Vikan

Tölublað

Vikan - 11.11.1976, Blaðsíða 20

Vikan - 11.11.1976, Blaðsíða 20
Htltnt Curtií Hrltnt Curtis Balsam HEGETABILSK SHAMPOO SHAMPOO Simild.at mankan vasia hirrt tmr dag HVER DAG SHAMPOO Organisk SHAMPOO Sámild, at mankan \askc hárct h'crdaR Vegetabilsk fyrir feitt hár. Balsam fyrir eðlilegt hár. Organisk fyrir þurrt hár. Hver Dag Shampoo má nota daglega Kristján Jóhannesson s/f Laugavegi 114, Rvk s. 32399 ,,Já, ég skil. Ég hafði næstum gleymt töskunni, þegar við stöns- uðum uppi á fjallinu í morgun. Slíkt gæti endurtekið sig.” Hún hristi höfuðið og brosti. Hún fékk sér aftur bita af samlokunni og fór að hugsa um hversu afslöppuð hún hafði verið þessar síðustu tuttugu og fjóra klukkutíma, afslöppuð og áhyggjulaus, enda hafði David algjörlega hugsað fyrir hana. „Hvernig kanntu við Jo?” spurði hún allt í einu. „Agætlega.” ,,Og þú treystir henni?" „Vissulega.” „Mér er þá óhætt að opna mig fyrir heiini. Ég er orðin þreytt á að vera stöðugt á verði. Það er eitthvað svo...svo notalegt að hafa þig nálægt sér David. ” „Við ættum þá að hafa það þannig framvegis." Rödd heyrðist úr stiganum og þvi næst létt fóta- tak. „Það er Jo,” sagði hann. David tók Irinu í faðm sér og kyssti hana. „Þetta er til þess að þú hugsir hlýlega til mín á meðan ég er í burtu.” Svo gekk hann yfir að glugganum og stóð þar kæruleysis- lega, er Jo opnaði dyrnar. Jo hneppti frá sér yfirhöfninni og tók ofan sólgleraugu, sem hún var með og sömuleiðis slæðu. Hún var sigrihrósandi. „Nákvæmlega tuttugu og tvær mínútur,” sagði hún. „Og þar í er innifalin stutt ferð í leigubíl, og aukakrókur eftir hlykkjóttum götunum þangað sem ég geymi bílinn minn. Þetta er auðvitað bílaleigubíll, gulbrúnn, tveggja dyra Ford. Hann stendur í bílageymslunni hér fyrir utan og ... hér er ég alla vega komin, rétt mátulega til þess að fá mér eitthvert snarl. Þessar ferskjur. Ilmurinn af þeim minnir á túlípana. Ég þekkti einu sinni stúlku, sem borðaði túlípana. Hún geymdi þá í ísskápn- um hjá sér og fékk sér eitt og eitt krónublað, þegar hún var svöng. David hafði gaman af Jo núna. Hún er mjög lik mér, hugsaði hann, reynir að breiða yfir vandræði sín. Eða var það raunverulegur kvíði? „Hver hafði gætur á hótelinu?” sagði hann. „Ludvik. Hann faldi sig á bak við dagblað niðri i anddyrinu. Fyrr í morgun var það Jan, þessi ljós- hærði. Ég sá hvergi Milan, þennan dökkhærða. En hann er samt mættur. Ef til vill hafa líka fleiri bæst i hópinn. Krieger mun skýra þér nánar frá þessu.” David skildi hvert hún var að fara. Hann gekk fram að dyrum og var með hálfétna samlokuna í hendinni. „Þú ættir að taka með þér ryk- frakkann,” sagði Jo. „Mér sýnist vera von á þrumuveðri. Skýfall er einmitt það sem á vantar núna, er ekki svo?” Hún leit á Irinu og síðan aftur á David. „Ef þú verður ekki kominn hingað í tæka tíð,” sagði hún blátt áfram, „þá verðum við Irina samferða. Samþykkt?” Irina leit áhyggjufull á David. „Ég verð ekki lengi,” sagði hann. GISSUR SOLLRA55 BIlL KAVANAGU e. frank fletcuek 20 VIKAN 46. TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.