Vikan

Tölublað

Vikan - 21.10.1976, Blaðsíða 22

Vikan - 21.10.1976, Blaðsíða 22
,,0-já,'' sagði hann og leit í aftur- sætið þar sem blá ullarkápa lá ofan á rykfrakka Davids. Þar hjá voru tvær töskur og svo önnur með axl- arhlýra og hún virtist troðfull. ,,Það er ekki mikið pláss fyrir mig þarna. Réttu mér lyklana, Irina. Ég ætla að koma þessu dóti fyrir í skottinu og spara þannig tíma fyrir Dave.” Hann teygði sig í hand- töskuna. ,,Ég skal taka þessa,” sagði hún snöggt. Hann missti hana á gólfið. Hann losaði um smelluna um leið og hann tók hana upp aftur og rétti henni hana síðan, en á hvolfi. Áður en hún náði að taka við töskunni opnaðist hún og alls kyns smádót datt í framsætið. , ,Æ, fyrirgefðu mér. Ég var að flýta mér svo mikið." Hún tók upp minnisbók, ef til vill dagbók, en sinnti engu púðurdós- inni eða varalitnum, vegabréfinu eða veskinu. ,,Hvar er hin bókin?” sagði hún áhyggjufull. ,,Enn i töskunni, alveg niðri á botni.” Hann sótti hana. ,,Er þetta hún?” Hann blaðaði í gegnum hana. Blaðsíðurnar voru þéttskrifaðar og á tékknesku. Hann sá nokkur nöfn og dagsetningar og þetta var ekki rithönd Irinu. Hana þekkti hann af bréfinu sem hann hafði fengið frá henni. ,,Þú ætlarekki að segja mér, að þú hafir tekið með þér minnis- bækur Jiris,” sagði hann og brosti um leið og hann rétti henni dagbæk- urnar. Hún setti báðar minnisbækumar aftur í handtöskuna, en lét síðan hitt dótið þar ofan á. ,,Ég er ekki með neitt, sem Jiri á,” sagði hún. ,, Faðir minn á þessar bækur. ” ,,Nú-já, allar upplýsingarnar, sem hann hafði safnað um stjórn- málamennina ykkar?” En er hann sá hana líta felmtri slegna á sig, bætti hann við. ,,Auðvitað vissu allir um þetta.” Hann leit á vega- bréfið, sem hún setti niður í töskuna. Breskt, hugsaði hann, og spánýtt. „Allir?” sagði hún ögrandi. ,,Já, við allir, sem höfum haft áhuga á framgangi mála í Tékkó- slóvakiu. En ég hélt að öll hans skjöl og minnisbækur hefði verið tekið, begar húsleitin...” ,, Þessar voru vel geymdar. ’ ’ ,,Og eru sjálfsagt hin mesta púðurtunna?” sagði hann og brosti aftur. Hún sagði ekkert, en lokaði handtöskunni og kom henni vel fyrir við hlið sér. „Hefurðu hitt Krieger?” sagði Bohn, og rödd hans var einkenni- lega þungbúin. ,,Nei,” sagði húnundrandi. ,,Okkar á milli sagt, Irina, þú skalt gæta þín á Krieger. Hann leikur tveim skjöldum. Hann hefur engan áhuga á þér. Keppikefli hans er að lokka föður þinn úr felum.” ,,En David segir...” ,,Að hann sé aðeins óbreyttur borgari? Það er ekki satt. Hann starfar fyrir öryggisþjónustuna og er harðsoðinn atvinnumaður. Þeir gerast ekki öllu slyngari en hann. Og þú skalt alls ekki láta hann vita um dagbækumar.” ,,En hann er vinur föður míns,” andmælti hún. „Hann var það. Fyrir þrjátíu ámm. Þér er óhætt að treysta mér. Ég hef ömggar heimildir fyrir þessu og veit hvað ég syng. ” „Hvers vegna valdirðu hann þá til þess að hjálpa mér?” „Ég valdi engan. McCulloch sá um þann hluta verksins og lét mig ekki einu sinni...” Bohn leit um öxl, er hann heyrði fótatak að baki sér. „Ja-ja, Dave, Þú kemur rétt mátulega til þess að hjálpa mér við að setja farangurinn í skottið.” „Seinna,” sagði David. „Við skulum koma okkur af stað.” Hann var með nokkra ferðabæklinga í hendinni, auglýsingar varðandi feg- urð Austurríkis. „Geturðu ekki séð af tíu mínút- um?” „Nei,” sagði David og setti einn bæklinginn í vasa sinn. Titill hans var Meran í suður Tyról, og var áreiðanlega ekki að skapi itala, en þetta var það eina, sem hann gat náð í þarna megin landamæranna. Hina lagði hann á gólfið fyrir aftan sig. Þeir myndu kannski dreifa athygli einhvers, sem var of áhuga- samur um ferðir hans. „En ég hefði þurft að hringja og segja þeim i Salzburg, hvert þeir geta sótt Citroenbílinn.” „Seinna,” endurtók David. „Ætlarðu að verða samferða eða ekki?” Bohn setti tösku sína á gólfið aftur í. Síðan settist hann inn og steinþagði. Þau komust yfir landamærin án nokkurra sérstakra vandræða. „Hvar viltu fara úr?” sagði David. „Hjá einhverri járnbrautarstöð þar sem ég get náð í hraðlest norður á bóginn.” „Brixen?” „Já, það er ágætt.” Og þaðan get ég hringt, hugsaði Bohn og komið skilaboðum áleiðis. Það verð- ur síðasta framlag mitt til þessa máls. Ég átti ekki von á að neinn yrði myrtur. Og það vissi Jiri Hrádek. „Ef það er ekki of mikil fyrirhöfn,” bætti hann við. „Nei, gæskurinn. Það er einmitt í leiðinni. En ég get samt ekki ekið þér alla leið á stöðina.” , .Hleyptu mér bara úr þar sem ég get náð í leigubíl. Ég vil ekki tefja þig. Ætlarðu til Sviss í kvöld?” Þessi spurning kom David á óvart. „Til Sviss? Erum við að fara þangað?” sagði hann og reyndi að virðast glaðlegur. Já, hugsaði Bohn, þangað er ferðinni einmitt heitið. Þvi skyldi Dave annars vera að flýta sér svona? „Þú virðist hafa ánægju af því að kvelja sjálfan þig David. Næturakstur er hreinasta helvíti í mínum augum. Svo ég tali nú ekki um það ef yfir fjallvegi er að fara.” Ég hef enga sérstaka ástæðu til þess að taka þessar dylgjur hans 22 VIKAN 43. TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.