkaður Norðurlanda í sumar fljúgum við 3 kvöld í viku til Kaupmanna- hafnar á mánudögum, miðvikudögum og föstu- dögum. Héðan verða farnar 4 ferðir í viku til Narssarssuaq í sumar. stendur af mörgum þáttum og miklu starfi. Hér eru fáein atriði nefnd, sem setja svip- mót á starfsemi SAS: Umhyggja fyrir farþegunum frá upphafi ferðar til leiöar- loka. ;,Hvað er svo glatt sem góðra vina fundur" kvað Jónas Hallgrímsson í Kaupmanna- höfn fyrir nærri 150 árum. Enn má rekja spor Jónasar í borginn við sundiö. Kaupmannahöfn er mesta samgöngumiðstöð á norður- löndum. Þaðan liggja leiöir til allra átta. Á ferðamarkaði Kaupmannahafnar er feikilegt úrval ferða um allan heim. Þar fást dýrar ferðir og ódýr- ar, langar og stuttar, til aust- urs og vesturs og til norðurs og suðurs. SAS er áhrifamikill aðili á ferðamarkaði Kaupmanna- hafnar. Góð þjónusta SAS saman- Flugvélar af nýjustu og bestu gerðum. Skandinaviskt starfskólk um allan heim. Sérstök sæti fyrir reykingar- menn. Fyrirgreiðsla i fjarlægum löndum. Matur fyrir sykursjúka, græn- metisætur og smábörn, sé hann pantaöur (tæka sfð. Á löngum flugleiöum skipti slfkt máli. Þjónusta SAS er rómuð um allan heim vegna þess, að starfsmenn félagsins leggja sig fram um að greiða fyrir viðskiptamönnunum eftir því sem efni standa frekast til. SM LAUGAVEGI 3 SÍMAR 21199 OG 22299 'V/SSA SINGAPORE NAIROBI JOHANNESARBORG TO' # * * ÓENDANLEGIR MÖGULEIKAR , fí Húsgagnaverslun <> Reykjavíkur hf. BRAUTARHOLTI 2 SIMI 11940 22.TBL. VIKAN 13 PRAG AMSTEHUAM LISSABON BRUXELLES BARCELONA PARIS HAMBORG

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.