Vikan

Tölublað

Vikan - 27.05.1976, Blaðsíða 30

Vikan - 27.05.1976, Blaðsíða 30
Spáin gildirfrá fimmtudegi til miðvikudags HRÚT'JRINN 21. mars - 20. april Allt virðist ætlá að ganga eins og best verður á kosið. Vertu þó á verði gagnvart ðvæntum atburðum. NAUTIÐ 21. apríl — 21. maí Andrúmsloftið er mjög jákvætt þessa dagana, en þó gætí hlaupið snurða á þráðinn, ef þú hefur ekki meiri sjálfsstjórn. TVÍBURAPNIR 22. maí - 21. júní Það hefur eitthvað vafist fyrir þér að sýna þakklæti fyrir auðsýnda aðstoð og gæti það valdið leiðindum. KRABBINN 22. júní — 23. júlí Ágreiningsmál hefur eitthvað bagað þig, því þú hefur þráast við að þræða hinn gullna meðalveg í upphafi. m LJÓNIÐ 24.júlí — 24. agúst & Sannleikurinn er oftast sagna bestur. Það ættir þú að hafa hugfast áður en þú festist á rækilegar í eigin lygum. MEYJAN 24. ágúst — 23. sept. Löngu liðnir erfiðleikar valda þér heilabrot- um ogþú eygir enga undankomuleið. Þetta er að mestu eigin ímyndun. VOGIN 24. sept — 23. okt. Leggðu spilin á borðið og hættu að ganga um með þær grillur, að þú sért að einhverju leyti öðrum fremri. SPORÐDREKINN 24. okt. — 23. nóv. Skyndilegar breytingar á högum þínum virðast til hins betra og rósemi þín kemst aftur I fyrra horf mjög fljótlega. , BOGMAÐURINN 24. nóv. - 21. des. Einhverjir gagnrýna þig mjög óvægilega. Þú ættir ekki að taka það nærri þér, því þar er um misskilning að ræða. STEINGEITIN 22. des. - 20. jan. Leitaðu ráða hjá þínum nánustu, því þér gengur illa að gera þér grein fyrir vilja þínum í ákveðnu máli. VATNSBERINN 21. jan. — 19. febr. Vertu vel á verði ef einhver reynir að nota þig í feigin þágu og ekki með alveg heiðarleg markmið í huga. FISKARNIR 20. febr. — 20. mars Það er líf og fjör í kringum þig og þú tekur miklum framförum á ákveðnu sviði. Vertu samvinnuþýðari heima fyrir. STJÖRNUSPfl jgf/|Dr IWmÆæÆEMJ ÞAÐ SEM A UNDAN ER KOMIÐ: Marianne d'Asselnat dóttir enskrar aðalskonu og fransks aðalsmanns, sem tekin voru af Itfi t frönsku byltingunni, elst upp hjá móður- systur sinni í Englandi, gengur í hjónaband viku eftir andlát frænku sinnar, drepur eiginmann sinn í bræði yfir þvt, að hann hafði lagt brúðkaupsnótt þeirra undir í spil- um, flýr til Erakklands og lendir í margvíslegum raunum á franskri grund, áður en Fouché lögreglu- stjóri í Parts kemur henni til hjálpar og útvegar henni starf hjá Talleyr- ands hjónunum. Talleyrand kemst að því, að Fouché neyðir Marianne til þess að njósna um hagi þeirra hjóna, en hann hvetur hana til að halda því bara áfram. Marianne er gædd frábærri söngrödd, og hún er látin syngja í afar fínu samkvæmi hjá furstanum. I veislunni hittir Marianne Jason Beaufort hinn ame- ríska, sem vann brúðkaupsnóttina af eiginmanni hennar í spilum og var þar með upphafsmaður að raunum hennar. Hann vill frið- mælast við hana, en hún tekur það ekkit mál. Nú er hún á leið út fyrir París með Talleyrand, sem ætlar að kynna hana fyrir vini sínum... Það er eitt hið skemmtilegasta hús, sem ég hef komið