Vikan - 11.11.1976, Page 28
3
g>
03
Nú
rétti tfminn
til að láta^.
Rammagerðina
ganga f rá
jólasendingum
tíl vina yðar og
ættingja erlendis
í Rammagerðinni er mikið
úrval af fallegri gjafavöru við
allra hæfi, m.a. silfur, keramik,
skinna- og ullarvörur,
moccakápur- og jakkar, bækur,
hljómplötur og þjóðlegir
útskornir munir.
Þér veljið gjafirnar.
Rammagerðin pakkar og
sendir. Allar sendingar eru
fulltryggðar.
Komið tímanlega.
Sendum um allan heim!
RAMMAGERÐIN
HAFNARSTRÆTI 19 HÓTEL LOFTLEIÐIR, HÓTEL ESJA.
— Karlmenn er
hræðilega sjálfs-
elskir. Ég hefði
átt að vita, að
þú mundir gleyma
að senda mér
afmæliskveðju.
Á leiðinni til Paddington Green
í leiguvagninum, gat Abby ekki
hugsað um neitt nema hvað hún
var þreytt, höfuðverkinn bak við
augun og tómleikatilfinninguna,
sem hún fann innra með sér. Þegar
hún kom heim beið Ellis eftir henni,
Nancy hafði sent henni boð, og nýja
kennslukonan ungfrú Miller, stóð
kvíðafull í dagstofudyrunum.
öll börnin þrjú höfðu komið
hlaupandi út um leið og vagninn
kom að húsinu.
,,ó, mamma” hrópaði Frederick.
,,Ég hef saknað þín svo mikið.
Er allt í lagi með þig? Ellie og
ungfrú Miller vildu aðeins segja að
það væru veikindi í fjölskyldunni.
Ég gat ekki skilið hvað þær áttu
við, því að það eru aðeins ég og
Oliver og Pheobe, og Jonah frændi,
og auðvitað vissi ég að þú varst
ekki hjá honum.”
Hún var komin inn núna, fór úr
kápunni og leit snöggt upp.
„Jonah? Hefur hann ekki sent
nein skilaboð?” spurði hún ungfrú
Miller, sem hristi höfuðið. „Nei frú
Caspar. Það er að segja, það eru
engin skilaboð, sem ég get skilað
nú.” Hún leit á börnin. „Farið út og
leikið ykkur, börn, og gefið frú
Caspar örlitinn frið.”
„Hvað er að ungfrú Miller?”
sagði Abby hljóðlega um leið og
börnin voru farin út. Sér til undrun-
ar sá hún að Ellie fór að snökta.
„0, blessuð, móðurlausu börnin,
þessi blessuð, vesalings móðurlausu
lömb” snökti hún.
„Ellie, frú Caspar er mjög þreytt.
Gerðu svo vel að færa henni te”
sagði ungfrú Miller. Ellie sendi
henni fyrirlitlegt augnaráð, en fór
hlýðin fram.
„Mér þykir leitt, frú Caspar, að
verða að færa slíkar fréttir,” sagði
ungfrú Miller. „Bróðir yðar —
hann kom hingað fyrir tveim dögum
konan hans er dáin, frú Caspar,
sjálfsmorð.”
Abby starði á hana vantrúuð.
„Sjálfsmorð? örugglega ekki. Ég
get ekki trúað því.”
Ungfrú Miller kinkaði kolli,
næstum áköf. „Þannig er það, frú
Caspar. Það var meira að segja frétt
um það í blaðinu.”
Abby sat og horfði á hana, en sá
hana ekki.
„Þeir segja að allt sé þegar
þrennt er” sagði hún heimskulega.
Hún hló og grét í senn og missti
algjörlega stjórn á sér. Skyndilega
fór hana að svíða í augun, hún
hóstaði og dró skjálfandi andann.
Hún leit upp og sá Ellie liggja á
hnjánum við hliðina á sér með
flösku af ilmsalti, sem hún hélt fyrir
vit hennar. Hún hjálpaði Abby til
að standa á fætur, og hvatti hana til
að fara til herbergis síns og reyna að
sofna.
Abby lét Ellie leiða sig burt, en
nam staðar við stigann og hélt sér í
handriðið, því allt i einu gátu
fætumir ekki borið hana lengur.
„Hvar er Jonah núna, ungfrú
Miller?”
Stúlkan hristi höfuðið. „Ég veit
það ekki, frú Caspar. Hann spurði
28 VIKAN 46. TBL.