Vikan

Tölublað

Vikan - 27.05.1976, Blaðsíða 40

Vikan - 27.05.1976, Blaðsíða 40
STRÁKARNIR X OG Z. Kæri draumráðandi! Mig langar að biðja þig aö ráða fyrir mig draum, sem mig dreymdi fyrir stuttu. Hann var á þessa leið. Mamma og pabbi frænku minnar voru að fara til Danmerkur og mamma og pabbi fóru með þeim. Á meðan ætluðum viö að vera einar heima hjá mér. Systkinum mínum var komið fyrir í Reykjavík. Þannig er mál með vexti, að við þekkjum stráka, sem eiga heima í næsta þorpi. Þeir voru alltaf aö hringja í okkur og biðja okkur að koma til þeirra. Frænka mín vildi endilega fara, svo að ég lét undan. Þegar við komum þangað, var þar fyrir hrúga af krökkum. Þetta var á laugardegi. Við fórum heim til X, því þar átti að vera partí. Þegar við ætluðum heim, vildu X og Z, að við svæfum þarna og tókum við því boði. Þegar ég vaknaði morguninn eftir, sat Z við hliðina á frænku minni. — Nánar tiltekið: Ég var með X og hún með Z. Ég fór að tala við X og sagði við hann: Hvað heldurðu að hún....segi. (Hún ...er sko hrifin af X.). En eftir það vaknaði ég. Ég vona, að þú getir ráðið þennan draum. Meö fyrirfram þökk fyrir birtinguna. Hafdís K. Ertu viss um þaö Hafdís mín, að þig hafi ekki hreint og beint dreymt þennan draum vakandi? Ef svo er samt ekki, þá skaltu fara variega í sakirnar í misjöfnum veðrum í sumar — og í öllum bænum að klæða þig vel. Það getur nefnilega slegið að fólki, þótt það sé hásumar á almanakinu. eiginlega vera sýningasalur, þar sem málað væri yfir myndirnar, þegar sýningu væri lokið. Mér fannst myndirnar allar svo fallegar, að mér þótti þetta hræöilegt. Allt í einu fannst mér höndin leiða mig áfram að einni myndinni, sem hafði verið lokið við, og meðan ég horfði á hana fannst mér hvíslað í eyrað á mér: Þessa verður aldrei að eilífu málað yfir. Myndin var af fallegum akri. Kær kveðja og von um ráðningu. Rósa. Draumráöandi fær ekki betur séö en þessi draumur sé fyrir lukkulegri trúlofun þinni. HRINGUR VINKONUNNAR. Kæri draumráðandi! Mig langartil að biðja þig að ráða þennan draum fyrir mig: Mér fannst vinkona mín biðja mig að geyma fyrir sig trúlofunarhringinn sinn, sem er úr gulli. Ég held svo á hringnum, en allt í einu er hann kominn á hægri hendina á mér. Ég varð alveg ofsalega hrædd og hugsaði um, hvað hún yrði reið við mig. Ég tók hringinn af mér og setti hann í keðju með silfurkrossi á, en þennan kross ber ég alltaf. Draumurinn varð ekki lengri. Með fyrirfram þökk. Didda. Vinátta ykkar veröur fyrir. töluverðu áfalli, en fyrir snarræði þitt tekst þér að bjarga henni viö, og þiö verðið enn betri vinir en áður. L/k/ega endist vinskapurinn ævi/angt. í GA'LLERil. Kæri draumráöandi! Ekki alls fyrir löngu dreymdi mig draum, sem mér finnst undarlegur, og þætti mér vænt um, að þú reyndir að lesa eitthvað út úr honum. Ég þóttist stödd úti fyrir stóru húsi, sem mér fannst ég eiga að fara inn í, en kom mér einhvern veginn ekki að því að ganga inn. Svo fannst mér ósýnileg hönd leiða mig inn í húsið. Þegar ég kom inn, sé ég að margir menn eru þar önnum kafnir við að mála alls konar listaverk á veggina, og fannst mér þetta smáspotta — til stráksins, sem ég er með — og hann svaráði því játandi. Þá sagðist ég þurfa að fara inn og skipta um föt, en þegar ég leit inn í fataskápinn, sá ég hvergi fötin mín, nema brúna peysu, sem ég færi aldrei í lífinu í. Það var sama, hvernig ég leitaði — ég fann engin föt til að fara í, svo að ég fór til stráksins og sagðist bara hætta við þetta allt saman og fara seinna, því aö ég fyndi engin föt til að fara í nema þessa peysu. Ég hitti bróður minn, sem er giftur, og var hann að aka barnakerru. í kerrunni var stúlkubarn, og fór ég að fetta fingur út i það, að stúlkan var í blárri peysu og með bláa húfu, en hann svaraði mér ekki. Síðan fór stúlkan að láta illa og reif hún af sér húfuna og ég sagði þá við bróður minn, að þetta væri ekki hægt, hún hlyti aö vera svöng. Ég setti síðan húfuna á barnið og lét það hafa pelann sinn, en stúlkubarnið gat þá ekkert drukkið úr honum, því að túttan lak mikið, enda var hún öll sprungin og tætt. Allt í einu tók ég eftir því, að bróðir minn var með hring, sem ég á — það er gullhringur með rauðum steini — og hefur hann hringinn á baugfingri vinstri handar. Fyrir aftan hringinn var stór, svört varta. Hann var einnig ákaflega óhreinn á höndun- um. Ég fann að þvi við hann, að hann skyldi vera með hringinn minn — þó fannst mér það allt í lagi —, en hann svaraði mér ekki. Jæja, svona voru nú þessir draumar og þætti mér vænt um, að þú svaraðir þessu bréfi. Með fyrirfram þökk. Litli asninn. Báðir þessir draumar benda ti/ þess, að þú hafir lent á rangri hillu eins og kallað er, og þig langi því ti/ að taka þér eitthvaö nýtt fyrir hendur. Hikaðu ekki lengur, heldur taktu til óspilltra málanna við hugðarefni þin. DRAUMUR LITLA ASNANS. Kæri draumráðandi! Mig langar að biðja þig að leysa úr þessum tveimur draumum fyrir mig. Mig dreymdi þá með stuttu millibili og þeir eru svona: I. Ég var stödd í ókunnugu húsi og sá, að það var strákur, sem ég þekki frekar lítið, fyrir utan húsiö. Ég fór til hans og spurði hann, hvort hann geti ekki ekið mér MIB BREYMBl 40 VIKAN 22. TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.