Vikan

Tölublað

Vikan - 21.10.1976, Blaðsíða 29

Vikan - 21.10.1976, Blaðsíða 29
EFTIR CLAIRE RAYNER Það hafði ríkt undarleg stemmn- ing, þegar þeir hittust á föstu- dagskvöldið, Jonah og Gideon. Jonah hafði verið stífur og kulda- legur, og þótt honum tœkist að kveðja nokkum veginn kurteislega, þá var auðséð að honum likaði ekki að skilja við Abby eina með Gideon. Abby sagði við Jonah að skilnaði: „Hafði engar áhyggjur. Ég mun rœða málið við Gideon, og við munum finna einhverja leið, það er égviss um.” „Bamið er nú frænka mín, þrátt fyrir allt,” sagði hún seinna við Gideon þegar þau vom tvö ein eftir. „Og ég get vel skilið að hann sé áhyggjufullur hennar vegna. Ég held ekki að kráin sé — nógu — heilbrigt umhverfi fyrir litla telpu!” „Hvaða álit hefur móðir hennar á málinu?" spurði Gideon letilega. Ef hann átti að vera fullkomlega hreinskilinn, þá hafði hann ekkert álit á málinu. En Abby vildi fá að ræða málið við hann, og það ætlaði hann að leyfa henni. Hún var svo falleg þegar hún talaði. Hún sagði: „Ég veit það ekki! Jonah talar sVo lítið um hana. Ég hef aldrei hitt hana — og ég er ekki viss um að ég myndi kæra mig um það. Mér likaði aldrei við móður hennar.” „Þú hefur ekki enn sagt mér hvaða áætlanir þú hefur á prjón- unum,” sagði Gideon. „0, fyrirgefðu. Frænka mín þarf að komast í ömggt skjól, langt frá kránni og því umhverfi sem henni fylgir frá fimmtudegi til mánudags í hverri viku. Það mun verða mjög ánægjulegt fyrir mig, og Friðrik verður himinlifandi. Það verður hollt fyrir hann að læra að um- gangast einhvem sem er yngri og veikbyggðari en hann sjálfur. En ég þarfnast ráða þinna við eitt atriði.” „Hvað erþað?” Faðir hennar vill sjá henni fyrir menntun, en hefur ekki ráð á því. Ég hef hugsað mér að ráða kennslu- konu til mín, en skyldur hennar yrðu ekki aðeins bundnar við kennslu. Ég held að skynsöm stúlka ætti að geta lært bókhald, og það myndi flýta mikið fyrir mér. Það er nefnilega svo margt sem gera þarf í sjálfri verksmiðjunni, og ég þyrfti að geta eytt meiri tíma þar.” „Æ, nei!” sagði Gideon, og hún Ieit undrandi á hann. „En.Gideon, ég hefði haldið að þú sæir hagkvæmnina í þessu fyrir- komulagi.” Það varð löng þögn. Síðan sagði Gideon feimnislega: „Ég óttaðist að það þýddi að ég yrði að vinna með þessari kennslukonu þegar 2. HLUTI farið er yfir bækumar. Og ég get ekki hugsað mér að hitta þig ekki á miðvikudögum. Fyrir mér em þessir fundir hápunktur vikunnar.” „En Gideon,” sagði Abby óömgg, „þetta var fallega sagt — ég er glöð yfir að við skulum vera svona góðir vinir. ” Allt í einu virtist hann vera óendanlega ungur. „Ég var ekki eingöngu með vinóttu okkar í huga, Abby, þó að ég kunni vel að meta vináttu þína. Ég átti við — aðrar tilfinningar og mikilvægari. ” Nú var hann hvorki ungur né feiminn lengur, en virtist aftur ó móti vera mjög ömggur. Og nú var komið að henni að roðna. „Ekkert er mikilvægara en vin- átta.” „Ertu viss um það Abby?” sagði hann mjúklega. Hún leit undan og sá á borðinu litlu myndina af James, sem hafði verið máluð aðeins sex mánuðum fyrir dauða hans, þegar þau höfðu bæði vitað þó að hvomgt þeirra minntist á það, að slík mynd yrði það eina sem hún hefði til minningar um hann á komandi ámm. I herberginu hjá henni sat nú drengurinn sem hefði komið henni til hjálpar þegar erfiðleikamir vom sem mestir. Og hún leit aftur á litla málverkið og rólegt andlit James. Hún starði á rauða hárið sem Friðrik hafði erft, og hún hugsaði um manninn sem hún hafði elskað svo heitt, að hún hafði yfirgefið og fórnað vinóttu við foreldra og syst- kini. Hana svimaði, og hún dró djúpt að sér andann til að koma reglu á hugsanimar. „Gideon, þú getur verið viss um að engin breyting mun verða á sambandi okkar,” sagði hún varlega. „Það gleður mig”, sagði hann einfaldiega og það var eins og þetta hættulega augnablik hefði aldrei komið. Þar sem hún stóð nú í verksmiðj- unni og drakk sterkt te úr málm- bolla fann hún óróleikann frá þessu kvöldi koma yfir sig aftur, og hún reiddist sjólfri sér. Líf hennar hafði verið einfalt og þægilegt svo lengi. Það höfðu aðeins verið hún, Friðrik og verksmiðjan. Gideon hafði alltaf verið einhversstaðar nálægt, svo ömggur, svo líkur sjálfum sér. Ení nú var hann ekkert líkur sjálfum sér lengur. Hún hristi höfuðið. Auðvitað hafði hann ekki breyst svona snögg- lega. Það var hún sem allt í einu 43. TBL. VIKAN 29

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.