Vikan

Tölublað

Vikan - 21.10.1976, Blaðsíða 36

Vikan - 21.10.1976, Blaðsíða 36
KONAN MIN SK — Það er löng saga og marg- slungin. — Látið mig hafa einn viskí. — Tvöfaldan? — Já, hafið hann endilega tvöfaldan. Það verður víst ekkert of sterkt handa mérí kvöld. — Ég vona, að það sc ekkert alvarlegt að? Barþjónninn hellti viskíi í glas. — Fáið yður einn líka, barþjónn. — Ég þakka, herra minn. En ég ætla að láta mér nægja einn ein- faldan. Kvöldið er ekki svo áliðið enn. Gesturinn hellti sódavatni út I viskíið. Hann beið þangað til mesta gosið var rokið úr því, þá fékk hann sér sopa. — Eruð þér giftur, barþjónn? spurði hann. — Það er ég, herra minn, og ef mér leyfist að segja það, þá er ég hamingjusamur í mínu hjónabandi — Sama get ég sagt, eða rétt- ara sagt, — ja, ég veit varla, hvernig ég á að útskýra það. — Konan yðar skilur yður ekki? — Þér áttuð kollgátuna. En hvaðan vitið þér það eiginlega? — Oh,'maður lærir nú sitthvað um dagana. — Þérhafið að minnsta kosti rétt fyrir yður með það, að konan mín skilur mig ekki. Eða kannski réttara sagt, að ég skilji hana ekki. — Þetta virðist vera nokkuð flókið mál. — Það er líka flókið, það hefi ég þegar sagt. Mig langar eiginlega til þess að segja yður frá þessu, en þér hafið varla áhuga á því trúi ég. — Ég hlusta gjarnan, herra minn, það tilheyrir starfi mínu. — Ég hefi víst aldrei sagt yður, hváð ég heiti, og það getur svo sem líka verið alveg sama með það. Ég veit ekki heldur, hvort þér vitið, hvað ég starfa, en ég er sem sé bókhaldari. — Já, það er þó ágæt staða. — Það er hún svosem. En þegar ég segi bókhaldari, þá skuluð þér ekki hugsa yður mann í jakka úr gerfiefni með blekuga fingur eða neitt þessháttar, því svona er þetta ekki nú á tímum. Núna er þetta allt vélvætt, og það krefst heilmikillar sérþekkingar að kunna slíkt bók- hald. Það er sem sagt trúnaðar- starf, sem ég gegni. Og þó það geti Það var enginn gestur á barnum, og barþjónninn kinkaði kunnug- lega kolli til hans. — Jæja, það eruð þá þér, herra minn, sagði hann, eruð þér komnir til þess að sækja hattinn yðar? — Hattinn minn? — Já, þér gleymduð hattinum yðar í gær. Þér hafið kannski ekki saknað hans? — Nei, satt að segja hafði ég alls ekki saknað hans. En ég var víst ekki alveg með sjálfum mér í gær. — Or þvl að þér sjálfir segið það, þá get ég víst tekið undir að þér virtust nú vera svolítið utan við yður. — Það var ég svo sannarlega. Ég skal segja yður, ég hafði tekið mjög alvarlega ákvörðun. Ég hafði ákveðið að myrða konu. — Hvað þá? Barþjónninn horfði á hann. Það var þó hræðileg ákvörðun. Ekki hefði ég trúað slíku á yður, herfa minn. Nei? En ég myrti hana nú heldur ekki, þegar til kom. — Það gleður mig að heyra, herra minn, það gleður mig sannarlega. En hversvegna vilduð þér myrða bessa konu? auðvitað ekki verið jafn skemmti- legt upp á hvern dag, þá er það samt ekki leiðinlegra en svo, að hægt er að lifa það af. Ég cr eiginlega ánægður með stöðuna mína, og ég get heldur ekki kvartað yfir laununum. Ég er ekki beinlín- is efnaður, en okkur vanhagar hins- vegar ekki um neitt. Við eigum raðhús í Glostrup og bíl. Auð- vitað engan lúxusvagn, en góðan nothæfan bíl af meðalstærð. Við höfum að sjálfsögðu Isskáp og þvottavél, olíukyndingu og sjón- varp. Við eigum land uppi á Norð- ur-Sjálandi, þar sem við vonumst til þess að geta byggt sumarbústað eftir nokkur ár. Ég hefi sem sagt ekki yfir neinu að kvarta, eða hvað? — Það lítur ekki út fyrir það, herra minn. — Mér líkar vel við konuna mína. Ég vil ekki segja, að ég elski hana, því það finnst mér ég ekki geta sagt eftir að hafa verið giftur henni I mörg ár. En mér líkar satt að segja mjög vel við hana, og okkur líður vel saman, eða leið, ætti ég ef til vill frekar að segja. Og svo eru það börnin, — við eigum tvö — dreng og stúlku, og þau held Uh... hann segir, aö viö ehe • megum ekki koma hingaö. Þaö er hreinasti ~~tm * í óþarfil Hvaö gaura jangur er þetta?/ Eh... trumbuslagari aö senda skilaboö um komu okkar. Frh.: Gullna ströndin, 36 VIKAN 43. TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.