Vikan

Tölublað

Vikan - 21.10.1976, Blaðsíða 38

Vikan - 21.10.1976, Blaðsíða 38
bsejar, ekki til tilbreytingar, heldur af því að ég kxrði mig af einhverri ástæðu ekki um að koma á sama hótelið tvisvar. Einhvernveginn varð ég fyrir vonbrigðum í þetta sinn. Ég get ekki útskýrt hvers- vegna, en kannski er svona lagað ekki fallið til endurtekninga. Að minnsta kosti var það svo, að meðan ég var að aka heim nxsta dag, ákvað ég að hætta þessum ferðalögum mínum. Og það var nákvaemlega einum of seint sem ég tók þessa ákvörðun, þvi þegar ég kom heim sá ég, að eitthvað var að. Konan min tók ekki á móti mér á sama hátt og áður, og það mátti sjá, að hún hafði grátið. — Er eitthvað að? spurði ég, og konan min horfði á mig hrygg. — Þú veist vel, hvað er að, sagði hún. Það vissi ég náttúrlega vel, en ég var ckki viss um, hve mikið konan min vissi, og sér I lagi gat ég ekki ímyndað mér, hvernig hún hefði komist að þessu. En þetta síðast- nefnda kom nú brátt í ljós. Það hafði einhver hringt af skrifstofunni til þess að spyrja mig einhvers, og þá komst allt saman upp. Þetta var vandræðalegt ástand, bæði fyrir konuna mína og gagnvart skrifstof- unni. Ég varð að finna einhverja nokkurn veginn trúanlega skýringu, en þá sagði konan mín allt i einu: — Elskar þú hana? Ég var að þvi kominn að spyrja hverþað væri, sem ég ætti að elska, þegar það rann upp fyrir mér, hvað hún átti við. Hún hélt, að ég ætti mér ástmey. Og þá var það sem ég gerði reginvitleysu, ég neitaði því ekki, að ég ætti mér ástmey. Það var eins og það væri mér léttbærara að játa það heldur en að ég hefði bara legið I baðkeri og lesið leyni- lögreglusögur. - Ég veit það ekki, sagði ég, það er eins og ég geti ekki gert mér grein fyrir því. Konan min horfði alvarleg á mig og hristi höfuðið. — Ég hefði ekki trúað þessu á þig, sagði hún. Þessi athugasemd hennar særði mig ekki svo lítið. Hversvegna hefði hún ekki trúað þessu á mig. Var ég kannski svona miklu ókarl- mannlegri en aðrir? Hélt hún, að engin kona gæti fallið fyrir mér? Það var þá tími til þess komin, að hún gerði sér grein fyrir því, hverþað eiginlega var, sem hún var gift. Við höfðum ekki tækifæri til þess að ræða þetta nánar, því nú komu krakkarnir. En þegar við vorum komin í rúmið um kvöldið og höfðum slökkt ljósið, heyrði ég, að konan mín var að gráta. Ég átti bágt með að taka því. Hefði hún orðið reið hefði horft allt öðruvísi við, en að hún væri að gráta út af ástmey, sem ekki var til, það var einum of mikið. Ég ákvað að segja henni sannleikann, þótt ég væri hræddur um að hún mundi hlæja að mér. Ég tók í höndina á henni, en áður en ég hafði áttað mig á því, hvernig ég ætti að byrja, varð hún fyrri til: — Ég veit, hvað þú ætlar að segja, sagði hún, en ég vil það ekki. — Hvað er það, sem þú ekki vilt, spurði ég algjörlega ruglaður. — Þú ætlar að bjóðast til þess að segja henni upp, sagði hún, en ég vil ekki taka því tilboði. Ég hefi hugsað mikið um þetta og komist að þeirri niðurstöðu, að ef þú hættir við hana mín vegna, mun hjóna- band okkar undir öllum kringum- stæðum verða eyðilagt. Þú munt hata mig af þvi að ég hefði þvingað þig til þess. Þú mundir aldrei gleyma henni, þú mundir halda, að þú hefðir farið einhvers á mis