Vikan

Issue

Vikan - 11.11.1976, Page 31

Vikan - 11.11.1976, Page 31
mánuðir liðu frá dauða Celiu, og sagði honum þá blíðlega, að hún hefði endurnýjað vináttu sína við hann. „Því þú veist, Jonah, að hann hefur breyst mikið. Ég heimsæki hann í hverri viku, og það eru rnjög ánægjulegar heimsóknir, því ung- frú Ingoldsby er þar ennþá, og Martha, og við tölum mikið saman. Ég held að dauði mömmu og Will- iams hafði meyrt hann mikið. Og svo er Rupert búinn að ákveða að hætta á Westminster sjúkrahús- inu með herra Snow — hann tók því mjög illa. Hann er einn á St. Elanor núna og ég held að það hefði mikið að segja fyrir hann að vinna með tveim sonum sínum. Þú yrði undr- andi yfir hve bliður hann er orðinn á vissan hátt — „Bliður.” Jonah spýtti næstum orðinu út úr sér. „Hann verður aldrei annað en harðstjóri — þú heyrir hvað ég segi? Harðstjóri. Ég vil ekki sjá hann, aldrei, og þú mátt ekki biðja mig um það Abby.” „Allt í lagi, Jonah.” sagði hún, dálítið skelkuð yfir ákafa hans. Jonah róaðist niður og þau minnt- ust aldrei á Abel aftur, eyddu sunnudögunum með börnunum í friði og ró. Jonah virtist slaka á og læra að lifa aftur með þeim atburðum, sem gerst höfðu. Aðeins Abby náði sér ekki eins fljótt og hún hélt, að hún myndi gera. Stundum kom minningin um Gideon svo beisk fram i hugann að hún fékk tár í augun. Svo kom boðskort í september, sem fékk hana til að stara og siðan hlæja við morgunverðarborðið, og ungfrú Miller leit upp, kurteis og forvitin. „Jæja, ungfrú Miller. Ég er að eignast stjúpmóður. Gamla kennslukonan mín ætlar að giftast pabba í lok þessa mánaðar í kirkju herra Spensers nálægt Bedford Square. Er það ekki dásamlegt?” Og hún leit aftur á kortið og ýtti til hliðar minningunni um sinn eigin brúðkaupsdag í sömu kirkju, fyrir svo löngu síðan. Hana langaði til að gefa ungfrú Ingoldsby klæðnað fyrir giftinguna og þær fóru saman eitt kvöldið í verslanir til að velja franskt silki, flauel, blúndur og borða. Hún komst að því að ungfrú Ingoldsby hafði frábæran fatasmekk og Abby sagði henni að hún væri vongóð um framtíðina. „Þú veist að faðir minn hefur átt erfiða æfi, ungfrú Ingoldsby,” sagði hún, „og ég vildi óska að hann yrði hamingjusamur, þau ár sem hann á eftir.” Hún roðnaði og bætti við: „Ég átti ekki við að hann væri gamall, því hann er aðeins fimmtíu og eins, held ég. En líf hans Ungfrú Ingoldsby brosti. „Það eru næstum tuttugu ár á milli okkar.” sagði hún eðlilega. „Ég geri mér alveg grein fyrir að það verður hlegið að slíku hjónabandi. En ég er hamingjusöm og reyni að gera allt sem ég get til að gera hann það líka. Þú þarft ekki að óttast um hann, Abby.” Abby sagði ákveðin við sjálfa sig, að hún skyldi taka þátt í gleði dagsins. Hún lagði af stað í leigu- vagni íklædd gulum kjól og glæsi- legri útsaumaðri kápu í sama stíl. Hatturinn var með brúnum borðum og hún fór fyllilega meðvitandi um glæsilegt útlit sitt. Hún sat í svölum skugganum aftarlega í kirkjunni, við hliðina á Mörthu, og horfði á beint bak föður síns, þar sem hann stóð við altarið og beið eftir brúði sinni. Hann er kominn yfir fimmtugt, hugsaði hún stolt, en hann er myndarlegur maður enn, með þykkt grásprengt hár, breiðar axlir og beinn í baki. Hún vaknaði frá hugsunum sín- um við hljóminn í orgelinu og snéri sér að kirkjudyrunum. Ungfrú Ing- oldsby, í einföldum ljósum kjól, með stutt slör og aðeins með bæna- bók í höndunum stóð þar. Og meðan tónarnir ómuðu um kirkjuna gekk hún fram kirkjugólf- ið leidd af fjarskyldum frænda sínum, sem hún hafði fengið til að vera svaramaður. Hún giftist þeim manni, sem hafði verið vinnuveit- andi hennar siðustu tólf árin, hvers börn hún hafði alið upp, og eigin- konu hans hafði hún litið eftir, og þótt svo vænt um. Það var ein- kennilegt, hve há og grönn hún virtist vera þar sem hún gekk inn kirkjugólfið, og horfðist í augu við Abel. Abby só merki friðar á andliti hans, og lokaði augunum í andar- taks þökk. Hvemig sem allt snérist átti faðir hennar, maðurinn sem hún hafði elskað svo mikið og lengi skilið að verða hamingjusamur. Það var mikið að vera þakklát fyrir. Og seinna, þegar hún hafði drukkið skál hinna nýgiftu í kampa- vini ó Gower Street, fékk hún tæki- færi til að ná tali af föður sínum. „Ég er mjög glöð þin vegna, pabbi,” sagði hún bliðlega. Hann snéri sér við, leit á hana og brosti. Það var einkennilegt hve hann virtist hafa yngst. Hún sagði og lét tilfinningu augnabliksins ráða „ö, hún er svo góð við þig.” „Jó,” sagði hann. „Hún gefur mér frið. Ég vissi ekki að það væri thi Ptmncr matt makt-up i fOft ÖR6A8V DttfiCWt SKJNS Skin shampoo 41 Clompexion milk 41 Medicated soap 41 Moisturistng milk 41 Ante acne cream 41 Solution 41 Face mask 41 Foundation 41 Cover Stick 41 Hair shampoo 41 Spray deodorant 41 ÍNNOXA medicated soap . tinted fbundatíoo skih ahampoo tnouturising milk amiHdUúodmð1 |>ft>teín cooditioöing hair shampoo complexion mtík SOLUTION imnoxa innoxa Innoxa 41 er framleitt fyrir alla sem vilja stemma stigu við hinu alkunna húð- andamáli. Leitið nánari upplýsinga í snyrtivöruverslunum og apotekum. m ipotekt Heildsölubirgðir KRISTJÁNSSON HF. Sími: 12800, 14878. FJÖLSKYLDA BÓLUMORÐINGJANS Solution 41, sem oft hefur verið nefndur „Bólumorðinginn", tyrir þann eiginleikc að ,,drepa" bólur. Solution 41 áJíka góða ættingja, sem eru allar vörur frá Innoxa merktar 41. Innoxa 41 vörurnareru sérstaklega gerðarfyrirtáninga og aðra þá sem hafa mjög feita húð og bólótta. Innoxa 41 eru sótthreinsandi vörur. 46. TBL. VIKAN 31

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.