Vikan

Tölublað

Vikan - 27.05.1976, Blaðsíða 21

Vikan - 27.05.1976, Blaðsíða 21
„Svíður i)ndan þessu?” spurði hún blátt áfram. „Hverju?” „Þessu kommabruggi, sem þú ert með í hendinni." Hún hafði rofið spennuna. Hann hló. „Það getur þú verið viss um,” sagði hann. Hún brosti dauflega og leyfði honum að hreinsa sárin. Hann var m júkhentur eins og kona. „Þetta ætti að gróa, án þess þú fáir ör,” sagði Azarov. „Þakka þér fyrir.” Hún teygði sig eftir blússunni. Hann stöðvaði hana. „Farðu frekar í þetta. Blússan er óhrein og rifin.” Hann fór úr jakkanum og rétti henni. Efnið var gróft, en hann veitti henni skjól og öryggi. ^ „Nú ætla ég að líta á höfuðið á þér.” Hún snéri andlitinu að honum, og hann þreifaði á höfði hennar i með tilfinninganæmum' fingrun- um í leit að áverka. Heridur hans voru undarlega mjúkar. Ilún fann það strax, þegar hendur hans urðu persónulegri og innilegri. Snerting hans varð, að því er virt- ist, óafvitandi að atlotum. Hún starði á hann og færði sig undan. Hann dró tii sín hendurnar. „Þú hefur fengið slæmt högg á höfuðið,” sagði hann rólega. „Þú ættir ekki að vera ein að svo stöddu.” „Eg vil einmitt vera ein.” Ködd hennar var mótþróafull, og dálítið hvell. Hún var hrædd við hann. Óviss um hvernig hún átti að bregðast við blíðu hans. „Nei." Rödd hans var ákveðin. „Og svo ættir þú alls ekki að vera hér inni í þessum raka. Komdu út og fáðu þér frískt loft. Það er bekkur í garðinum.” „Uti er dásamleg nótt. Þetta gamla klaustur er spennandi staður, og kannski kemur þú aldrei hingað aftur. Þú ættir ekki að missa af þessu tækifæri, þrátt fyrir það sem gerðist.” Hann var öpersónulegur eins og leiðsögumaður, sem bendir a fagurt útsýni. Tilboðið var lokk- andi, fyrir utan hann. Súsanna vildi aðeins fá að vera ein, langt f burtu frá þessum manni. Hana verkjaði i handlegginn undan taki hans, og hún minntist nálar- innar, sem stungið hafði verið klaufalega í vöðvann. Sodium Pentothal hafði yfir- leitt tilætluð áhrif. Hafði hún talað? Var Atkins búinn að fá þær upplýsingar, sem hún hafði barist við að leyna? Hvað hafði hún sagt undir áhrifum lyfsins? Var hann kannski nú á þessari stundu að læast inn í her- bergi þeirra Endicott systra til uð, sækja „Hroka og hleypidóma"? Hvað svo? Fengi Azarov sfðan bókina? Hún vissi jú ekki einu sinni, hvort Azarov og Atkins unnu saman, fyrir somu hús- bændur, eða sitt f hvoru lagi. Azarov átti kannski eftir að afla sér þeirrar vitneskju, sem Atkins hafði komist yfir. Öll þessi blíða — var hún aðeins undirbúningur að árás á leyndarmál hennar?' Hún byrjaði að skjálfa. Azarov lagði handlegginn utan um hana og leiddi hana að bekknum. Ivan elti og lagðist við hlið þeirra, með nefið aðeins nokkra þumlunga frá fæti Súsönnu. Azarov tók upp lítið glas úr sjúkrakassanum, fyllti það af vatni úr lindinni og færði henni. Súsanna hristi höfuðið. „Má vera að ég sé kommúnisti, en ég er ekki eiturbyrlari. Drekktu þetta.” Súsanna hlýddi. Vatnið var ferskt og kalt. Einhver, — Atkins? — Elbert? — Olaf? — hafði blandað einhverri ólyfjan f vatnið fyrr um daginn. Það var enn óbragð í munninum á henni. Azarov sat við hlið hennar, og axlir þeira snertust. Hann kveikti f tveim sígarettum og rétti henni aðra. Þau reyktu þegjandi. Klaustrið var yfirgefið núna, og tunglið var komið upp yfir þök þess, „Viltu segja mér hvað kom fyrir?”-spurði Azarov eftir langa þögn. „Er það ekki augljóst?" svaraði hún bitur. Hann þagði dágóða stund. „Ég hefði getað bjargað þér fyrr úr klóm þessarar skepnu — ef ég hefði vitað hvað var að gerast. Ég var að leita að þér, en ég þurfti fyrst að hitta Atkins, og það var hann, sem sagði mér, hvar þú værir.” „Hvað sagði hann?” spurði hún. „Aðeins að liðið hefði yfir þig.” „Var það allt?” „Já.” „Hvar er hann núna?” „Ég veit það ekki,” svaraði Azarov hvasst. „Þú sagðist hafa verið að leita að mér. Hvers vegna?” „Til að sjá þig. Til að vera hjá þér. En þú gerir mér erfitt fyrir.” Súsanna þagði. Allt f einu sagði hann: „Hefur þér einhverntíma verið nauðgað? Eg meina... áður en... það sem skeði nú... í kvöld.” „Já,” svaraði hún svo lágt að það-heyrðist varla. „Segðu mér frá því.” „Ég var sextán.