af þvi að þú fékkst hana ekki, og hún mun ávallt koma til með að standa eins og skuggi á milli okkar. Sálfræðilega séð vár þetta sjálf- sagt alveg rétt, sem hún sagði. Það var bara það, að forsendurnar voru ekki I lagi. Ég reyndi ennþá einu sinni að útskýra það fyrir henni, hvernig í þessu öllu lægi, en hún greip fram í fyrir mér: — Ég þoli ekki að tala meira um þetta í kvöld, sagði hún, og ég vil ekki heldur, að þú takir neina ákvörðun núna. Þú verður að hlaupa af þér hornin og finna sjálfan þig, og á meðan verðum við að reyna að lifa eins og ekkert hafi í skorist. Börnin mega ekki undir neinum kringumstæðum komast að þessu, og ég skal reyna að vera hughraust. — Sjáið þér ekki, barþjónn, að þetta var meiri klípan, sem ég var kominn í, sagði hann, æi, gefið mér einn tvöfaldan í viðbót. — Ég gct vel séð, að þetta hlýtur að hafa verið vandræðaástand, sagði barþjónninn. En hvernig bjargaðist þetta á skrifstofunni? — Á skrifstofunni? Það var svo sem allt í lagi. Þeir héldu auðvitað, að ég hefði verið á hálum ís, og gerðu góðlátlegt grín að mér, fólk er með kynferðismál á heilanum nú á dögum. Það var miklu verra með konuna mína, sem nú gekk um og var svo skelfilega hughraust. Ég segi kannski ekki, að hún hafi beinlínis notið þessa ástands, en á hinn bóginn var ekki að sjá, að hún hefði neitt á móti þvi að leika hlutverk hinnar göfugu eiginkonu, ^em þjáist undir falsi eiginmanns síns, en ber sína byrði með bros á vör. Svona fannst mér að minnsta kosti þetta vera, og það fór heil- mikið í taugarnar á mér. Sjálfur reyndi ég alltaf að komast hjá því að hefja umræður um þetta, en konan mín gat ekki á sér setið að spyrja mig spjörunum úr. — Hvað heitir hún? spurði hún einn daginn. — Lilly, sagði ég. Þetta var asna- legt nafn, sjálfur hefi ég aldrei getað þolað þetta nafn. En þetta var það fyrsta, sem mér datt í hug, og þar með hét hún semsé Lilly. Það gat svo sem verið nákvæmlega sama, hvað hún hét. — Hvað cr Lilly gömul? spurði konan mín í annað skipti. Ég sagði, að hún væri 27 ára. Or því að maður þarf endilega að eiga sér ástmey, þá er eins gott, að hún sé ekki of gömul. Ég sá, að þetta olli henni nokkrum vonbrigð- um. Hún hafði sjálfsagt vonað, að hún væri ekki allt of ung, en innst inni hefur hún sjálfsagt gert sér grein fyrir því, að þegar maður fellur fyrir annarri konu, þá er það oftast kona, sem er töluvert yngri en konan hans. Einn daginn spurði konan mln, hvernig Lilly liti út, og ég sagði, að hún væri rauðhærð. Ég hefi aldrei átt gott með að lýsa fólki, nema um hafi verið að ræða fólk með einhverja llkamlega ágalla. En mig langaði ekki til þess að láta Lilly vera með klumbufót eða skarð I vör, svo ég hélt mig sem sagt að hára- litnum. Annars hefi ég alltaf verið veikur fyrir rauðhærðum konum. Smátt og smátt hafði ég með hjálp konu minnar búið mér til ágæta mynd af Lilly, og ég get ekki neitað þvl, að hún hafði aðlaðandi áhrif á mig. Hugsanir mínar snérust oft og einatt um hana, og konan mln komst ekki hjá þvl að taka eftir því. — Nú ertu að hugsa um Lilly, átti hún til að segja allt I einu og ég kinkaði kolli til samþykkis. Ég hafði raunverulega verið að hugsa um Lilly. En burtséð frá Lilly, þá lifðum við eins og við höfðum