Vikan

Tölublað

Vikan - 21.10.1976, Blaðsíða 21

Vikan - 21.10.1976, Blaðsíða 21
HELEN MACINNES SNARÁI FUGL- ARANS fyrir rigningardembuna, sem hafði komið er þau fóru í gegnum Lienz. Er þau nálguðust nokkur dreifð hús, sá Irina bílana greinilegar. „Sumir eru látnir stansa,” sagði hún taugaóstyrk. „Hvers vegna?” „Fólkið vill það sjálft. Kannski þarf það að taka bensín eða breyta schillingum í lírur. Já, það er ekki svo vitlaus hugmynd.” Hann lagði hönd sína hughreystandi á handar- bak hennar. „Hið eina sem þú þarft að gera, er að sýna vegabréfið, brosa, og þakka fyrir þig um leið og þér er vísað í gegn. ítalimir með- fram veginum eru jafnvel vísir til að blistra á eftir þér. En hafðu engar áhyggjur hjartað mitt. Hér er engin gaddavírsflœkja.” Þegar David nálgaðist bilaröðina hægði hann á sér. En allt í einu beindist athygli hans að manni i gulum jakka, sem stóð í vegkantinum. Hann var með tösku milli fóta sér og leit á hvem einasta bíl er fór framhjá. David hafði séð þennan gula jakka úr tvö hundmð metra fjarlægð, enda var ekki hjá því komist og honum datt í hug að þetta væri einhvers konar nýtiskulegur þumalferðalangur. Þegar þau nálguðust hann, sá David hann greinilegar. Hann sá stór, kringlótt gleraugu, sítt hár, sem bærðist undan golunni sem barst eftir dalnum og gráa barta. „Mark Bohn,” sagði David furðu lostinn. „Fjandinn hafi það, þetta er MarkBohn.” Bohn leit á græna Mercedesbílinn er hann nálgaðist, en andlit hans var svipbrigðalaust. Þá mundi David allt í einu eftir því að enginn nema Walter Krieger vissi á hvers konar bil hann var. Hann ýtti á bíl- flautuna og veifaði með hendinni. „Ég held,” sagði hann og var ekki allt of hrifinn, ,,að okkur sé að bætast liðsauki.” Þetta var ferð, sem hann hefði helst kosið að fara án Bohns og hins óstöðvandi orða- flaums hans. En þarna fór önnur rómantisk hugmynd í vaskinn. Hann hafði hugsað sér að aka einn með Irinu framhjó Dólómítunum. Hann ók nú framhjá Bohn og benti á stað þar sem hann gat lagt bílnum. Þvílíkur staður og stund, sem Bohn hafði valið til þess að stöðva þau. Ætlaði hann að skapa umferðaröngþveiti þama? Hann var þó alltaf nógu óberandi, enda var það sjálfsagt hið eina, sem hann hugsaði um. David stansaði fyrir aftan nokkra bíla rétt hjá bensínstöð og leit við. „Hann tók ekki eftir okkur,” sagði hann og hristi höfuðið. Bohn virtist hikandi og dálítið utanvelta, jafn- vel ankannanlegur að sjá. Bros hans var orðið að innantómu gapi. En er hann sá Mercedesbílinn stansa brosti hann aftur. Hann þreif töskuna og flýtti sér í óttina til þeirra. „Er hann vinur þinn?” spurði Irina. „Já, og vinur þinn líka. En á meðan ég man, ég hef verið að furða mig á þessu bréfi. Hvers vegna sendirðu það til Bohns? Því ekki til útgefanda röður þins í London?” „Fyrir ári síðan sendi ég bréf til London. í því vom engin leyndar- mól, aðeins fjölskyldufréttir. En það var stöðvað á leiðinni.” „Hvar?” „Ég veit það ekki. Jiri skilaði mér því aftur. Hann sagði...” Hún þagnaði um leið og Bohn var kominn að bílnum. Jiri og aftur Jiri, hugsaði David. Hann hafði fengið andstyggð á þessu nafni. Jiri, Jiri, fari hann í rass og rófu. Hann steig út úr bílnum og heilsaði Bohn. „Ég var farinn að halda að þú myndir ekki stansa,” sagði Bohn. „Hvers vegna ekki? Mér sýndist þú vera hálfgerður strandaglópur.” Bohn brosti breitt. „Já, nú kann ég við þig Dave. Leggur saman tvo og tvo og færð út fjóra.” David leit ekki á þetta sem gullhamra, enda var tónninn í orðum hans þannig. En Bohn var svona gerður, hugsaði David, sérstaklega ef hann var í vondu skapi. Bohn teygði sig framhjó David og tók í höndina á Irinu. „Þú ert þó heil á húfi og helmingi fallegri, en þegar ég sá þig síðast. ” Irina horfði á hann og heilsaði kurteislega. „Hef ég breyst svona mikið?” sagði Bohn ertnislega. „Auðvitað er ég hárprúðari og