í. Konungurinn notaði það forðum, er hann fór á veiðar.” Það var ólíkt TalJeyrand að vera svona innfjálgur, og forvitni Mari- annes var vöknuð. Eitthvað dular- fullt var við þetta veiðihús, sem var vel geymt í einhverju þorpi langt úti í sveit. Fram til þessa hafði Talleyrand aðallega farið með hana í heimsókn til heldrikvenna Parísarborgar, svo sem madame de la Laval og auðvitað Dorothée de Périgord. En þetta var meiriháttar ferð. _,,Verður fjölmenni þarna?” spurði hún og gerði sér upp áhuga- leysi. ,.Hverjir verða þar?” Furstinn ræskti sig eins og hann væri að velta vöngum yfir því hverju hann ætti að svara, en svo sagði hann flauelsmjúkri röddu. ,,Nei, það verður ekki margt. Áður en við komum þangað þarf ég raunar að segja yður dálítið. Þetta er ekkert stórsamkvæmi. Vin- urinn, sem ég ætla að kynna yður fyrir, heitir einfaldlega monsieur Denis.” Marianne hleypti brúnum. „Monsieur Denis? Denis de...” „Ekkert. Hann er...borgari, mjög ríkur og einstaklega fær maður, gamall vinur minn frá þeim tímum, er í móti blés. Hann er í sárum eftir nýverið dauðsfall. Á vissan hátt er ferð þessi gerð til þess að votta honum samúð. ’’ „Og ég klædd eins og ég sé að fara á dansleik, en ekki á fund harmþrungins manns? Hefði ég ekki átt að vera í látlausari kjól?” „Sorgin býr í hjarta okkar, en ekki á ytra borðinu. I því myrkri, sem umlykur m. Denis, þarfnast hann þess að eygja dögunina. Það er von mín, að þér getið orðið sólarupprásin í lífi hans.” Einhver mærðarsónn var í rödd furstans og það jók enn á forvitni hennar. Hann virtist áhugasamur úr hófi fram og ekki alls kostar ein- lægur. Hver var þessi dularfulli borgari, sem átti veiðihús og henni ætlað að heimsækja í ballkjól? Hún vildi ólm vita meira. „Mér þykir það Undarlegt, að yðar tign skuli hafa svona mikið fyrir því að heimsækja þennan mann. Er hann í raun og veru gam- all vinur yðar?” „Mjög gamall,” sagði Talleyrand alvarlegur I bragði. „Yður myndi reka I rogastans, ef þér vissuð hversu margir borgarar eru vinir mínir eða kunningjar. Allmargir þeirra eru meira að segja við hirð keisarans, en þeir bera auðvitað hástemmda titla núna.” „Hvers vegna hefur þessi m. Denis þá engan?” „Vegna þess að hann hefur ekki áhuga á slíku tildri. Hann hefur enga þörf fyrir að láta kalla sig greifa eða markgreifa. Hann er hann sjálfur, og það er honum nóg. Ég vona, mademoiselle Mallerousse að það hrelli yðúr ekki að þurfa að syngja fyrir borgara?” Út undan sér sá hún hæðnislegt bros leika um varir hans. „Auðvitað ekki,” muldraði hún. ..Ég vona bara, að hann sé ekki' einn úr hópi konungsmorðingj- anna...” „Þá væri' hann ekki vinur minn,” sagði Talleyrand strangur á svipinn. „Því megið þér treysta.” Undir skinnábreiðunni, sem huldi hné þeirra, fálmaði Talleyr- and eftir hönd hennar og tók vin- gjarnlega um hana. Hann lækkaði róminn og sagði líkt og í trúnaði. „Þér eigið eftir að komast að raun um, að fólk I þessu • landi 30 VIKAN 22. TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.