Vikan - 11.11.1976, Page 29
hvort börnin gætu verið hér þar til
hann gerði einhverjar ráðstafanir,
og ég leyfði mér að svara játandi.”
„Það var rétt hjá þér, ungfrú
Miller”, sagði Abby samþykkjandi.
Að lokum fór hún í rúmið, þreytt
rugluð og næstum dofiii af atburð-
um siðustu vikna. Hún lokaði
augunum fyrir kvöldbirtunni.
Hún vaknaði skyndilega, starði
á tunglsljósið á loftinu. Henni
leið illa, einkennilega. Þá kom það
aftur, og hún vissi strax hvað það
var, sem hafði vakið hana. Djúpur
flökurleiki og sársauki innra með
henni. Hún komst upp úr rúminu,
hálfskriðandi og hálffallandi yfir að
þvottaborðinu og kúgaðist þar, þar
til hún gat ekki meira. Þetta virtist
standa yfir í fleiri tíma. Skin
tunglsins minnkaði og það dimmdi
yfir. Hún dróst yfir að rúminu og
lét sig falla máttvana niður. Hún
lá þar, kvaldist og skalf af sárs-
auka. Hún gat séð látna móður sína
á hvíta, blúndusaumaða koddanum
sá starandi augnaráð Williams, og í
höfði hennar hljómaði eins og
trumbusláttur orðin „kólera, kólera
kólera.”
Ellie var þar og horfði niður á
hana. Hún heyrði rödd hennar,
svalur gustur lék um andlit hennar.
„Svona vertu stillt — vertu stillt.”
Vökva var hellt upp í þurran
munninn.
Myrkur aftur, svefn, vaknaði
þurr í munninum og sofnaði aftur.
Hún vaknaði þægilega. Lá í
algerri ró.
„Líður þér betur?” spurði hann
hijóðlega. Hún snéri höfðinu og sér
til undrunar sá hún: Gideon!
SÖGULOK
„Hvað ert þú að gera hér?”
spurði hún rám. „Hvers vegna ert
þú í svefnherberginu mínu?”
„Þvilik óhæfa” sagði hann rólega
„Hvað skyldu nágrannar þínir
segja, ef þeir vissu það? Jæja,
þeir myndu segja lítið held ég, ef
þeir vissu, hve veik þú hefur verið.”
Hún sagði hugsandi: „Veik. Já,
ég man eftir þvi.' Ég kom heim frá
Gower Street og fór í rúmið, það var
erfið nótt. Var það í gær?”
„Sannarlega ekki i gær. Fyrir
niu dögum.”
Hún starði forviða á hann. „Níu
dagar? Það getur ekki verið svo
langt síðan. Gideon. Níu dagar —
jarðarfarirnar — móðir min og
bróðir..."
Hann kinkaði kolli rólega. „Já,
það hefur allt farið fram. Ég vissi að
þú vildir að einhver færi í þinn stað,
svo að ungfrú Miller var hjá þér og
égfór.”
„Þú fórst? Hvers vegna Gideon.
Það var alveg...”
„Þú gast ekki farið,” sagði hann
aðeins „og það hefði þér þótt leitt,
svo að ég fór.”
Hún fór allt í einu að gráta og
hann beygði sig niður að henni og
þurrkaði tárin með vasaklútnum
sínum.
„Mér þykir vænt um að þú skulir
vera hér,” sagði hún eftir smá-
stund. „Þú ættir ekki að vera hér,
en mér þykir vænt um það.”
Hann brosti, en sagði ekkert.
Hún hugsaði sig aðeins um og sagði
svo, næstum önuglega. „En ég
veit ekki hvers vegna né hvernig.”
„Frederick,” svaraði Gideon.
„Frederick?”
„Hann er sérstakur drengur,
sonur þinn. Þegar Ellie og ungfrú
MOler sáu hve veik þú varst, sendu
þær eftir heimilislækninum, og
Ellie sagði einnig séra Corrigan —
skólastjóra Fredericks, trúi ég —
frá ástandinu hér á heimilinu. Hann
fór með börnin í skólann, og ætlar
að hafa þau þar. þar til þér batnar.”
Gideon brosti „En það var ekki
nóg fyrir Frederick. Hann skrópaði
í skólanum næsta dag, fór með
strætisvagninum niður í bæinn, og
spurðist fyrir um mig hjá hverju
einasta fyrirtæki, sem hann fór
fram hjá, þar til hann fann eitt, sem
kannaðist við nafn okkar. Stórkost-
legt afrek hjá svona ungum dreng.”