fjögurra ára áhyggjur hafa bætt við nokkmm hmkkum. Auk þess er mér gjamt að þreytast, ef ég stend of lengi.” Hann settist í bílstjórasætið. „Ég er búinn að bíða í hálftíma eða lengur eftir ykkur. En ég var viss um að þið fæmð þessa leið. Lítils- háttar hugarleikfimi, sem jafnvel ég...” „Og hvemig komstu hingað?” skaut David inn i. „Fótgangandi?” „Nei, á þessari asmasjúku dmslu,” sagði Bohn og benti ó Citroenbifreið, sem verið var að draga upp að bensinstöðinni. „Hún gaf upp öndina rétt í þann mund, sem ég var að komast hingað. Enn af bifvélavirkjunum sagðist geta litið á dmsluna klukkan þrjú. En úr því að þið emð komin, þá ætla ég að láta þá í Salzburg sækja hana hingað. Jo tók hana ó leigu þar í gær.” „Og hvar er Jo?” „Ætli hún sé ekki komin hálfa leið til Merano ásamt Krieger. Mér seinkaði í Lienz, varð að bíða eftir símhringingu frá Miinchen. Ég verð helst að komast þangað í kvöld. Alvara lífsins byrjar á morgun og sveitasælan á enda.” Hann leit ó Irinu og sagði svo innilega. „Og hvemig líður þér? Það er stórkost- legt að allt skuli hafa gengið svona vel.” „Þessu er ekki enn lokið,” sagði David. „Og ef þú vildir nú vera svo góður að standa upp úr sætinu, þá er ég að hugsa um að aka biinum yfir að bensíndælunni þama. ’ ’ „Hvaða asi er þetta? Við höfum allan daginn fyrir okkur”. „Nei,” sagði David stuttur í spuna. „Irina, ertu með nokkra austurríska peninga, sem þú vilt fá skipt?” „Það er nógur tími til þess í Merano,” sagði Bohn og fór úr bíl- stjórasætinu. David settist inn í bílinn og þok- aði honum að bensíndælunni, sagði nokkur orð við starfsmanninn, en hélt siðan ófram að lúgunni þar sem hægt var að skipta gjaldeyri. I Merano gæfist ekki tími til annars en að hafa ssimband við Krieger og frétta nánar um áætlanimar í sambandi við Tarasp. „Hann er ekki aldeilis að sóa tím- anum,” sagði Bohn og snéri sér að Irinu. „Kannski ætlar hann alls ekkert að stansa í Merano.” Hann hló upphótt. „Alveg eins og hann snéri á okkur öll í Lienz. Við vomm meira að segja famir að efast um, hversu óreiðanlegur Dave væri.” Bohn renndi augunum yfir græna ullarkjólinn hennar. Hann hlaut að verða allt of heitur er sunnar kæmi. „Það var ástæðulaust að fara til Lienz,” sagði Irina. Hún fór dálitið hjá sér. Nú spyr hann áreiðanlega hvar við eyddum nóttinni. En það er ástæða til þess að stansa í Merano, hugsaði Bohn. Hann teygði sig inn í bílinn og tók upp vegakortið, sem lá við hliðina á Irinu. Hann horfði á það og hristi höfuðið. „Ég þori að ábyrgjast að þú braust þetta saman. Konur kunna hvorki að brjóta saman dagblöð né kort. Á ég að laga það fyrir þig?” Hann leit á þá hlið kortsins, sem viss upp. Hún sýndi hvar þjóðvegurinn lá í vestur frá Merano, en skiptist síðan. önnur leiðin lá í norður og inn í Sviss. (Hin leiðin lá í suðurótt, en hún sást aðeins að litlu leyti á þessum hluta kortsins og var þess vegna ekki eins þýðingarmikil.) Augu hans fylgdu nú þjóðveginum inn í Sviss, sem hélt áfram frá landamæmnum og lá í boga umhverfis þjóðgarðinn. Og hvað "ar þetta... pennastrik? Jó, strikao undir nafn ó einhveiju smóþorpi. „Hann er fallegur kjóll- inn, sem þú ert í," sagði hann og fletti sundur kortinu og braut það saman aftur eins og það átti að vera. En áður hafði hann náð að lita aftur á nafn þorpsins. „Verður hann nógu heitur í þessa ferð?” „Já, áreiðanlega.” Þau ætluðu þá ekki til Italíu þar sem ágústsólin gerði rakasæla dalina að eins konar bakarofnum. Hann hefði mátt vita, að Krieger gæfi villandi upplýsingar. Fjandinn hirði Cómóvatn, Mílanó og Walter Krieger. „Þarftu ekki kápu úr því að þið ætlið til Sviss?” Hann lagði samanbrotið vegakortið við hlið hennar. Trasp, Trasp, eitthvað í þá áttina. Hann ætlaði að líta betur ó sitt eigið kort seinna. „Ég er með eina.” 43. TBL. VIKAN 21

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.