Vikan

Tölublað

Vikan - 27.05.1976, Blaðsíða 12

Vikan - 27.05.1976, Blaðsíða 12
I SLÆMUM FÉLAGSSKAP? Elsku Póstur minn! Þctta er í fjórða skipti, sem ég skrifa þér, svo mér finnst þú ættir að svara þessu bréfi. Svo er mál með vexti, að mér er bannað að skemmta mér með kunningjum mínum, því að það er álitið, að þeir hafi svo spillandi áhrif á mig. Ég er að verða brjáluð á þessu. Mér finnst alls ekki kunn- ingjar mínir hafa nein spillandi áhrif á mig, þeir eru ekki neitt meiri fyllibyttur en ég og aðrir. Þess vegna fínnst mér ástæðulaust að svívirða mann, hvenær sem ttmi vinnst til. Eða hvað finnst þér? Hvað þarf ég að verða gömul til að taka próf á mótorhjóli? Getur þú sagt mér, hvað Yama- ha kostar nú til dags? Hver er happalitur og — tala Vogans? Og hvaða merki á best við hann? Og svo: Hvað er ég gömul og hvað lestu úr skriftinni? Ein lífsleið. Þar sem þú segist nú skrifa í fjórða skipti og ferð eindregið fram á svar við bréfinu, skal látið til leiðast að svara því, enda þótt þú .hafir ekki svo mikið við að skrifa þitt rétta nafn undir bréfið, semþó er í ncer öllum tilvikum nauðsyn- legt til að fá svar. Satt að segja skilur Pósturinn ekki almennilega, hvað þú ert að fara í bréfinu. Einkum stafar það af ónákvæmu orðalagi. Hver er það til dœmis, sem bannar þér að skemmta þér með kunningj- um þínum? Og hver er alltaf að svívirða þig ? Og síðast en ekki síst: Hvernig ertu svívirt? Þú veist vænti ég, að konur má svívirða með mörgu mðti. Mér finnst aldeilis óforskammað og óforsvaranlegt að svívirða stúlkur (á þá við að taka þœr nauðugar), hvenœr sem tími vinnst til. Hitt finnst mér í hæsta máta eðlilegt og engin svtvirða, að foreldrar þtnir setji ofan í við þig, ef þú ert í slagtogi með ribb- öldum og drykkjurútum. Ég er ekki að fullyrða, að kunningjarþtnir hafi tamið sér ribbaldahátt og svall, enda segir þú þá ekkert vera verri en sjálfa þig. Reyndu nú að líta skynsamlega á málin og ræða þau af einhverju viti við foreldra þtna. Ef allt er í besta lagi með kunningja þtna, er ég næstum um, að þau setja sig ekki lengur á móti þvt, að þú umgangist þá eðlilega. Til þess að öðlast réttindi til að aka vélhjóli þarftu að vera orðin fimmtán ára. Ætli Yamahavélhjól kosti ekki í kringum hálfa milljón? Hvað áttu við með Vogans? Ef þú átt við vogarmerkið, þá treysti ég mér ekki til að segja ákveðið til um haþþaliti og tölu, en karlmenn fæddir í hrútsmerkinu, Ijónsmerk- inu og vatnsberamerkinu ku eiga vel við vogarkonu. Þú ert fimmtán ára og úr skriftinni les ég það helst, að þér hættir til að taka fljótfæmislegar ákvarðanir. GETA KONUR ORÐIÐ SKIP-. STJÖRAR OG FLUGSTJÖRAR? Halló Póstur! Mér datt í hug að þú vildir svara þessu bréfi mínu I Vikunni. Geta konur ekki orðið flugstjórar og skipstjórar? Hvernig fara vatnsberinn og nautið saman, en steingeitin og tvíburinn? Hvað lestu úr skriftinni og hvað heldurðu að ég sé gömul? Þakka birtinguna á bréfinu (þ.e.a.s. ef það verður birt). Vertu sæll Póstur. H. Rétt til getið, Pósturinn er alveg æstur í að svara bréfinu þínu! Þetta er annars nokkuð einkennilegt uþphaf hjá þér, — eða finnst þér það ekki sjálfri, núna þegarþú sérð það á þrenti? Það er víst ekkert, sem bannar konum að læra flug- og skipstjórn, & fl

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.