Vikan - 11.11.1976, Blaðsíða 26
— Þú fórst svo út í leiktjalda-
málun um tíma?
— Já, það var á striðsárunum,
að ég fór út til London til að læra
það. En skólinn hafði þá verið
bombarderaður niður, svo að ég
varð að fara annað. Þar dreif ég
þriggja ára nám af á einum og hálfu
ári. Það gekk ágætlega. Ég var
mjög heppinn með kennara, því
hann kom mér í svo góða aðstöðu á
eftir, að ég gat strax farið að vinna
fyrir mér þar úti og fékk þá
auðvitað góða æfingu. Annars hafa
bretar yfirleitt allt aðra aðferð við
leiktjaldamálun en við hér heima og
víðast annarsstaðar. Þvi þeir
hengja þau strax upp, áður en
málað er á þau, þannig að maður
verður að nota stiga eða lyftu til að
komast yfir þau. En hér eru þau
lögð á gólfið og málað á þau, þar
sem þau liggja lárétt. Þetta er
auðvitað mikill munur, því að í
lóðréttri stöðu þarf að vera vel á
verði með að málningin leki ekki
niður eftir tjaldinu, og því þarf hún
að vera þykkri, eða í þannig formi
að ekki leki, en hér er hægt að nota
miklu þynnri liti, sem oft getur
komið sér vel.
— Svo vannstu við leiktjalda-
málun hérna heima, eftir að þú
komst heim?
— Já, ég var að vísu ekki lengi
við það, af ýmsum ástæðum, en
hefi samt málað leiktjöld fyrir
nokkur stykki.
— Hvernig er með söngnám,
Sigfús, þú lærðir að syngja?
— Já, ég fór nokkuð snemma í
söngnám til Péturs Jónssonar og
var þar i alimörg ár. Annars ætlaði
ég mér aldrei út í sönginn, heldur
var þetta gert svona meira til að
geta sungið, ef tilefni gæfist til. Og
ég verð að monta mig með því, að
ég hef til dæmis sungið þrisvar í
breska útvarpið BBC. Ekki þá beint
sem söngvari, heldur sem nemandi
þar úti. Og oft hefi ég gripið til
söngsins hér heima, eins og þú
kannski veist, ekki síst þegar ég
hefi verið að kynna lögin mln, eða í
skemmtanaferðum út um land.
— Já, þú fórst um tíma í slíkar
ferðir á sumrum með öðru fólki?
— Já, ég fór nokkrar slíkar ferðir
með þrem ágætum vinkonum min-
um, Áróru Halldórsdóttur, Emilíu
Jónasdóttur og Nínu Sveinsdóttur.
En flokkurinn var kallaður ,,Frúm-
ar þrjár og Fúsi.” Svo fór ég líka í
svipaðar ferðir með Soffiu Karls-
dóttur og ýmsum fleirum. Það var
ákaflega gaman, mikið fjör og
kátína og lærdómsrikt í alla staði.
FORSlÐAN
Fúsi skýrði myndina umsvifalaust
„His Masters Voice,” enda er tíkin
POLLY greinilega bergnumin af
rödd húsbóndans. Polly er íslensk,
vel upp alin — og sýnilega smekk-
vís.
— Manstu eftir nokkmm
skemmtilegum sögum frá þeim
tíma, Sigfús?
— Blessaður, það skeði alltaf
eitthvað á hverjum degi, en ég er
hræddur um, að það yrði of langt
mál...
— Eina stutta...?
— Ja, mér er til dæmis minnis-
stætt, þegar við komum einhverju
sinni til Norðfjarðar, að ég var
orðinn svo kvefaður og hás af söng,
að ég var bókstaflega alveg radd-
laus. Það var auðvitað tilgangs-
laust fyrir mig að reyna að iyngja
eins og ég var nú vanur, og ég
ætlaði þessvegna að aflýsa skemmt-
uninni. En það reyndist ekki svo
auðvelt, því að hver einasti miði var
löngu seldur og mikill áhugi á
skemmtuninni. Það varð því loks
úr, að skemmtunin var haldin, en
þegar kom að mér að syngja min
lög, þá settist ég bara við píanóið og
fór að leika. En áheyrendur tóku því
ekki vinsamlega og vildu, að ég
galaði með. Þeir fóru að hrópa og
kalla til min, klappa og láta alh
ófriðlega. Loks stóðst ég ekki
mátið, hætti að spila, stóð upp og
hvíslaði eins hátt og ég gat, að
röddin væri því miður ekki í góðu
lagi, en lofaði, að ég skyldi koma
þangað aftur, og þá skyldu þeir ekki
þurfa að kvarta yfir raddleysi minu.
