Vikan

Tölublað

Vikan - 21.10.1976, Blaðsíða 3

Vikan - 21.10.1976, Blaðsíða 3
Viðtal við Ebeneser Ásgeirsson í Vörumarkaðinum Ebb’o’Ebbi eru á toppnum. 1 orðsins fyllstu og víðustu merkingu. Þau búa í nýju sérsmiðuðu draumahúsi, sem er byggt uppi á þaki Vörumarkaðarins. Þar búa þau tvö ein, í húsi, sem Salomon konungur hefði gefíð allar sinar eigur til að fá að vera i baðherberginu einu. Gróður er fluttur upp til þeirra, þar sem þau eru ,,á toppnum”. Vörumarkaðurinn er lika ,,á toppnum”, búinn að leggja undir sig alla bygginguna, og opnar nýja deild i kjallaranum nú i mánuðinum. Svefnherbergi þeirra hjóna. svo að við Eiríkur keyptum fyrir- tækið í sameiningu, og þar hóf ég vinnu. Upphaflega var erfið leiðin með fyrirtækið, ég varð jafnan að vinna þar frá því snemma á morgn- ana og langt fram á kvöld eða nótt. Eina farartækið, sem ég hafði þá, var reiðhjól, og hjólaði ég á því um allan bæ, oft með gardínur á bakinu, kappa á brjóstinu og i öllum veðrum. Þetta gekk nú samt eftir öllum vonum, ég lærði mikið í landi og hafa skapað ákveðið vöru- verð, en jafnvel þar sem þau hafa ekki verið, hafa verslanir víða haft svokallað ,,biðandi verð" sem þær hafa í flestum tilfellum farið eftir. Því var það þannig, að fólk var farið að venjast sama verðinu allsstaðar á sama hlutnum og erfitt og tíma- frekt að sýna fram á, að mögu- leikar væru á að hafa einhverskonar ..milliverð”, sem menn eru nú samt farnir að sjá betur og betur. — Það er eins og ég hafi heyrt þetta áður, en þá hafa menn bara notað báðar aðferðirnar... — Það er ég hræddur um að gangi ekki til lengdar, hérna hjá okkur. I einstaka tilfellum hafa menn reynt að samræma þær báðar, en þá helst þar sem um ein- hversskonar einokunaraðstæður er að ræða, eða að önnur eftirsótt þjónusta við kaupendur er látin þar af hendi jafnframt. — Hún heitir Ebba Thorarensen og er ættuð frá næsta húsi við mig á Flateyri. — Er Ebba fullt nafn? — Já, það vill svo einkenniiega til, að við heitum bæði eftir sama manni, Ebeneser Sturlusyni, er þar bjó. Árið 1949 fór ég svo til Reykjavíkur, en þá var þar enga atvinnu að hafa. Þá fór ég vestur i Stykkishólm, þar sem ég fékk starf sem verslunarstjóri hjá Sigurði Ágústssyni og var þar til 1952, fór þá aftur til Reykjavíkur — en þar var þá sama sagan, að ekkert var að gera. Þá komst Eiríkur bróðir minn aðþví, að fyrirtækið „Hansa” væri til sölu, en það hafði hafið fram- leiðslu á gluggatjöldum. Lauk þvi trésmíði og fleiru, og svo kom, að við bræður gátum keypt hæð undir starfsemina, sem við síðan byggð- um ofan á. Enn seinna keypti ég af Eiriki bróður mínum hans hluta í fyrirtækinu og rak það einn í nokkur ár. Ég kappkostaði að taka allar nýjungar í þjónustu fyrir- tækisins, sem kostur var á, og vélvæddi það eins og mögulegt var. Þegar ég seldi það svo fyrir um 10 árum, þá unnu þar 25 manns. En nú er Hansa hætt að starfa. — Veistu hver ástæðan er? — Nei ekki veit ég það? En þá hafði ég fengið í kollinn þá hug- mynd, að þörf væri fyrir verslun, sem færi milliveginn með verð, milli heildsölu- og smásöluverðs. Ég hafði að visu aldrei heyrt um slíkt áður, en dreif mig-til Svíþjóðar og Danmörku, en fann slíkt fyrir- bæri hvergi. Ég hafði samt verið svo bjartsýnn að hefja byggingu á húsinu og þrælaðist nú í því að innrétta neðstu hæðina fyrir slíka verslun. — Það er rétt að segja hverja sögu eins og hún er, — að fólk tók þessu í fýrstunni ekki eins vel og ég hafði búist við. Kannski var það líka að einhverju leyti mér að sjálfum að kenna, því vegna J>en- ingaleysis gat ég ekki veitt þvi þá þjónustu í uppþafi, sem nauðsynleg er. Og fyrstu tvö til þrju’árin voru erfið, skal ég segja þér. Það tók langan tíma að kynna þetta nægi- lega vel fyrir fólki. Verðlagsákvæði hafa verið í gildi svo lengi hér á (Jr skrifstofu Vörumarkaóarins. — Áður en lengra er haldið, Ebeneser, viltu segja mér eitthvað frá þinum störfum þar til þú stofn- aðir Vörumarkaðinn? — Já, það er ef til vill ekki mikið að segja, en ég ólst upp á Flateyri ásamt mínum systkinum og fór síðan í Verslunarskólann. Eftir að námi lauk þar, fór ég heim aftur, gifti mig og byrjaði búskap. — Giftir þig, segirðu. Hver er eiginkonan? 43. TBL. VIKAN 3

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.