Vikan

Tölublað

Vikan - 27.05.1976, Blaðsíða 16

Vikan - 27.05.1976, Blaðsíða 16
Evgenia starfar sem arkitekt hér heima á isiandi. ,,Þaö er rétt, að mörg þessinýju hverfi eru ákaf/ega /ffvana kemur í Ijós, að af um 100 starfandi arkitektum á íslandi eru 5 kvenmenn og þar af 2 erlendar. — Nú eru íslendingar þekktir fyrir að byggja eins dýr og vönduð hús og hugsast getur. Nú virðast þéir hafa leyst sínar frumþarfir; þeir hafa nóg til hnífs og skeiðar, og allir hafa þak yfir höfuðið, annað hvort eigið húsnæði eða leiguhúsnæði. Finnst þérekki vera kominn tími til að þeir fari að gefa umhverfinu gaum og gera eitthvað til að umbæta það? — Þarna geta arkitektar ekki miklu ráðið. Þetta er alls staðar pólitísk spurning, og ákvörðunin er í höndum stjórnmálamann- anna. Arkitektar teikna húsin og skipuleggja umhverfið, en það er skipulagsnefndar að samþykkja. En það er rétt, að mörg þessi nýju hverfi eru ákaflega lífvana, það eru til dæmis engir staðir, þar sem fólk getur hist, heldur þarf fólk að le'rta niður I bæ til að geta sest inn og fengiö sér matarbita eða glas. — Þú saknar eflaust litlu vínstofanna og hlýlegra veitingastaða utan úr álfu. Það er ekki of mikið sagt að lýsa því yfir að þú finnir ekki neitt hliðstætt í Reykjavík. — Nei, þessi veitingahús og diskótek hér I borginni eru stór og ópérsónuleg og næstum öll steypt í sama mótið. Það hefur kannski I upphafi vakað fyrir eigendunum að reyna aö gefa þessum stöðum einhvern hlýlegan og persónulegan blæ, en þessi hugsjón hefur síðan greinilega orðið að víkja fyrir þeim anda, sem mér finnst svífa yfir þessum stöðum; nefnilega að aðaltilgangur eigendanna er að græða sem mesta peninga, og þetta finnst mér óþægileg tilfinning. — Hvað annað er að þínu áliti hægt að gera til aö gæða þessi nýju hverfi einhverju lífi? — Ég hef að undanförnu unnið að teikningu nýja miðbæjarins, sem að mestu stendur saman af verslunum og öðrum þjónustufyrir- tækjum, og verður hluti hans með yfirbyggð- um götum. Sú hætta er auðvitað fyrir hendi, að þessi bæjarhluti verði algjörlega dauður eftir lokunartíma verslananna. Æskilegast væri og skemmtilegast að gefa einhverja innsýn í hinar mörgu þjónustugreinar, sem þessi nýji miðbær á að hýsa, og að starfsemin fari ekki öll fram á bak viö lukta veggi. Á þennan hátt myndi þessi kjarni öðlast meira lif og birtu. Til að mynda eru hér engin þvotthús þar sem fólk getur komið og fengið lánaða þvottavél gegn vægu gjaldi, þvegið og þurrkað sinn eigin þvott á staðnum og beðiö eftir honum. Þessi þjónustufyrirtæki eru útbreidd um allan heim og hafa gefið góða raun. Að mínu áliti væri slík stofnun þörf í þessum nýja kjarna. Þetta er þörf þjónusta við til dæmis ferðamenn, og ekki er hægt að ganga út frá því, að allir eigi þvottavél. Þar fyrir utan myndi slík stofnun getað þjónað um leið félagslegri þörf, því þarna getur fólk spjallað saman, meðan beðið er eftir þvottinum. Þarna erum við um leið minnt á, að í þessu neysluþjóðfélagi er ætlast til að allir hafi aðgang að þvottavél, en því skyldi maður' endilega sækjast eftir því, sem allir eiga? H.S. Eins og nærri má geta, er mataræði íslendinga og búlgara æði frábrugðið, en segja má samt, að kindakjötið sé mikil neysluvara hjá báðum þessum þjóðum. Evgenia fræddi okkur á því, aö búlgarar syðu alltaf kartöflur j sama potti og fisk og kjöt til að nýta sem best soðið. Við fengum hana til að gefa okkur vinsæla búlgarska mataruppskrift, sem fer hér á eftir. MOUSAKA Réttur úr hökkuöu kjöti meö kartöf/um (fyrir fjóra) 500 gr hakkað kjöt (kinda- eða nautakjöt) 100 gr smjörlíki 100 gr laukur 500 gr kartöflur 1 egg 4 tómatar 40 gr hveiti 2 1/2 dl mjólk tómatsósa (persilja, salt, pipar, paprika). Saxiö laukinn og sjóöiö hann .i smjörlíkinu, þar til hann er orðinn mjúkur. Bætið í salti, pipar og niðurskorinni persiljunni. Flysjið kartöflurn- ar og skerið þær f sneiðar. Setjið sfðan kartöflurnar ásamt kjötinu og lauknum á pönnu og látið krauma í smjörlíkinu, þar til kartöflurnar eru hálfsoönar. Takið siðan eldfast fat og raðið í það kartöflum og kjöti, síöan kartöflum og tómat- sneiöunum efst. Setjiö í ofn. Búið til sósu úr egginu, hveitinu og mjólkinni. Hellið henni yfir réttinn og látið hann síðan standa í heitum ofninum þar til hann er orðinn gulbrúnn. Ef óskaö er, má í staöinn fyrir sósuna gera soufflé (eggjabúðing). Bakið upp smjörlikið og hveitið og þynnið með mjólkinni. Takið pottinn af plötunni og láið kólna, bætiö eggjarauöunni út í og sfðan þeyttri eggjahvítunni. Þessu er síðan hellt yfir réttinn og hann bakaður, þar til hann er gulbrúnn í ofninum. Stráið síðan yfir paprikuduftinu og beriö eggjabúðinginn fram áður en hann fellur. 16 VIKAN 22. TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.