^ára. Það var vinur föður mfns.” „Já,” sagði hann rólega. „Það útskýrir ýmislegt. Ég get ekki ^agt að ég sé undrandi.” Síðan bætti hann mjúklega við: „Þú átt skilið að vera elskuð af nær- gætni.” Þegar hún svaraái ekki, breytt- ist rödd hans, _og varð harðari. „Elbert er hugleysingi, og Atkins er einskisverð sænditfk. Þú ert laus við þá báða. Vió getum snúið okkur að skemrhtilegri málefnum núna. Hefuróu séð all klaustrið?” „Já.” „Ilvað finnst þér um það?” „Eg er mjög hrifin af því.” Azarov renndi augunum yfir hljóðar byggingarnar. Ein hliðin var böðuð tuhglsljósi. „Þetta er hvíld fyrir augun,” sagði hann. Aftur varð löng þögn. „Það er eitthvað sérstakt við þessar gömlu kirkjubyggingar. Það er róandi að heimsækja þær, en þó truflandi. Það er einmanaleikinn. Ivan virðist þó standa á sania.” Hund- urinn sperrti eyrun þegar nafn hans var nefnt. „Ef það eru vofur hér þá hljóta þær að vera okkur vinveittar.” Súsanna leit á hann. Andlits- drættir háns voru mjúkir. og hann brosti dauflega. Hann var undarlegur maður. Heimur hans byggðist á svikum, ofbeldi, og ofsafengnum dauða. Þó var hann svo bliður við hana, og nú virtist viðkvæm fegurð þessa staðar hafa hrifið hann. „Heimsækir þú svona staði oft?” spurði hún. „Ekki oft. Stundum þegar ég á frí. En oftast er ég heima. Þá finnum við okkur stórt autt svæði fyrir Ivan til að hlaupa um.” „Við?” „Hundurinn og ég." Einmana maður. Utskúfaður kannski. Enginn vildi þekkjayfir- mann KGB. „Segðu mér eitthvað um sjálfa þig,” sagði hann. „Ekki núna, ég vil ekki tala.” Rödd hennar var lág. „Líður þér illa?” spurði hann óhyggjufullur. Hún svaraði ekki, en reyndi að standa upp og riðaði til. Hann greip hana, og lyfti henni létti- lega. „Þetta eru eftirköstin. Hafðu engar áh.vggjur. Ég skal vera hjá þér." Hún var óljóst vör við að hann bar hana frá klaustrinu að bíln- um, og ók henni síðan á hóteliö. Þjónninn hljóp á undan með lyk- ilinn og opnaði herbergið. Loks- ins, þega hún var kontin i mjúkt rúmið. slakaði hún á og sofnaði. Hún vissi ekki hve lengi hún hafði sofið. Þegar hún rumskaði sá hún hann sitja hreyfingarlaus- an við rúmið. Hún vaknaði í dögun. Hann leit strax upp. „Það er gott að þú ert vöknuð. Eg var farinn að hafa áhyggjur af þér.” Hann lagði frá-sér bók, greip um hendi hennar. taldi æða- slögin með augun á gömlu vasa- úri. „Ég held að það verði allt í lagi með þig. Líður þér illa?" „Það held ég ekki." hvíslaði hún. „Þá ætla ég að yfirgefa þig. Enn eT ekki kominn dagur, og þú ættir að sofa lengur. A ég að stilla klukkuna fyrir þig?" „Það verður farið í ferð klukk- an níu." Hann setti klukkuna á átta. Síðan varð þögn, og hún opnaði augun. Azarov leit niður á hana og brosti. „Sofðu vel." sagði hann. Klukkan vakti Súsönnu. Hún sveif augnablik milli svefns og vöku og hugsaði um bros Azarovs. Ilún var hrædd við hann. og þó hafði hann ekki gert henni neitt. Kannski var það óþarfi fyrir hana, fyrst Atkins hafði komist yfir upplýsingarnar. Ef þeir voru félagar var Azarov búinn að fá það sem hann vildi. Ef aðeins hún gæti vitað. luort hún hefði talað. hvað hún hefði sagt. hver vann með hverjum og fyrir hvern. En eitt vissi hún þó. Hún varð að athuga hvort „Hroki og hleypiddómar" var enn i tösku þeirra Endicottsystra. og það sem fyrst. Ahvggjufull byrjaði hún að klæða sig. og setja niður i ferða- 0

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.