Vikan

Tölublað

Vikan - 21.10.1976, Blaðsíða 39

Vikan - 21.10.1976, Blaðsíða 39
kærði sig ekki um mig framar, og ég mundi lenda í vandrseðum með að fullvissa hana um, að í raun og veru væri mér það mikill léttir. Það var næstum alveg sama, hvað ég gerði, allt var ómögulegt, og þessvegna ákvað ég að myrða Lilly. — Þetta hljómar óhugnanlega, herra minn. — Já, en ég hafði nú ekki hugsað mér að myrða hana sjálfur. Ég vissi ekki, hvort ég ætti heldur að láta hana týni Hfinu í slysi eða láta hana fremja sjálfsmorð. En ég valdi seinni kostinn. Lilly hafði framið sjálfsmorð, vegna þess að ég hafði látið hana skilja á mér, að allt væri búið okkar í milli. Þegar ég hafði komið upp á herbergið hennar, hafði ég fundið hana meðvitundar- lausa með tómt svefnpilluglas við rúmið og bréf á náttborðinu, þar sem lesa mátti, að hún hefði tekið þessa hryllilegu ákvörðun, vegna þess að hún gæti ekki lifað án min. Ég hafði að sjálfsögðu hringt á sjúkrabíl, en það hafði verið of seint. Þegar við komumst á spítal- ann, var Lilly látin. Þetta var mikið áfall fyrir mig á vissan hátt, en kannski hafði það þrátt fyrir allt verið það besta, sem fyrir gat komið úr þessu, og nú hefðum við, konan mín og ég, tækifæri til þess að byrja upp á nýtt, og Lilly myndi ekki framarstanda á milli okkar. — Hvað sagði konan yðar við þessari sögu? — Ég komst aldrei svo langt að segja henni hana. Þegar að því kom varð ég hræddur um að mér myndi ekki takast að framkvæma þetta. Konan mín mundi auðvitað heimta allar skýringar í smáatriðum. Á hvaða spítala var farið með hana? Hafði lögreglan komið? Átti Lilly aðstandendur, og var búið að til- kynna þeim um þetta? Kannski hefði konan mín heimtað að vera við jarðarförina. Þetta yrði allt ein hringavitleysa. Ég hætti við þetta allt saman og gerði nokkuð annað. Ég sagði konunni minni sannleik- ann, hvernig þetta hefði byrjað með saltkjöti og baunum, ég sagði frá fríkvöldunum mínum og ferðalög- um minum. — Það var sjálfsagt það exna rétta. — Það eina rétta! — Nei, það var það vitlausasta, sem ég gat gert. Konan min brotnaði alveg, þegar ég sagði henni þetta. Hér hafði hún gengið og þrælað sér út við að halda heimili okkar hreinu og fáguðu og við að búa til góðan mat handa mér, og svo kaus ég heldur að borða á veitingastöðum og búa á hótel- herbergjum. Þetta var sú mesta háðung, sem ég hafði sýnt henni. Að ég hefði átt mér ástmey, hafði auðvitað sært hana, en slíkt hafði hún þó heyrt um áður. En að ég kysi heldur að vera með sjálfum mér en henni, það lá langt fyrir utan öll skiljanleg mörk, og þetta hafði móðgað hana svo djúpt, að nú heimtar hún skilnað. — Þetta er þó raunaleg saga, herra minn. En haldið þér ekki, að þér getið fengið konuna yðar til þess að skilja yður? — Ég er hræddur um, að það verði erfitt, og það er kannski líka erfitt að útskýra þetta. En sjáið þér til, barþjónn, á litla veitinga- staðnum, þar sem ég fór inn í upphafi, varpianó. Ég geri ráð fyrir, að þar hafi verið leikin tónlist seinna á kvöldin. Við borð á bak við píanóið sat maður. Hann hafði ölglas á borðinu fyrir framan sig, hallaði höfðinu upp að píanóinu og bara horfði fram fyrir sig án þess að horfa á neitt sérstakt. Ég veit ekki, hvernig ég á að koma orðum að þessu, en mér-finnst, að það hljóti að vera almenn mannréttindi að mega við og við sitja og halla höfðinu upp að píanói. Ekkert annað, bara sitja með höfuðið upp að píanói og vera maður sjálfur. En þetta fæ ég aldrei konuna mína til að skilja. — Og hvað hafið þér þá hugsað yður að gera núna, herra minn? — Ég veit það satt að segja ekki. Ef konan mín breytir ekki um skoðun, er ég hxæddur um, að ég hafi eyðilagt lif mitt. Ég get með engu móti hugsað mér að lifa án hennar og barnanna. Ef hún raun- verulega heldur fast við að vilja skilja við mig, þá veit ég