Vikan - 11.11.1976, Blaðsíða 17
— eru óþarfa áhyggjur, allt gengur
yfir í fyllingu timans. Börn lifa
mörg sjálfstæðis- og draumóra
timabil.
Við búum miklu oftar til vanda-
málin með því að skifta okkur of
mikið af eðlilegum þroska barnsins.
Við verðum að læra að vera meira
sem áhorfendur — oftast vaxa þau
upp úr brekunum.
Við höldum, að reiðiköst og
mótþrói séu hættulegir þættir i
skapgerð barna, en það er engin
ástæða til að hafa áhyggjur af slíku,
heldur öfugt. Þau börn, sem aldrei
þora að sýna sitt rétta eðli, eru
stillt, hlýðin og feimin, það er miklu
fremur eitthvað að hjá þeim, öfugt
við þau börn, sem gera uppreisn og
halda á rétti sínum gagnvart
foreldrum sínum. öll börn geta
fengið reiðiköst á hinum ýmsu
þroskaskeiðum. Það er merki um
heilbrigði að hafa krafta til að
reiðast.
Treystið ekki samfélaginu. For-
eldrar ættu að láta meira að sér
kveða, sýna framtak og krefjast
hjálpar samfélagsins í rikara mæli,
bæði hvað snertir dagheimili, smá-
barnaskóla og hinn almenna skóla.
Stjórnmálamenn og ráðamenn gera
alltof lítið. Þeir eru yfirleitt á
miðjum aldri og eiga ekki lítil börn,
og önnur sjónarmið giltu, þegar þeir
voru sjálfir að ala upp börn. Þeir
skilja ekki kröfur nútímans. Við
verðum að krefjast aukinnar starf-
semi á sviði barnavemdarmála og
aukinnar aðstoðar við stofnanir,
sem sinna slikum málum. Þessum
málum er alltof lítill gaumur gefinn.
Gustaf Jonsson, 67 ára gamall, og
yngsti sonur hans Mnrtin, sem er 4
ára. — Nú er ég farinn að læra
eitthvað, segir Gustaf Jonsson. —
Áður kenndi ég öðrum. Mér hefur
margoft mistekist sem föður. Ég
vona, að mér hafi farið fram með
árunum...
BOÐORÐIN TÍU
1. Virtu barnseðlið og taktu tillit tií þess. Treystu ekki
samfélaginu.
2. Treystu sjálfum þér og vertu þú sjálfur, vertu aldrei
„þolinmóður”.
3. Kynntu þér þroskaferil barna eins vel og kostur er.
4. Haltu rétti þinum gagnvart barninu tU að vera fuUorðinn.
5. Láttu ekki tilfinningaleg tengsl miUi þín og bamanna
verða of sterk.
6. Gerðu ekki heimUið að virki.
7. Böm þarfnast föður sins, og faðir þarfnast bama sinna.
8. FuUkomið uppeldi væri óbærilegt fyrir bömin.
9. Uppeldi barna á foreldum sínum er jafn mikUvægt og
uppeldi foreldra á börnunum.
10. Leyfum börnunum að verða fullorðin og losna undan
foreldravaldinu.
beinn, líkar það betur en uppgerðar
sjálfsstjórn. Margir halda, að ekki
eigi að sýra reiði gagnvart börnum
sinum og hafa fulla stjórn á sér alla
tíð. Það er óeðlilegt og það finna
börnin. Þau verða bara ennþá
erfiðari, og það kallar á enn meiri
sjálfsstjórn og aga. Maður lendir i
vitahring. Til að geta sýnt ástúð,
verður lika að vera hægt að sýna
reiði. Það er ekki einungis hægt að
sýna hlýjar tUfinningar og loka þær
köldu inni. Þær koma úr sömu
uppsprettu. Og eitt skuluð þið
muna, það er mjög létt að reiðast
þeim sem manni þykir vænt um.
Sem sagt, þú skalt ekki vera of
„þolinmóður”, þá heldur þú börn-
unum frá þér, þau finna kuldann og
að framkoma þín er óeðlileg.
