Vikan

Eksemplar

Vikan - 11.11.1976, Side 32

Vikan - 11.11.1976, Side 32
mögulegt. Ég held, að ég sé heppnari en ég á skilið. ’ ’ Það dimmdi yfir rödd hans. ,,Abby, mér finnst ég verða að — ég verð að segja þér, það sem ég sagði aldrei við hana. Móðir þín — ” ,,ö, pabbi, ekki núna. Það sem liðið er heyrir fortiðinni til.” ,,Nei, ég verð að segja þér það. Ég gæti ekki verið frjáls fyrr en ég gerði það. Ég var ekki góður við hana, Abby. Hún elskaði mig heitt, og hugsaði ekki um neinn annan. En ég umgekkst hana með grimmd, sem veldur mér sársauka þegar ég hugsa til þess.” „Hún var hamingjusöm með þér, pabbi. Hún skildi. Hún sagði mér áður en ég giftist James, að allar konur ættu að giftast þeim, sem hjarta þeirra segði til um. Að ég ætti að gera eins og hún hafði gert, fylgja hjarta mínu, því að á þann hátt, og aðeins þannig gæti kona verið hamingjusöm.” „Sagði hún það, Abby?” ,,Já, pabbi.” Hann dró andann djúpt, og sagði síðan blíðlega. ,,Ég á ekki skilið svona góða framtíð. Að vera elskað- ur af þvílíkri konu.” ,,Ég vona að þú getir elskað ungfrú Ingoldsby, eins mikið og hún á skilið, pabbi,” sagði Abby. ,,Þú verður að læra að kalla hana Mariu, geturðu það ekki?” spurði hann. Hann tók um axlir henni, og horfðist i augu við hana. „Abby, ég var grimmdarlegur við þig líka, ég hefði ekki átt að reiðast svona yfir giftingu þinni. Ég bið þig að fyrirgefa mér.” Hún brosti titrandi. „Ég átti hann, pabbi, aðeins um tima, og það bætti upp sársaukann yfir að missa þig — en ég er glöð yfir að hafa ekki misst þig alveg. Reyndu að vera hamingjusamur núna.” Hún var í forstofunni niðri að klæða sig í kápuna þegar María kom þjótandi niður stigann. „Ég sá að þú varst að fara” sagði hún dálítið andstutt. „Ég gat ekki lagt af stað í brúðkaupsferðina án þess að þakka þér, Abby.” „Þakka mér?” Abby starði á hana. „Fyrir hvað? Ég hef ekkert gert.” Maria hristi höfuðið. „Þú veist ekki, hve mikið þú hefur gert. Ég var svo hrædd um hann.” Hún brosti feimnislega. „Ég get leynt sjálfri mér vel, en undir niðri er ég mjög venjuleg, Abby. Og ég hefði aldrei þorað að segja honum hug minn, hefði ég ekki vitað um góðsemi þína.” „Mér fannst, að ef þú, dóttir hans, gætir komið hingað, eftir svo mörg ár aðskilnaðar og beiskju, þá hlyti hann að vera öðruvísi undir yfirborðinu. Ef til vill einmana, og í alveg eins mikilli þörf fyrir ást ogég. „Svo ég hugsaði um þig og talaði við hann — ” Hún stóð á tánum og kyssti Abby á kinnina. „Þakka þér fyrir, Abby. Ég óska þér aðeins sömu hamingju og ég hef hlotið nú. Eiginmanns, sem elskar þig og er elskaður á móti. Ég get ekki imyndað mér meiri sælu.” Abby gat ekki annað en brosað daufu brosi og sagði: „Ég efast um að það eigi eftir að koma fyrir mig.” ,, H vers vegna ekki? ’ ’ Abby byrjaði að hneppa að sér kápuna. „Vegna þess að maðurinn, sem ég — eini maðurinn, sem gæti orðið eiginmaður minn, getur ekki orðið það. Ég elska hann og hann elskar mig, en — „Er hanngiftur?” „Þú, sem aldrei ferð með slúður, spyrð slíkrar spumingar? Hvers vegna? Þú gerir mig forviða,” sagði Abby stríðnislega. María brosti og klappaði henni á hand- legginn. 32 VIKAN 46. TBL.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.