Vikan

Tölublað

Vikan - 27.05.1976, Blaðsíða 32

Vikan - 27.05.1976, Blaðsíða 32
gólfinu undan haltrandi göngulagi Talleyrands. En svo opnuðust dyr, og maður kom í Ijós. Marianne leit svo á, að hér hlyti að vera kominn þessi dularfulli m. Denis, og hún horfði á hann for- vitnilegum augum. Hann var meðalmaður á hseð, Ijóshserður, en andlitsdrsettirnir voru skarpir. Aug- un voru brún, og hann var dálítið tileygur. Athyglisgáfan virtist í góðu lagi. Svipurinn á andliti hans var vingjarnlegur, og hann hafði þsegileg. áhrif á Marianne. Þó var hún dálítið undrandi á því, að hann skyldi vera í sksergrænum fötum, fannst það stinga 1 stúf við, að þetta átti að vera maður í sárum. Hann rétti fram höndina, brosti og gekk hratt til móts við þau. ,,Þetta kalla ég aldeilis stund- vísi. Komið þér sælir, kæri fursti, og þetta er þá hin unga stúlka.” ,Já, minn kæri Duroc, þetta er madem'oiselle Mallerousse, en þér hafið oft heyrt mig hrósa hinni óviðjafnanlegu rödd hennar. Er m. Denis ekki kominn enn?” ,,Nei, ekki enn,” svaraði maður- inn, ,,en hann kemur brátt. Ég er hins vegar búinn að panta léttan kvöldverð handa ykkur. Mér datt í hug, að ykkur væri kalt eftir þessa löngu ferð. Hann leiddi Marianne kurteis- lega að rauðbláum sófa, sem stóð nálægt arninum og hjálpaði henni úr skikkjunni. Glæsileikinn þarna inni sló hana dálítið út af laginu og sömuleiðis tignarleg framkoma mannsins, sem hét þessu borgara- legu nafni, en Marianne reyndi að láta eins og ekkert væri. Er hún mætti opinskáu og að- dáunarfullu augnaráði hans varð hún hálf vandræðaleg. Hún leit niður fyrir sig og sá þess vegna ekki,. hvernig þeir Talleyrand horfðu hvor á annan. Furstinn vildi ekki fara úr yfirhöfninni. ,,Nei, þakka yður fyrir. Made- moiselle Mallerousse vill áreiðan- lega gjarnan hlýja sér, en ég verð að fara aftur. ’ ’ ,,Ha! Ætlar yðar tign að yfirgefa mig?” Hann gekk yfir til hennar, tók um aðra hönd hennar og kyssti hana. ,Já, ég verð því miður að fara. Gömul vinkona mín, de Stael barónessa, hefurfengið leyfi til þess að fara til Ameríku ásamt syni sínum. Hún mun koma við I París í kvöld. Mig langár að kvcðja hana, en hún er á leið til Morlaix, þar sem skip bíður hennar. Hins vegar þurfið þér ekkert að óttast. Vinur minn Duroc mun líta eftir yður eins og væri hann faðir yðar, og þegar þér hafið heillað minn kæra vin, mun hann sjá til þess, að þér komist heim heilu og höldnu. íhvolfu lofti, en loftröndin var skreytt myndum af ástarguðinum að leik í skógarrjóðrum. Snotur húsgögnin voru borin gljákvoðu og voru frá liðinni öld. Þau voru bólstruð, en áklæðið var blátt og hvítröndótt silki, og var þetta ágætt mótvægi við stóra blómvendi af írisum og túlipönum, sem var haganlega fyrirkomið hér og þar. Stofan endurspeglaðist í stórum spegli í barokkstíl, sem hékk yfir arninum, en sitt til hvorrar handar við hann voru Ijósrauð ilmkerti. Bogadregnir gluggar vissu út að svölunum. Þar fyrir utan tók við ísilagt vatnið, og yfir það lá upphækkaður vegur. Augu Mari- annes höfðu staðnæmst við slag- hörpuna, sem stóð úti við einn gluggann. Þau voru aðeins tvö þarna inni, og það brakaði í viðar- LOFTIaEl __K ALLA FÖSTUDA 4(1S;ré?fir verSa enn Ijút- Hinir vinsaelu Wenzku Jost aS sjá tízku- fengari, þegar 9esUr í^imHisianaaur| Móde»- sýningar, sem íslenzkU' n ha,da alla tÖstudaga, samtökin og Ramma®*l|| skartgripi og nýjustu “-“'T “ ,,Vonandi efist þér ekki um það,” sagði Duroc og brosti hlýlega ,,Nei, nei, alls ekki,” svaraði Marianne og kreisti fram örlítið bros. Henni fannst hann einkar vingjarnlegur, en samt var hún óróleg. Hvers vegna hafði Talleyr- and ekki sagt henni, að hann ætlaði að skilja hana eina eftir? Þetta var í fyrsta skipti, sem hann hafði komið svona fram. Hins vegar hlaut hann af sinni venjulegu skarp- skyggni að vita, hvernig henni var innanbrjósts, enda studdi hann sig nú við stafinn og laut í áttina til hennar. ,,Ég vildi ekki koma yður í uppnám, og ég vona, að þessi traustvekjandi maður hafi komið í veg fyrir það. Svx> að ég segi yður eins og er, þá vildi ég, að rödd yðar kæmi vini mínum Denis skemmti- lega á óvart. Þegar þér heyrið í vagninum hans úti fyrir, skulið þér byrja að syngja, en segið honum ekki, að ég sé upphafsmaður þessa tiltækis.” ,,Af hverju ekki?” Marianne vissi ekki, hvaðan á sig stóð veðrið. ,,Ef þér haldið, að hann verði ánægður með söng minn, þá ætti hann að verða yður þakklátur.” ,,Einmitt. En ég kæri mig ekki um þakklæti hans, ekki í bili að minnsta kosti. Hann mun komast að hinu sanna, en ekki strax. Eins og sakir standa vil ég ekki, að neinar tilfinningar skyggi á þá gleði, sem hann hefur af því að hitta yður.” Marianne skildi hvorki upp né niður í þessu. Furstinn var ein- kennilega margslunginn pcrsónu- leiki. Af hverju kaus hann að tala við hana á þennan dularfulla hátt? Þetta var mjög ólíkt honum. Hún var þess vegna þakklát, þegar Duroc greip inn í samræðurnar og orðaði hugsanir hennar. ,,Þér fáið skrítnar hugmyndir af og til, kæri fursti. En ef svo væri ekki, væruð þér ekki sjálfum yður líkur. Góða ferð. ” Hún horfði á þennan tíma- bundna gestgjafa sinn fylgja Tall- eyrand fram í fordyrið, og Marianne fór að velta vöngum yfir því, hvaða stöðu Duroc skipaði í húshaldi m. Denis. Var hann skyldur honum? Eða einungis vinur? Var hann kannski bróðir konunnar, sem þessi vdularfulli borgari trcgaði svo mjög? Nei, þessi grænu föt bentu ekki til þess, að hann væri bróðir hinnar látnu. Viss framkoma, það hvernig hann bar sig, jafnvel göngulagið, benti til þess, að hann væri vanari að ganga í stígvélum en lághæluð- um dansskóm. Sennilega var þetta hermaður. Er Duroc kom aftur varð Marianne að ýta hugrenningum sínum til hliðar. í fylgd með honum var svartklæddur þjónn, og hann ýtti á undan sér litlu borði,

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.