Þriðja boðorðið: Kynntu þér
þroskaferíl bama eins vel og kostur
Allir foreldrar ættu að hafa
undirstöðuþekkingu á hinum ýmsu
þroskaskeiðum barna. Þeir ættu að
vita, hvenær má reikna með, að
barnið fari að segja tU, þegar það
irnaappeldið
__ Foreldrar hafa oft óþarfa
áhyggjur, við teljum okkur trú um
að stöðugt þurfi að skifta sér af
gerðum barnsins. Við erum hrædd
um að ýmsir ósiðir þeirra verði að
vana. Við reynum að venja þau á
koppinn alltof snemma. Við heimt-
um aUtaf að þau segi satt, og ef þau
láta hugmyndaflugið leika lausum
hala, höldum við, að það bendi til
þess, að þau verði óheiðarleg sem
fullorðin. Ef táningurinn er óhlýð-
inn höldum við að þurfi að refsa
honum og reynum að þvinga hann
til hlýðni. Þetta — og margt fleira
Annað boðorðið: Treystu sjálfum
þér og vertu þú sjálfur, vertu aldrei
„þolinmóður”.
Ef maður er þreyttur og ergilleg-
ur á að láta það i ljósi við barnið,
treysta því, að maður eigi rétt á
slíkum tilfinningum og ekki hafa
samviskubit, þó bamið merki þær.
Það er betra að gera vitleysur, af
því að maður telur sig vera að gera
rétt, en að gera eitthvað sem maður
trúir ekki á. Börnum líkar vel, að
maður sé ærlegur og hreinn og
þarf á koppinn. Flestir byrja alltof
snemma að reyna að venja börnin á
koppinn, þeir vita ekki, að það er
fyrst við 1 1/2 árs aldurinn, sem
barnið er nægilega þroskað til þess
að það beri árangur. Margir gera
ósanngjamar kröfur og monta svo
af því, að barnið hafi hætt svo
snemma að pissa á sig, en í rauninni
hefur stjórnsemi foreldranna
kannski skaðað bamið. Rekið ekki á
eftir barninu, þegar það er að byrja
að ganga og tala. Það skapar bara
leiða hjá barninu. Berið saman
bækur ykkar við aðra foreldra um
þroska barnanna. Nauðsynlegt er
að sýna umburðarlyndi, þótt barnið
láti í ljósi reiði sina. Þegar það
öskrar VITLAUSA MAMMA!
PABBI ASNI!, þá em þetta tilfinn-
ingar, sem þurfa að fá útrás.
Fjórða boðorðið: Haltu rétti þínum
gagnvart baminu, til að verða
fullorðinn.
Bamið á rétt á að fá að sýna
skap sitt, og það höfum við líka.
Barnið á ekki að fá að vaða uppi, þó
það hafi þennan rétt. Ef þú ert
alveg uppgefinn, þá skaltu ekki
dylja það. Börnin verða að læra að
taka vonbrigðum og mótlæti, læra
að bíða. Þau hafa meiri sjálfsaga, ef
þau mæta mótlæti við og við.
„Frjálslynt barnauppeldi” hefur
verið misskilið af mörgum. Réttur-
inn til að vera fullorðinn felur lika í
sér réttinn til að geta verið í burtu
frá börnum sínum án þess að líða af
samviskubiti. Ungir foreldrar eiga
rétt á að geta komist út að skemmta
sér. Einstæðar mæður eiga rétt á að
eiga karlkyns vini. Maður á að hafa
rétt til að hugsa: — Nú er ég þreytt
á þér unginn minn, nú verð ég að
fara út á meðal fólks....
Það er slæmt, ef maður getur
aldrei unnt sér samneytis við aðra
en heimilisfólkið, eða notið lysti-
semda lífsins. Samfélagið hefur
ekkert geit til að koma á opinberri
barnagæslu, i tilfellum sem þessum
verða flestir að bjarga sér sjálfir.
Fimmta boðorðið: Láttu ekki til-
finningaleg tengsl milli þín og
barnanna verða of sterk.
Margar mæður búa einangraðar í
ibúðarhverfunum, og eiginmaður-
inn kemur seint heim. Samaheldnin
i hjónabandinu er e.t.v. ekki upp á
marga fiska. Þá er sú hætta á, að
konan fullnægi þörf sinni fyrir
ástúð við barnið — sem nú til dags
er oft einkabarn.
Foreldri notar sér barnið vegna
sinna eigin tOfinninga. Barnið verð-
ur ofverndað og fær of mikla eftir-
tekt og kærleika, oft líkamlega líka.
Það má teljast öruggt í slíkum tilfell-