„Ég vUdi óska að þú hefðir séð
hann, Abby. Hann stóð í dyrunum
á skrifstofunni minni og tilkynnti
mér, að hann væri kominn til að
sækja mig, því mamma sín væri
veik og þyrfti á mér að halda.”
Tár þreytunnar komu fram í
augun, „elsku Frederick — hann
hefði ekki átt að... ”
„Svo sannarlega” sagði Gideon
ákveðinn. „Hann veit, þó þú vitir
það ekki, hverjum á að treysta fyrir
velferð þinni. Mér finnst ég eiga
góðan bandamann þar sem Freder-
ick er. Ég er viss um að saman
getum við eytt þessu heimskulega
hiki þínu.”
„Ekki —” sagði hún. „Það er
ekki réttlátt nú að... ”
„Ég veit,” sagði hann. „En hvað
erréttlæti i ást?”
Hann brosti til hennar. „Þú ert
þreytt,” sagði hann rólega.
„Farðu nú að sofa. Við tölum
saman seinna.”
Næstu daga kom batinn, og í lok
fyrstu vikunnar gat hún setið uppi
við gluggann og horft út á strætið,
baðað í aprílsólinni. Börnin fengu
lika að heimsækja hana. Um miðja
aðra vikuna gat hún verið á fótum
mestan hluta dagsins, og var farin
að ná sér. Gideon kom í veg fyrir að
hún færi strax aftur í verksmiðjuna.
„Þú ferð ekki, og það er útrætt
mál,” sagði hann ákveðinn.
Hún hafði litið á hann þá. „Hvers
vegna ertu svona natinn við mig,
Gideon? Ég hef tekið það sem sjálf-
sagðan hlut að þú litir eftir mér, en
það er óvenjulegt fyrir karlmann.”
„Faðir minn” sagði hann, „var
veikur, eins og þú manst, og þá
lærði ég hvemig á að umgangast
sjúka.”
Allt í einu varð dagurinn grár.
Þau höfðu verið svo hamingjusöm
i návist hvors annars, þessa daga
sem hún hafði verið að ná sér.
Hún hafði lokað huganum fyrir öllu,
sem hafði gerst áður á milli þeirra,
fyrir ákvörðun sinni, fyrir vonum
hans, ákveðin í að láta hverjum degi
nægja sína þjáningu. En þegar
hann minntist á föður sinn hafði
raunveruleikinn skotið sér upp á
yfirborðið. Það fór hrollur um þau
bæði. Þeim tókst að halda samtal-
inu áfram um hluti, sem skiptu
engu máli, en bæði forðuðust þá
spumingu, sem lá í loftinu á milli
þeirra.
En þegar hann var að fara um
kvöldið sagði hann: „Ég hef talað
aftur við foreldra mína um áætlun
mina um okkar sameiginlegu fram-
tíð, Abby. Ekkert mun breyta þeirri
áætlun. Ekkert mun breyta ákvörð-
un minni. Ég elska þig of heitt til
þess. Hugsaðu þig aftur um, Abby,
erfiðleikarnir, sem þú sérð, em
ekkert samanborið við þær þjáning-
ar sem við komum til með að líða,
ef við verðum ekki saman. Þú
hlýtur að vita það eins vel og ég.
Þegar ég kem á morgun, verður þú
að segja mér endanlegt svar þitt.
Ég elska þig of mikið til að geta
haldið svcna áfram — þetta er eins
og vítiseldur. Á morgun, Abby?”
Hún leit alvarlega á hann. Hann
var henni svo kær, þarna sem hann
stóð, og hún sagði lágt: „Allt i lagi,
á morgun.”
Hún sat í stól undir eplatrénu
þegar hann kom til hennar.
„Þvílíkt umhverfi fyrir elskhuga
til að heimsækja unnustu sína”
sagði hann og hló til hennar, en
Abby tók eftir að það sem hann
sagði var ekki eintóm gamansemi.
Hann settist niður við hliðina á
henni á grasið og lagði frá sér
hattinn.
„Abby, þú hefur aldrei sagt mér
tilfinningar þinar, það er að segja
aldrei með orðum. Ég veit hverjar
þær eru. Það væri ekki mögulegt
fyrir mig að elska þig svona heitt, ef
ég vissi ekki tilfinningar þinar til
46. TBL. VIKAN 29