Vikan

Tölublað

Vikan - 21.10.1976, Blaðsíða 40

Vikan - 21.10.1976, Blaðsíða 40
UPP OG NIÐUR Í LYFTU. Kæri draumráðandi! Mig dreymdi, að ég ætti að bjóða gestum til matarboðs. Mér fannst ég eiga heima á frekar ríkmannlegu og fínu heimili. Þetta var stórt hús með gömlum húsgögnum, en afskaplega fínum og verðmætum. Einn gestanna var strákur, sem ég var með í marga mánuði, en við hættum saman fyrir nokkru. Ég held, að með honum hafi verið systkini hans. Mérfannstég hefði ekki lengi átt heima á þessu glæsilega heimili, því strákurinn og þau hin stóðu mér einhvern veginn nær í fátækt sinni en þetta ríka fólk, sem þarna bjó. Mér þótti vænna um það. Ég fór og sótti þau til matarboösins og mér fannst ég rata vel um göturnar, þótt þær væru dimmar. Svo lögðum við af stað til fína hússins, og eftir dálitla stund blasti það við okkur stórt og mikið llkt og gamall herragarður, sem er allt í einu kominn inn [ stórborg. Állan tímann á leiðinni hélt strákurinn.fast utan um hönd mina, svo það lá við ég fyndi til. Svo komum við að húsinu, og ég hljóp upp tröppurnar full af lífsgleði og ánægju I hvítum sportsokkum og hringdi bjöllunni. Þjónn kom til dyra. Stuttu seinna birtist húsmóðirin, og ég dró strákinn til hennar og sagði: Þetta er H....I Konan brosti og heilsaði honum, en spuröi mig svo, hvort ég vildi ekki sýna þessum vinum mínum hitt húsið, því maturinn væri ekki til. Ég sagðist skyldi gera það. Þá sagði H við mig, að ég skyldi bara reynd að gleyma sér og þeim, sem voru með honum. ég hefði það miklu betra núna. Þá varð ég hálf reið og sagði, að það vildi ég ekki, því þau hefðu reynst mér best af öllum og ég væri frjáls minna gerða, og þar af leiðandi væri ég þar, sem ég kynni best við mig. Þá þagði hann og brosti bara. Samtfannst mér þetta rétt hjá honum, ég væri ekki lengur alveg frjáls. Svo komum við til hins hússins, og ég fór að sýna það, en þar voru margir menn að vinna. Við fórum inn í lyftu, en það voru margar í húsinu, og ætluðum upp, en lyftan bilaði og húrraði niöur. Það var kona í lyftunni, sem ýtti á stansrofa, og við fengum aðstoð við að komast út úr lyftunni. Svo var ég komin inn í aðra lyftu, en hún bilaöi iíka og þaut langar leiöir niður, en ég áttaði mig og ýtti á rofa og ætiaði upp á 5. hæð, en lyftan þaut miklu hærra upp, og veggirnir þrengdust sífellt, og að lokum gat ég varla hreyft mig. þá ýtti ég aftur á stansrofann og tókst að lokum að komast út úr lyftunni, en um leið og ég komst út, þaut lyftan aftur niöur. Mér fannst ég vera á einhverjum lyftupalli, og hann var eitthvað bilaöur líka, hann hristist og seig eitthvað niður líka. Ég hrópaði til fólksins, að það yldi passa sig á þessum lyftum, þær væru allar meira og minna bilaöar. Þá komu til mln maður og kona, sem virtust ráða einhverju þarna, og hann sagði mér, að svona fínt fólk ætti ekki að vera að flækjast þarna. En ég sagðist ekki vera neitt fínt fólk. Kunningja mtnum var ég löngu búin að týna og fann til mikils saknaðar og vildi leita aö honum og þeim, sem með honum voru, en einhverra hluta vegna gat ég það ekki. Mér fannst ég hafa elst heilmikið. Ég vona, háttvirti draumráðandi, að þú getir fundið eitthvað út úr þessum draumi mínum. Bogmaður nr. 59. Tími mikilla breytinga og umbrota er nú framundan iþinu iífi, og þú átt eftir að lenda i nokkrum erfiðieikum. Þú vilt þessar breytingar sjáif, en ræður iiia við þær kringumstæður, sem skapast. Þig langar tii aö snúa aftur, en kemst að raun um, að þess er ekki kostur. Þessi umskipti i iifi þínu munu að