Vikan

Tölublað

Vikan - 21.10.1976, Blaðsíða 23

Vikan - 21.10.1976, Blaðsíða 23
nærri mér, hugsaði David, en samt er ég ekki í rónni. Krieger hefur rétt fyrir sér. Fólk talar of mikið og Bohn er kjaftaskur af guðs náð. „Ég er alveg sammála þér,” sagði David. „Næturakstur er sóun á dýrmætum tíma.” Hann leit við og horfði glettnislega á Bohn. „Hvers vegna ertu þá á þessu spani?” ,, Vegna þess að ég vil heldur vera í Merano en að aka eftir þessum fjandans vegi með báðar hendumar á stýrinu.” Hann leit á Irinu. Hún var einkennilega þögul og horfði á þverhnípta hamra, er gnæfðu upp af þéttvöxnum skógum og bylgjandi ökmm. „Héðan af,” sagði David, „mun sjóndeildar- hringur þinn ekki nó lengra en að þessum fjöllum. Besti tíminn er snemma á morgnana rétt fyrir dögun.” ,, Þá höldum við ekki áfram fyrr en á morgun?” sagði hún brosandi. Hann lagði handlegginn utan um axlir hennar og dró hana til sín. „Við fömm þegar okkur þóknast.” „Og hvað heldurðu að Krieger finnist um það?” sagði Bohn. „Hvað fannst honum í Lienz?” Andartak starði Bohn fram fyrir sig. Hann tók ofan gleraugun og pússaði þau með silkihálsklútnum sínum. „Ekkert sérstakt.” Hann setti þau í brjóstvasann og lokaði augunum. „Ef ykkur er sama,” sagði hann, „þá ætla ég að fá mér hænublund. Þverhnípt fjöll em ekki í miklu uppáhaldi hjá mér. Má ég þá heldur biðja um fjölfama götu í stórborg.” í fyrstu sofnaði hann ekki. Hann lokaði augunum og hlustaði, en þau sögðu ekkert markvert, sem hann gæti bætt við skýrslu sína. Vissulega aettuðu þau til Sviss. Sennilega til Engadine og það snemma í fyrramálið. Það vom þessar tvær hættulegu dagbækur og svo var það breska vegabréfið. Hvað snerti Dave og Irinu, þá ætlaði hann ekkert að minnast á samband þeirra. Ef Jiri Hrádek frétti af því, gat verið hætta á ferðum. Og Bohn kærði sig ekki um neitt slíkt. Hann fyrirleit ofbeldi meira en nokkuð annað. Hann þóttist nú hafa góða samvisku og sofnaði þar sem hann sat þarna í hnipri í aftursætinu. Þegar hann vaknaði aftur vom þau komin til Brixen. „Sjáumst í New York,” sagði David. „En Irina?” „Ég veit það ekki," sagði hún döpur í bragði. „Það fer eftir..." „Jæja, en þegar þú hittir föður þinn, berðu honum þá kveðju mina. Spurðu hann hvort ég megi ekki eiga við hann viðtal einhvem tíma þegar honum hentar.” „Því ætti hann að vilja það,” sagði David fmntalega. „Ja, þegar allt kemur til alls, þá átti ég upptökin að þessum flótta.” „Jó, og þakka þér fyrir það,” sagði Irina. „Ég skal segja föður mínum...” „Vertu blessaður,” sagði David. „Þú getur hririgt á leigubil héma.” Hann benti i áttina að kaffihúsi og stansaði þar fyrir utan. „Ég skil fyrr en skellur í tönn- unum,” sagði Bohn og brosti. Brosið var enn á sinum stað, þegar bíllinn renndi af stað. Hann tók upp töskuna sína og fór að spyrjast fyrir um, hvar hann gæti hringt til Vínar. Skilaboðum hans yrði komið áfram til Tékkóslóvakiu og það ekki um seinan, enda hafði David ekið hratt. Skelfilegir bjálfar em þetta... Bohn bældi niður hlátur. Ef hann hefði farið frá Lienz i morgun, fullur af áhyggjum (Krieger, þrjóturinn sá arna, hversu mikið vissi hann?), væri hann nú staddur einhvers staðar uppi á þessum fjallstindum, sem Dave dóðist svo mjög að. Já, þetta vom aular, allt upp til hópa. Framhald í næsta blaði. GISSUR SULLRA53 BIlL KAVANAGU £. FRANK FLETCUER ....áslðustustundufrá Snobbhjónunum, sem þau gátu ekki meö nokkru móti hafnaö! 43. TBL. VIKAN 23

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.