alltaf gert. Það var ekkert sem hét, að konan mln færði sig i’nn I stofu á legu- bekkinn þar, eða sendi mig þangað. Við sváfum saman eins og við höfðum alltaf gert, og kynferðislíf okkar var eins og áður. En eitt kvöldið, þegar við höfðum verið saman, sagði konan mln við mig: — Stundurn hefi ég á tilfinn- ingunni, þegar við erum saman, að það sé I raun og veru Lilly, sem þú ert með. Ég vissi ekki, hverju ég átti að svara, því I rauninni hafði hún rétt fyrir sér. Það var ekki konan mln, sem ég var með, heldur Lilly, hin rauðhærða, 27 ára gamla Lilly. Hún var þrátt fyrir allt orðin að skugga, sem stóð á milli okkar. Ég hafði reynt að berjast á móti þessu, en það hafði ekki tekist. Lilly hafði smátt og smátt orðið mér þýð- ingarmeiri en ég kærði mig um að viðurkenna. Það óþægilegasta við þetta allt saman var, að til málamynda neyddist ég til þess að vera með Lilly við og við, helst einu sinni I viku. Ég gat ekki farið aftur út á land, úr því að upp um mig hafði komist á skrifstofunni, og þess- vegna varð ég að halda áfram með þessi ólukkans frlkvöld mln, sem höfðu orðið upphafið að þessu öllu saman. Ég segi yður satt, að þessi fríkvöld urðu mér smátt og smátt hreinasta martröð. Ég var orðinn dauðleiður á því að borða úti I bæ, og mig langaði mest af öllu að fara beint heim, þegar ég var búinn að borða. En þannig var ekki hægt að fara með ástmey sína, konunni minni hefði fundist það mjög óvið- eigandi, svo ég neyddist til þess að vera I burtu allt kvöldið. Ég fór I bíó, en það voru leiðinlegar myndir sem voru sýndar, og að lokum gat ég ekki heldur þolað það lengur. Þá fór ég að flakka um göturnar, og það hljómar sjálfsagt bjánalega, en I raun og veru var ég alltaf að gá að Lilly. Hún var smátt og smátt orðin mér raunveruleg, og ég var algjör- lega á valdi þeirrar hugsunar, að ég yrði að finna hana. En auðvitað fann ég hana aldrei, og svo kom að því, að ég fór að koma hingað. — Já, ég man vel eftir því, þegar þér fóruð að venja komur yðar hingað, herra minn. Ég hélt, að þér væruð einn af þessum venjulegu eiginmönnum, sem ekki geta^hert sig upp til þess að fara heim til eiginkonunnar. — Hert sig upp! Það er nú ekkert, sem ég frekar vill. En ég mátti þvert á móti ekki koma heim fyrir konunni minni. Hún ætlaðist til þess, að ég eyddi kvöldinu hjá ástmey minni. Þetta var orðin fullkomlega brjálað ástand, og I gær ákvað ég að binda endi á þetta. — Já, ég tók eftir þvl, að þér voruð nokkuð æstur. — Æstur! — Ég hafði fulla ástæðu til þess. Ég hafði nefnilega ákveðið að myrða Lilly. Ég gat ekki þolað þessa tvöfeldni lengur, og ég varð að finna ráð til þess að losna út úr þessu. Ég gat auðvitað sagt konunni minni, að ég hefði sagt Lilly upp, en ég vissi, að það mundi þýða heilmikið uppistand, og hún mundi halda því fram, að ég hefði bara gert það hennar vegna og svo framvegis. Svo gat ég auðvitað sagt, að það hefði verið Lilly, sem hefði hætt við mig. En sumpart líkaði mér ekki sú hugsun, að Lilly svona allt I einu bara fleygði mér frá sér, og sumpart vissi ég, að það var ekki nein góð lausn. Konan mln mundi bara segja, að nú væri hún orðin nógu góð handa mér, úr því að Lilly 38 VIKAN 43. TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.