Vikan

Ataaseq assigiiaat ilaat

Vikan - 11.11.1976, Qupperneq 24

Vikan - 11.11.1976, Qupperneq 24
7 m —* Lífið er leikur * Rabbað við listamanninn vinsæla og mannvininn Sigfús Halldórsson um litlar og stórar flugur, ferðalög, og framkvæmdir, en ,,FúsiM er sjálfur mikill furðufugl og fjölbreyttur listamaður af lífi og sál. í>arna getur Sigfús sannarlega bros- að, þegar hann er búinn að byggja heilan kolakrana úr litakökunni, sem hann heldur á. Ef þú hittir kunningja þinn, Pétur eða jafnvel Pál, úti á götu, þá heilsar þú honum auðvitað, rabbar við hann svolitla stund, kveður hann — og gleymir honum svo. Ef þú hittir kunningja þinn, Sig- fús Halldórsson, úti á götu, þá heilsar þú honum auðvitað, rabbar við hann svolitla stund, kveður hann — og gleymir öllu öðru, sem þú ætlaðir að muna. Þetta er ekki beinlínis þér að kenna, og alls ekki Sigfúsi sjálfum. Hann er fæddur með þessum ósköp- um, og því verður ekki breytt. Hann brosir nefnilega með öllum líkamanum. Það byrjar innst inni við hjartarætur, brýst út um allan likamann og birtist þér fyrst í bros- viprum umhverfis munninn, um leið og augun brosa á þann veg, sem þú hefur aldrei séð áður. Brosið birtist líka í öllum hreyfingum líkamans. Hann fer skyndilega að standa á tám, axlimar lyftast — og frá honum streymir sönn innri gleði við að sjá þig, gleði og hlýleiki, sem breytir öllum deginum fyrir þér, hvort sem þér líkar betur eða verr — og árangurinn verður ómetanleg- ur fyrir þig. Sigfúsi þykir nefnilega innilega vænt um þig, og það er nákvæm-

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.