Vikan

Tölublað

Vikan - 21.10.1976, Blaðsíða 2

Vikan - 21.10.1976, Blaðsíða 2
43. tbl. 38. árg. 21. okt. 1976 Verð kr. 300 GREINAR: 16 Arftaki spönsku krúnunnar. 24 Rómeó og Júlía búa í okkur öilum. 14 Susan Hampshire: Hræðist skyggnigáfu sonarins. VIÐTÖL: 2 Ebb’o’Ebbi. Viðtal við Ebeneser Ásgeirsson í Vöru- markaðinum. SÖGUR: 20 Snara fuglarans. Sextándi hluti framhaldssögu eftir Helen Mc Innes. 28 Paddington Green. Annar hluti framhaldssögu eftir Claire Rayner. 36 Konan mín skilur mig ekki. Smásaga eftir Finn Soborg. FASTIR ÞÆTTIR: 7 Poppfræðiritið í umsjá Hali- dórs Andréssonar. 9 Krossgáta. 11 I næstu Viku. 12 Póstur. 18 Á fleygiferð í umsjá Árna Bjarnasonar. 19 Hadda fer í búðir. 30 Stjömuspá. 39 Meðal annarra orða. 40 Draumar. 42 Eldhús Vikunnar í umsjá Drafnar Farestveit: Réttir úr káli. 44 Blái fuglinn. ÝMISLEGT: 14 Sólarferð og vandamál í Þjóð- leikhúsi. Móses gamli, sem þótti bara þó nokkuð snjall í að búa til málshætti, lét eftir sér hafa einu sinni i blaða- viðtali, að ef fjallið kæmi ekki til sín, þá yrði hann bara að koma til fjallsins. En ég veit um mann, sem gerði sér þetta hreint ekki að góðu. Nú er hann búinn að breyta þessu spak- mæli og segir: ,,Ef Ebbi getur ekki farið út á grasið, nú þá verðum við auðvitað að flytja grasið til Ebba.” Og sjá, grasið kemur til Ebba Ebbi heitir fullu nafni Ebeneser Ásgeirsson, sonur Ásgeirs Guðna- sonar frá Flateyri við Önundarfjörð og bróðir þeirra Gunnars (Volvo), Eiriks (Strætó), Snæja (Hurðir) og Harðar (Volvo lika), svo ekki þarf að undra, þótt grasið komi einhversstaðar við sögu. Menn kannast auðvitað við orðtakið ,,gras af seðlum”? Og til að gera stutta sögu ekki lengri en efni standa til, þá býr Ebeneser uppi á þaki á Vörumarkaðshúsinu, ásamt eiginkonu sinni, Ebbu Thorarensen, en þar hefur hann byggt sér hreint stórkostlegt hús. I kring um húsið er enginn garður eða flag, eins og við eigum að venjast, heldur aðeins stétt, steinsteypt þakið á Vöru- markaðinum og ekki stingandi strá. Og hingað upp ætla ég mér að flytja jarðveg, tyrfa eða rækta hann á annan hátt, og þá höfum við grænt grasið ásamt allavega blóm- um allt í kring um okkur, sagði Ebeneser, þegar ég rabbaði við hann um daginn i höllinni á þakinu. — Já, viðvíkjandi blómum i kring um ykkur, eins og þú segir. Er ekki allt í blómanum niðri á Vörumarkaði? — Vörumarkaðurinn blómstrar eins og annað líf, sem hlúð er að, sagði Ebeneser. Það er svipað og með aðra rækt, að þar koma fram ýmiskonar erfiðleikar í fyrstu, en ef maður hefir einhverja kunnáttu og vit á því hvað til þarf, til að dafni, þá endar ávallt með því, að vel fer. — Reynslan hefur nú verið fyrir hendi hjá þér? — Nei, henni var ekki til að dreifa, hvorki hér, né annarsstaðar á norðurlöndum, eftir því sem ég best veit, sagði Ebeneser. Ég var lengi búinn að gæla við þá hug- mynd að minnka kostnaðinn við vörudreifinguna og reyna jafnframt að halda verðinu einhversstaðar á milli heildsöluverðs og smásölu- verðs. En ég fann hvergi neitt slíkt á norðurlöndum, þótt ég leitaði vítt o'g breitt. Samt fannst mér að þetta hlyti að vera hægt. — Hvenær og hvar fékkstu þessa hugmynd, Ebeneser? — Þá var ég á hjóli á leiðinni inn í Smáíbúðahverfi. Með Hansa- gardínur á brjóstinu, og Hansa- kappa á bakinu á hjóli í húðar- rigningu. - Ha? — Ég þóttist viss um, að rign- ingin hér sunnanlands mundi ein- hversstaðar koma einhverjum að gagni. — Já, satt er það, að þótt hún sé ekki beint þægileg, þá kom hún mér að gagni að þessu sinni. — Þér...? Þú ert kannski ekki klár á þvi sjálfur, hvað margir hafa hagnast af þessu uppátæki þínu, Ebeneser. Ebeneser Ásgeirsson kaupmaöur hvílir sig i stofunni í Þakhöiiinni, en Postulíns-Tryggur situr hjá. Frú Ebba Thorarensen og Ebenes- er Ásgeirsson uti I ,,garöi" uppi á þaki. — Eðlilega byggist þetta á því, að mönnum þyki eftirsóknarvert að versla hjá mér, og þeim árangri næ ég með lægra vöruverði, sem kemur öllum til góða, auðvitað. — Til góða? Það heldur ábyggi- lega lífinu í mörgum. Ekki síst á undanförnum árum í þessari dýrtíð, sem verið hefur. En hvernig tekst þér að hafa lægra vöruverð en aðrir kaupmenn, sem virðast vera að berjast í bökkum, jafnvel með hærri álagningu? — Það er ekki allt undir álagn- ingunni einni komið, í sjálfu sér. Með stóraukinni vöruveltu kemur hagnaðurinn líka fram, jafnvel þótt hver eining gefi ekki af sér sama arð, þá kemur hann fram strax og veltan verður meiri.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.