Vikan

Tölublað

Vikan - 21.10.1976, Blaðsíða 13

Vikan - 21.10.1976, Blaðsíða 13
betra lagi. Sambúð hrúts og stein- geitar getur orðið nokkuð storm- söm. Tvtburi, jómfrú, vog og dreki eiga einna best við steingeitina. Og að lokum stórmálið: Láttu strákinn alveg eiga sig, og sannaðu til, að þú prísar þig sasla, áður en langt um líður. Þú ert ekki svo gömul, að þér sé hollt að ala á alltof sterkum tilfinningum. Reyndu heldur að þroskast og laera og búa þig undir lífið. Einn gcei er nú ekki stór partur af heiminum — eða hvað? ÍSLENDINGAR 1 KANADA. Kæri Póstur! Mig langar til að biðja þig að gcra mér greiða, eins og svo margir hafa gcrt, og ég vona, að þú getir gefið mér gott og skýrt svar. Mig hefur alltaf langað til að skrifast á við íslendinga, sem búa úti I Kanada og geta skrifað á íslensku. Viltu vera svo vænn að gefa mér gott svar um það, hvert ég á að skrifa. Svo þakka ég bara fyrir svarið. Hvað lestu úr skriftinni, og hvað getur þú ímyndað þér, að ég sé gömul? Hvernig passa saman tvær stein- geitur? Jana. Svarið er auðvitað gott og gilt: Skrifaðu Lögbergi-Heimskrínglu, 67 St. Anne's Road, Winnipeg, Manitoba R2M 2Y4, Canada og óskaðu eftir pennavinum, sem skrifa á íslensku. Ég gasti trúað, að þú vasrir fimmtán ára, og skriftin ber vott um dugnað. Tvtzr stein- geitur eiga ekki sérlega vel saman. I ANNAÐ SINN. Algóði Póstur! Ég ætla að senda þér nokkrar línur. Ég vona, að þú svarir þessum spurningum. Þetta er I annað sinn, scm ég skrifa þér. 1. Hvað heitir strákurinn, sem söng verðlaunalagið í Brotherhood of men, hvað er hann gamall, hvar á hann heima? 2. Hvað þýða nöfnin Anna, Linda, Tryggvi og Brynja? 3. Hvaða merki passa best við drekann? 4. Hvcrnig er stafsetningin? Ég vil biðja þig að afsaka villurnar. Hvernig er svo skriftin? Hvað heldurðu, að ég sé gömul? Vertu að eilífu margblessaður, og ég vona, að þú birtir þetta fljótt. Þetta bréf er eitrað, svo ruslafatan getur ekki tekið við því. S.F. Það er nú svona áltka fjarstceðu- kennt að halda því fram, að þetta bréf sé eitrað og að Pósturínn sé algóður. Þakka þér samt kveðj- umar. 1. Veit ekkert um slík mál. 2. Anna var upphaflega hebreskt nafn og merkti náð. Linda er útlent nafn, og enga veit ég frekari skýríngu á því. Tryggvi merkir tryggur maður, en Brynja þýðir ekkert annað en brynja, sem þú hlýtur að vita, hvað er, þetta er fomsagnamafn, sem fór að tíðkast sem skímamafn á 20. öld. 3. Krabbi og ef til vill naut. 4. Stafavillur eru ekki margar, en þú ert einstaklega spör á punkta og upphafsstafi, og ég varð ögn að hagrœða orðum fyrirþig. Skríftin er ekki góð, en það getur staðið til bóta, þar sem þú virðist ekki háöldruð. Sigríður Eysteinsdöttir, Sæviðar- sundi 106, Reykjavtk óskar eftir bréfaskiptum við fólk af báðum kynjum á öllum aldri. Sjálf er hún 15 ára með ótrúlega mörg áhuga- mál. Hu/da Snorradóttir, Garðavegi 14, Hvammstanga, V. Hún. óskar að skrifast á við stráka og stelpur á aldrinum 11—13 ára. Áhugamál eru frjálsar íþróttir og hesta- mennska. Svarar öllum bréfum. Helena Krístjánsdóttir, Hálsvegi 5, Þórshöfn, Langanesi og Þórunn Björg Amórsdóttir, Hálsvegi 1, Þórshöfn, Langanesi vilja komast I bréfasamband við stráka á aldrinum 13—15 ára, en þær eru sjálfar á fjórtánda ári og hafa mörg áhuga- mál. 43. TBL. VIKAN 13 1

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.