Vikan

Tölublað

Vikan - 27.05.1976, Blaðsíða 33

Vikan - 27.05.1976, Blaðsíða 33
en á því var létt máltíð. Þjónn- inn var með dyftaða hárkollu, og andlit hans var kringluleitt, og i því endurspeglaðist hátíðleiki, sem hæfði manni í hans stöðu. Hann hneigði sig fyrir Marianne, og í Ijós kom þótti, sem kom henni á óvart. Þessi Denis hlaut að vera hálf- gerður uppskafningur, úr því að jafnvel þjónustuliðið var svona merkilegt með sig. Það dró án efa dám af húsbóndanum. „Settu borðið fyrir framan made- moiselle, en stðan máttu fara.” ,,Á ég ekki að þjóna...” ,,Nei, þetta er ágxtt,” greip Duroc fram í fyrir honum. ,,Við skulum sjá um þetta sjálf. ” Þjónninn dró sig nú virðulega í hlé, en hin hálfsagða setning hafði ekki farið framhjá Marianne, °g hún fór að velta því fyrir sér með hvaða titli hann hefði ætlað að ávarpa Duroc. Or þvl að þessi dularfulli Denis var ókominn, gat hún allt eins notfært sér fjarveru hans og reynt að komast að ein- hverju I sambandi við hann. Hún þáði heitan súpudisk, en kærði sig ekki um neitt'annað. ,,Á ég ekki að vera byrjuð að syngja, þegar m. Denis kemur?” ,Jú, en það er nóg, að þér byrjið, þegar við heyrum t vagn- inum.” Marianne leit I áttina að píanó- inu. ,,Á ég sjálf að leika undir?” ,,Nei...nei, auðvitað ekki. Hvað er ég eiginlega að hugsa? Blðið andartak.” Hann virtist allur á nálum, en Marianne hélt áfram að borða súp- una sína og brosti með sjálfri sér. Þegar allt kom til alls, þá var þetta ævintýri bara nokkuð skemmtilegt, og hún varð æ for- vitnari að fá að sjá þennan borgara, sem olli öllu þessu uppnámi. Duroc kom aftur eftir skamma stund, og I fylgd með honum var mjósleginn, einbeittur, ungur maður. Hann var slðhærður og dökkur yfirlitum. Ungi maðurinn tók nótnaheftið, sem hún hafði komið með, og án þess að líta á hana sertist hann við píanóið. Duroc gekk yfir til hennar og var nú orðinn miklu rólegri. ,Jæja, þá erum við tilbúin. Þér getið gefið m. Hassani allar þær fyrirskipanir, sem þér kjósið, en 1 þér skuluð ekki vænta svars. Hann er nefnilega mállaus,” bætti hann við lágri röddu og leit I áttina að píanóleikaranum. Nú-já, málleysingi? Marianne fór að hugsa um, hvort þessi m. Denis sigldi ekki undir fölsku flaggi. Kannski voru auðæfi hans illa feng- in. Ef til vill lifði hann I munaði hér langt úti I sveit, svo að ár- vökul augu Fouchés næðu ekki til hans, eða kannski var hann tigin- borinn samsærismaður. Fouché hafði gefið það I skyn, að á æðri stöðum efuðust menn um holl- ustu Talleyrands. Sumir voru þeirr- ar skoðunar, að ef hann væri ekki þegar búinn að svíkja keisarann, þá yrði þess ckki langt að bíða. Þetta einfalda og fráleita nafn m. Denis var áreiðanlega dulnefni, huliðshjálmur varhugaverðs manns. Kannski var hann útsendari zars-k ins eða englendinga? ,,Hvað ætlið þér að syngja fyrst?” spurði Duroc. ,,Lag eftir Paer, sem ég hef mikl- ar mætur á. ” ,,M. Denis verður áreiðanlega ánægður með það. Hann hefur einnig mikið dálæti á Paer, en hann er, eins og þér sjálfsagt vitið, stjórnandi hirðhljómsveitarinnar.” ,,Hefur m. Denis dvalist lengi I Frakklandi?” spurði Marianne og reyndi að virðast blátt áfram og eðlileg. Duroc starði á hana. , Já...nokk- uð lengi. Hvers vegna spyrjið þér?” Nú heyrðist skrölt I vagni úti fyrir og Marianne losnaði við að svara, cnda hefði henni sjálfsagt vafist tunga um tönn. Duroc spratt á fætur, en Marianne flýtti sér yfir að hljóðfærinu og tók sér stöðu þar. Hún snéri baki að dyrunum. Hass- ani var þegar byrjaður áð spila innganginn, en Duroc skundaði fram I forstofuna. Allt I einu gagn- tók hræðilegur sviðskclkur Mari- anne. Hendur hennar urðu Iskald- ar, og hún spennti greipar. Öhugn- anlegur fiðringur smaug niður eftir mjóhryggnum á-henni. Hún leit biðjandi og örvæntingarfull á hinn svipbrigðalausa undirleikara. Að utan bárust raddir, en þvl næst fótatak, og nú varð hún að láta til skarar skrlða, ellegar yrði þetta hin mesta hneisa baéði fyrir hana og eins Talleyrand. Hörkulegur svipurinn á andliti Hassanis varð nú skipandi. Mari- anne opnaði munninn, og sér til mikillar undrunar heyrði hún nú slna eigin rödd. Hún var hlý og örugg, rétt eins og þessi hræði- legi ótti hefði aldrei náð tökum á henni. ..Gæfan þokast hægt um gátt, gægist, hikar, starir. Hana æskan hyggur dátt, höndla fyrr en varir.” Á meðah Marianne söng, hevrði hún hratt fótatak utan úr fllsa- lagðri forstofunni, en svo hljóðn- aði það fyrir framan dyrnar. Eftir það heyrðist ekkert. Hins vegar var hún sér þess meðvitandi, að einhver stóð þarna og fvlgdist með henni. En það undarlega var. að henni leið alls ekki illa. heldur virtist nærvera þessa manns losa hana undan einhverjum ómcðvituðum Skemmtileg nýjung Myndrænar veggfóöursmyndir sem gera skemmtilega breytingu á heimilinu, júmlega 4 metra breiðar, full lofthæð. Einnig fjöldi mynda á innihurðir. Skemmtileg nýjung. Grensásvegi 11 — sími 83500. Bankastræti 7 — sími 11496. 22. TBL. VIKAN 33

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.