ekki, hvað ég geri — æi, það er víst alltof heimskuleg hugsun. — Um hvað voruð þér að hugsa? — Ja, það er sko bara þetta, það vill víst ekki svo til, að þér þekkið stúlku, 27ára gamla, sem er rauð- hærð og heitir Lilly? — Því miður, herra minn, það geri ég ekki. — Nei, auðvitað ekki, ég hafði svo sem heldur ekki búist við þvi. En gefið mér þá að rninnsta kosti einn tvöfaldan í viðbót. TEMJUM SKRÍMSLIÐ Fáir eru víst ánægðir með launin sin nú til dags, og sumir eru óánægðir en aðrir cins og gengur, lita líka misjafnlega stórt á sín vcrk, þannig að með samanburði við hina og þessa hópa er auðvelt fyrir flesta að benda á citthvert misrétti. Hn sumir hafa betri aetöðu en aðrir <il að vekja athygli á kröfum sinum um bætt kjör. Besta aðstöðuna hafa líklega starfsmenn hljóðvarps og sjón- varps. Það fer ekki framhjá neinum, ef þeir leggja niður störf. Að visu snerust vopnin nokkuð í hendum starfsmanna hljóðvarpsins, þegar þeir scttu bann á yfirvinnuna, þvi það stóð öllum á sama um það. Menn hentu bara gaman að þessari daglegu yfirlýsingu: Fréttaauki verður cnginn í kvöld vegna yfirvinnubanns starfsmanna- félags ríkisútvarpsins — og hlustuðu síðan fegnir á létta tónlist í staðinn fyrir grafalvar- legheit misjafnlega áheyrilcgra fréttamanna. Sjónvarpsmenn hafa líklega séð af þessu, að það þýddi ekkert hálfkák. En svo undarlcga vildi til, að almcnningur brást hreint ekki vcl við aðgerðum þeirra. Að óreyndu hefði ég að minnsta kosti átt von á meiri samúð fólksins með þeim. Nóg var um málið talað, ekki vantaði það, en flestir töldu þetta fólk hafa „fjárans nóg”, það þyrfti ekkert að vera að bclgja sig, og fæstir vildu viðurkenna, að þeir sökn- uðu sjónvarpsins hið minnsta. Einmitt þetta síðastncfnda varð mér nokkurt umhugsunar- efni. Hvcrs vegna skyldi fólk helst aldrei vilja viðurkenna, að það horfi svo sem nokkuð i sjónvarp? Þessi fullyrðing hcyrist ákaflega oft I viðræðum fölks, að ekki sé nú minnst á, þegar blöðin fara að leita sér fanga í sina daglcgu spurningaþætti. Af svörum viðmælenda þcirra mætti nú ætla, að hérlcndis horfði ekki nokkur sála á sjón- varp. Þ6 sögðu ærið margir i sambandi við verkfailið um daginn, að það væri ósköp gott að fá hvíld frá því — og varla þurfa menn kærkomna hvíld frá einhverju, sem þeir horfa aldrei á — eða hvað? Einhver vill sjálfsagt halda þvi fram, að þessi afstaða stafi af því, hversu lélegt sjónvarpið er, en það er vissulega mjög út- breidd skoðun og hefur lika nokkuð sér til stuðnings. Miklu þyngra vcgur þó sú innræting, sem átt hefur sér stað, að allir verði að aðgerðarlausum imbum af því að glápa á sjónvarp — og enginn vill láta tclja sig með imbum. Ég leyfi mér að and- mæla þvi, að sjónvarpið sem slíkt þurfi cndilega að gera menn upp til hópa að viljalaus- um bjánum. Vissulcga cr sjónvarpið sterkur fjölmiðill. Það er ekki nóg með, að þetta apparat standi þarna úti í horni og rifi sig, heldur stafar það geislum sinum út í stofuna og seiðir mann til sín, einmitt á þeim tíma dags, sem maður cr veikastur fyrir, á kvöldin. En mér finnst hreinn óþarfx að gefat upp fyrir þessu skrímsli. Við eigum að temja það. Við eigum að slökkva á þvi, þcgar okkur finnst það vera farið að ráða yfir tíma okkar, og það má gjarna vera lokað i nokkra daga, cf okkur fmnst við vera orðin alvarlega háð því. 1 slíkum tilfellum á fólk bara að drifa sig í heimsóknir til kunningjanna eða bjóða til sín gestum, fara i leikhús og bíó eða í göngufcrðir. Og foreldrar ættu að prófa það til dæmis citt föstudagskvöld að bjóða börnum sinum upp á spil og leiki i staðinn fyrir sjónvarp. Slík kvöld yrðu árciðanlcga fleiri. Og það væri vel. Því að sjónvarpið á ekki að vera hús- bóndi okkar, heldur þjónn. K.H. MEÐftb ftNNftRRft QRÐft 43. TBL. VIKAN 39

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.