Vikan

Tölublað

Vikan - 27.05.1976, Blaðsíða 36

Vikan - 27.05.1976, Blaðsíða 36
— Þetta hefur verið erfiður dagur, Guðríður. $$$ ' - Þér finnst kannski veröið hátt samanboriö við það, sem var í gær, en ef þú hugsar til morgundagsins, þá er þetta gjafverð. ^ PRÉULA Þessi planta er gimsteinninn í safni mínu: Primula Caspiensis Davidii. Eg komst að því, að hún var til, þegar ég kynntist af til- viljun rússneskum grasafræðingi, sem hafði flúið undan bolsévism- anum og vann fyrir sér eftir bestu getu í Júgóslaviu. Hér kemur sag- an: Ég hugsaði um það, sem hann hafði sagt mér og ákvað að ná sambandi við Sovétstjórnina og fá hjá henni leyfi til þess að takast á hendur þann rannsóknarleiðang- ur, sem ég hafði í huga. En áður en ég fór frá London, kynnti ég mér allt, sem ég gat um landið, sem hann hafði lýst. Ég frétti, að síðustu upplýsingarnar um þetta hérað hefðu komið frá félögum í bresku hersveitunum, sem höfðu verið sendar þangað rétt eftir stríðið. Hershöfðinginn hafði látið lifið fyrir hendi bolsévískra skæruliða, en einn af liðsforingj- um hans ráðlagði mér að heim- sækja ekkju hans, svo að ég fór. íbúðin hennar var við lægri enda Sloane-strætis. Viðhafnar- stofnan var dimm, þrátt fyrir stóran bogaglugga. 1 gluggakist- unni voru japönsk dvergtré, en slíkur óskapnaður fellur mér ekki í geð. Hún var hávaxin, tíguleg, harðneskjuleg kona að nálgast fimmtugt. Mig iangaði að heyra um landið, þar sem eiginmaður henn- ar féll. Hún vac fús til að segj-a mér allt, sem hún vissi. Hann hafði hrifinn skrifað heim lýsing- ar á þessu landi, því að hann var mjög ákafur fiskveiðimaður. Hún sýndi mér mynd af honum, ósköp venjulegum miðaldra her- manni. Augun eru allt, sem ég man, sérkennilega glettin. Þarna voru líka nokkrar kola- teikningar af sléttu vatni, lágri strandlengju og nokkrum gróf- gerðum kofum. Maður hennar hafði teiknað þær. Sá ég þennan höfða? Það var hinum megin við hann, sem hann hvarf, þegar hann var-á fiskveið- um. „Skrýtið er það,” sagði hún, „að ég hafði alltaf slæmt hugboð gagnvart þessum fiskveiðum hans.” Eg fletti í laumi blöðum í teikniblokkinni. Á meðan hélt gestgjafi minn áfram að tala í léttum tón og lá nokkuð hátt róm- ur. Já, hann hafði langað til að þau eyddu hveitibrauðsdögunum við einhverja á í Bæheimi, en hún vildi fara með hann til hinnar „elskuðu Flórens”. Vatnslita- myndirnar á veggjunum voru „minningar frá hamingjudögum”. llún var án efa nógu skemmtileg kona, en þessir siamskettir henn- ar reikuðu um og framleiddu sín hvimleiðu hljóð — en mér geðjast nú ekki að köttum. Hershöfðinginn hafði verið mikill rússneskumaður og af þeim sökum hafði honum verið falin stjórn þessarar hersveitar, sem send var inn í óbyggðir Mið- Asíu. Ekkert skeði svo mánuðum skipti. Hersveitin réði sendimenn til þess að afla upplýsinga um það, sem var að gerast innst inni á meginlandinu. Á meðan skutu, fiskuðu og skemmtu félagar sveit- arinnar sér eftir bestu getu. Staðurinn hlýtur að hafa verið paradís í augum hershöfðingjans. Fiskveiðar. Auðvitað hafði hún aldrei í raun og veru reynt að stöðva þær, en þegar þær rákust á einhverja atburði í samkvæmislif- inu, hafði hún gert sitt besta til þess að hafa áhrif á hvort hann valdi heldur. 1 hernum var sam- kvæmislífið svo mikilvægt, einkum í Indlandi. Jæja, eftir nokkra mánuði tók atburðarásin óskemmtilega stefnu. ískyggilegur orðrómur barst úr norðri. Það gekk á matar- birgðirnar. Einu sinni eða tvisvar voru slitrótt viðskipti sveitarinn- ar við aðalstöðvarnar rofin. Einu * sinni heyrði liðsforingi á anda- veiðum byssukúlu þjóta rétt framhjá sér. 1 eina viku eða svo var allt rólegt, en þá var einn af bátum sveitarinnar brenndur að næturlagi, og morgun einn fannst varðmaður dauður með hníf í ) bakinu. Liðsforingjarnir urðu órólegir. Þarna voru þeir á verði, ekkert tækifæri virtist vera til bardaga, og landið, sem hafði boðið þá vel- komna, var greinilega að snúast gegn þeim. Stundum um nætur urðu þeir varir við, að fólk var að læðast um tjaldbúðirnar. Síðan gat þögn þessa líttbyggða lands vafist um þá svo dögum skipti. Svo var það í rökkurbyrjun kvöld nokkurt, að þeir sáu bál einhvers staðar norður með ströndinni. Hershöfðinginn kallaði á ráðstefnu. Fyrirskipanb- ir þær, sem hann fór eftir, höfðu verið fremur óljósar og ekki varpað mikilli ábyrgð á æðri yfirvöld: „að athuga og gefa skýrslu um aðgerðir óvinarins, stjórnmála- eða hernaðar- legar, o.s.frv., o.s.frv., en setja ekki öryggi hersveitarinnar í óþarfa hættu.” Eftir langar umræður var ákveðið að allt skyldi viðbúið brottför með klukkustundar fyrirvara. En þar sem matvæli voru af skornum skammti, skyldi veiðum í vatni og á landi haldið áfram af liðsfor- ingjunum, og var það þeim vafa- laust mikill léttir. Svo var það dag einn, þegar

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.