Vikan

Tölublað

Vikan - 27.05.1976, Blaðsíða 3

Vikan - 27.05.1976, Blaðsíða 3
söngvara, þaulprófa hæfni þeirra og gæði radda, kynnast þeim og leiðbeina á sviði tónlistarinnar og stofna til kunningsskapar meðal þeirra sjálfra, sem hann vissi, að er einn stærsti liðurinn í góðum kór: vinátta félaganna hver við annan og þekking á kostum og göllum hversogeins. Sigurðurmunsnemma hafa áttað sig á því, hve sálfræðin hefur mikið að segja í samstilltum kór. Þessi undirbúningur Sigurðar átti eftir að reynastvel, þvífyrsta söngskemmtun hans mun hafa verið haldin strax í apríl það ár, og síðan þá hefuraldrei veriðtekin hvíld, heldur ávallt sótt á brattann og hver stórsigurinn unninn af öðrum, bæði hér heima og erlendis. Þetta þrotlausa starf Sigurðar og þeirra samtals um 400 manna, sem hafa myndað kórinn þessi 50 ár, hefuralla tíð verið þeim öllum brennandi áhugamál, og allt það starf, sem unnið er þar í algerri sjálfboðavinnu, hafa menn lauslega reiknað, að væri til jafns við að 7—10 menn hefðu ávallt verið ífastri atvinnu, og þá er aðeins reiknað með venjulegum æfingum kórsins, en ekki tekið með það starf, sem hver maður vinnur við eigin þjálfun, né heldur óþrjót- andi starf stjórnanda eða annarra forsjármanna kórsins. Auðvitað vitum við, að slíkt áhugastarf er algjörlega unnið vegna eigin áhuga sönglistinni ogfélagslegsþroska ogáhuga hversmann. Hver einstakur maður verður að vera í stöðugri þjálfun, rétt eins og íþróttagarpar, bæði við að efla og viðhalda sinns eigin söngrödd, beita henni á réttan hátt í samfélagi við aðra, og ekki síst að efla og viðhalda eigin aðstöðu til félags- skapar við alla aðra félaga kórsins, svo eining og 22. TBL. VIKAN 3

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.