vtsu færa þér betri afkomu og vissa upphefð, en þár mun eitthvað finnast skorta á hamingjuna. SILFURHJÖRTUN. Kæri draumráðandi! Mig langar mjög mikiö aö fá ráðningu á draumi, sem mig dreymdi í vor og get ekki hætt að hugsa um. En draumurinp er þannig: Mér fannst ég sitja ein inni [ stofu við saumavél, og var allt þar inni eins og það er venjulega. Kemur þá dóttir mín inn og staðnæmist rétt hjá mér, og mér finnst hún eitthvað svo hugsandi og hálf óánægö. Á brjóstinu hefur hún geysilega stórt silfur- hjarta, sem er samansett af mörgum minni hjörtum, en þrjú hjörtu voru eitthvaö snúin, voru þau hægra megin, þar á meðal neðsta hjartað, sem hún lagfæröi síðast og segir síðan: Mamma sjáðu, heldurðu, að þetta veröi ekki bara allt (lagi? Og ég svara, að ég haldi þaö. Og þannig endaöi draumurinn. Með fyrirfram þökk fyrir ráðningu, A.A. Draumurinn endurspeglar áhyggjur þínar af dóttur þinrii, enda mun hún vinmörg og eftirsótt. Hún á erfitt með að gera upp við sig, hverstandi hjarta hennar næst og leitar þinna ráða i þeim efnum. Kæri draumráðandi! Mig langar að biöja þig ráða eftirfarandi draum, sem mig dreymdi, þegar ég var stödd erlendis í sumar. Mér fannst ég og strákurinn, sem ég var með, fara út að labba og til að versla. Þetta var að degi til. Ég fer síðan inn [ einhverja búð þarna, og hann ætlaöi aö b(ða fyrir utan. Þegar ég svo kem aftur út úr búðinni, þá kem ég hvergi auga á strákinn. Ég leita nú lengi þarna [ nágrenninu, en það er mikill fjöldi fólks á götunum og mjög heitt [ veðri. Annaö slagið finnst mér ég sjá hann, en hann hverfur alltaf í fjöldann þess á milli. Að lokum finn ég hann, þegar tekið er að kvölda. Hann spyr hissa, hvar ég hafi verið allan þennan tíma, því hann hafi verið að leita að mér allan daginn. Þegar ég segi honum, að ég hafi ekki séð hann, þegar ég kom út úr búöinni, þá verður hann mjög undrandi og segist alltaf hafa beðið fyrir utan búðardyrnar, en síðan þegar ég ekki kom, hafi hann farið að leita aö mér, og eins og var með mig, þá hafði hann alltaf séð mig öðru hvoru, en síðan misst af mér. En eftir þetta hélt hann alltaf [ höndina á mér og sagðist aldrei vilja týna mér aftur. Ég vona, aö þú svarir mér fljótt. Með fyrirfram þökk, S.S. Þið gefið hvort öðru ti/efni tii talsverðarar tortryggni á næstunni nema það sé þegar komið fram. Hins vegar sættist þið fu/ikom- lega aftur. GULLHRINGUR MEÐ RAUÐUM STEINI. Kæri draumráðandi! Ég sendi þér eftirfarandi draum, sem gaman væri að heyra, hvernig þú ræður. Mér fannst ég vera aö búa mig til einhvers mannfagnaðar, og kemur þá upp í hendurnar á mér gullhringur fremur mjór með rauðum steini. Finnst mér hálfvegis þetta vera gamall hringur, sem ég átti fyrir mörgum árum, en týndi, þó var ég ekki viss um þetta. Ég setti hringinn upp, annað hvort á löngutöng eða baugfingur, fremur held ég þann síðarnefnda. Ég kem svo inn, þar sem er margt fólk samankomiö, og virðist þetta helst vera á dansstað og fremur skuggsýnt inni. Ekki man ég eftir neinum sérstökum, sem ég þekkti, en ég fylgdi meö straumnum sitt á hvað. Verður mér þá litiö niður á hönd mína, og þar glóir hringurinn skínandi rauður, og glampinn var svo sterkur, að hann lýsi.r upp [ kringum sig. Ég var alveg hissa, og ég man, aö mér eins og hlýnaði að horfa á bjarmann. En við þaö vaknaði ég. Vonast eftir svari, með bestu kveðju, einforvitin. Þessi draumur er fyrir giftingu og góðu gjaforði. _______________________________________f MIG DREYMDI 40 VJKAN 43. TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.