Vikan

Tölublað

Vikan - 21.10.1976, Blaðsíða 11

Vikan - 21.10.1976, Blaðsíða 11
)) .iimw- Þetta þýðir ekki, við höfum ekki efni á að vera heima, við verðum að fara til útlanda í fríinu. Hegðaðu þér nú skikkanlega. Mér er sama, hvað mamma þín hefur sagt, i þessu starfi ertu tilneydd að tala við ókunnuga. I NÆSTU VIKU HANDAVINNUSYRPA NR. 2 Handavinnusyrpan í 40. tbl. sló i gegn, það er enginn vafi á því. Við höfum fengið fjölda upphringinga frá ánxgðu fólki, sem segist vera orðið þreytt á að fara eftir útlendum blöðum og dauðfegið að fá uppskriftir á islensku. Við látum ekki segja okkur svona lagað tvisvar og vindum okkur í aðra syrpu, sem fylgir nxstu VIKU. Ht^verður með svipuðu sniði, sitt af hverju tagi á átta síðum, sem kippa má út úr blaðinu í heilu lagi og geyma. VIKAN I CHICAGO Það eru ekki mörg ár síðan utaniandsferð var nokkuð, sem í frásögur þótti fxrandi. Þá hét það ,,að vera sigldur" að hafa komist til útlanda og þótti talsverð forfrömun. Nú er utanlandsferð að verða nánast hversdagslegur hlutur fyrir mörgum, en po trúum ' ið ekki öðru en frásögn af ferðalagi blaðamanns til Cnicagu veki forvitni margra. Blaðamaður Vikunnar brá sér til þessarar xvintýraborgar fyrir skömmu, og I nxstu VIKU birtist lýsing á ferðalaginu. SEIGUR ER SIGMAR nefnist grein í nxsta blaði um Sigmar í Sigtúni. Greinin hefst á þessum orðum: ,,Hann kom til borgarinnar fyrir txpum 30 árum, þá fátxkur austfirðingur I leit að gxfunni og átti ekki ,,bót fyrir rass”, En á þessum 30 árum hefur honum tekist að verða einn af þekktari veitingamönnum í Reykjavík, eignast stóra byggingu fyrir starfsemina, einbýlishús, eiginkonu, börn og harmóníku og spilar nú á það allt eftir hentugleikum”. VERÐANDI MÖMMUR OG PABBAR Þegar von er á fyrsta barninu, er hinum verðandi foreldrum margt óljóst, hvað meðgönguna og sjálfa fxðinguna varðar. Frxðslunámskeið fvrir tilvonandi foreldra hafa verið haldin undanfarin ár á vegum mxðradeildar Heilsuverndarstöðvar Reykjavíkur og verið vel sótt. Nýlega lauk fyrsta námskeiðinu í vetur, og þar var VIKAN til staðar og birtir frásögn af námskeiðinu í nxsta blaði. EINSTÖK ÁSTARSAGA Á heimili þeirra Natalie Wood og Roberts Wagner skipa tveir silfurbikarar heiðurssess. Þau fengu þá í brúðkaupsgjöf frá Spencer Tracy, þegar þau giftust í fyrra skiptið. Þegar þau skildu, tóku þau hvort sinn bikar, cn nú standa þeir aftur hlið við hlið á heimili þeirra I Palm Springs. Nú eru þau I fyrsta sinn raunverulega hamingjusöm, og þau xtla að láta hjónabandssxluna vara að eilífu. Engin kvikmyndasaga slxr út þeirra eigin ástarsögu. Sjá nxstu VIKU. VIKAN.' Otgefandi Hilmir h.f. Ritstjóri: Kristín Halldórsdóttir. Blaðamenn: Trausti Ölafsson. Guðmundur Karlsson, Ásthildur Kjartansdóttir, Halldór Tjörvi Einarsson. Otlitstciknari: Þorbergur Kristinsson. Ljósmyndari: Jim Smart. Auglýsingastjóri: Ingvar Sveinsson. Ritstjórn, auglýsingar, afgreiðsla og dreifing Síðumúla 12. Símar 35320-35323. Pósthólf 533. Verð í lausasölu kr. 300. Áskriftarverð kr. 3.350 fyrir 13 tölublöð ársfjórðungslega, kr. 6.320 fyrir 26 tölublöð hálfsárslega eða kr. 11.700 í ársáskrift. Áskriftarverð greiðist fyrirfram. Gjalddapar: nóvember, febrúar, maí, ágúst. 43. TBL. VIKAN 1 1

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.