Þegeu- þessari hvíslræðu minni lauk,
skildu allir, hvernig í málunum lá,
og klöppuðu mér lof í lófa. Ég stóð
svo siðar við þetta loforð og söng
þar fullum hálsi í fullu húsi, og var
því vel tekið. Já, það gekk á ýmsu
og flestu skemmtilegu og gaman-
sömu i þá daga, en allt endaði þetta
prýðilega, og ég vona, að allir hafi
verið ánægðir að lokum.
— Eitt sinn var örlygur Sigurðs-
son , .konstmaler” með okkur, og
þegar við komum út að lokinni
skemmtun, þá hafði hann málað
hreint allan bílinn okkar — með
andlitsfarða —, og þar var komin
Litla flugan hraðfljúgandi og suð-
andi i kringum allan bílinn. Þetta
konstverk var svo lifandi og konst-
ugt, að bílstjórinn og eigandi bílsins
sagði hreint ekki orð, enda var víst
tiltölulega auðvelt að ná þvi af.
Þessar og fleiri sögur sagði Sigfús
mér nokkru síðar í herbergi minu á
ritstjómarskrifstofunni, en mat-
stofan er þar við hliðina. Þetta skeði
einmitt á matartima, og mér var
síðar sagt, að kjaftakerlingarnar
hefðu hreint allar hætt að segja
sögur og jafnvel að borða, því að
smitandi hlátur Sigfúsar barst um
allar skrifstofur, og eftir honum
biðu þær hverju sinni og veltust svo
um af hlátri með honum. En þær
vissu í rauninni aldrei, að hverju
þær voru að hlæja, þvi aldrei
heyrðist annað en hláturinn. Og
gleðin — líkt og brosið hans —
reyndist svo smitandi, að þær
grenntust flestar um nokkur kiló
þann daginn, því þær máttu hreint
ekki vera að þvi að borða fyrir
hlátri.
— Hvernig finnst þér að starfa
við leikhús, Sigfús?
— Leikhús, segir þú. Það er
Kannski Fúsi sé að vejta þvi fyrir
sér, hvort hann eigi að mála húsið
grænt, blátt — eða kannski raútt...
Náttúran hefur alltaf heillað Fúsa.
Alls konar náttúra. Og gleði hans
yfir litadýrðinni heillar listamanns-
eðlið. Litina færðu samt ekki að sjá,
nema þú farir á sýninguna hans á
Kjarvalsstöðum í janúar.
yndislegt að starfa þar. Lífið er jú
einn leikur frá byrjun til enda, og í
leikhúsi finnur maður allt sem
vekur áhuga hjá fírum eins og mér.
Þar er auðvitað leiklistin í fyrirrúmi
með öllum sínum skemmtilegheit-
um, húmori og bóhemisma. Þar er
mikil músík, bæði hljóðfærasláttur
og söngur. Þar er líka málaralist á
leiktjöldum. Þar er mikið af góðu
fólki. Þar er ballett, allskonar
listdans... og hvað viltu meira...?
— Málaralist, Sigfús. Hér eru
staflar af málverkum allt í kring.
Ertu í einhverju málarastuði?
— Ég er alltaf í málarastuði,
vinur minn. Þú veist kannski, að ég
vinn við teikni- og málarakennslu í
Langholtsskólanum og htfi nú gert
um árabil...
— Er ekki hræðilegt að vinna við
kennslu, Sigfús, jafn frumlegur og
margþættur og þú ert í Iis inni?
— Nei. Ég skal segja þé-, að það
er alveg yndislegt að ieiðbeina
unglingum í málaralist. Þau eru svo
óbundin og fersk, að það er alveg
ótrúlegt, hvað mörg þeirra eru
listfeng að eðlisfari og hvað þau eru
næm og hafa mikinn áhuga fyrir
náminu. Auðvitað er ekki sama,
hvemig farið er að litlu skinnunum,
en með réttri aðferð er aldeilis
ótrúlegt, hvað þau geta — og vilja.
Það gæti margur eldri af þeim lært,
skal ég segja þér. Margar myndir,
sem þau hafa gert hjá mér í
skólanum eru alveg gullfallegar,
bæði hvað snertir teikningu, upp-
setningu og litameðferð. Þú ættir
að koma þangað með mér og...
— En af hverju em svona mörg
málverk héma hjá þér, bæði full-
unnin og hálfunnin?