Vikan - 11.11.1976, Síða 34
Sagan endurtekur sig i saznsku konungsfjölskyldunni
Fyrir 44 árum var 1
angs á biðilsbuxur
Leynileg stefnumót i Svíþjóð og á
meginlandinu. Orðrómur um, að
trúlofun sé á næstu grösum. Hirðin
mótmælir — árangurslaust. Sögu-
sagnirnar halda áfram.
Svo springur blaðran! Þýskt blað
segir, að nú viti menn trúlofunar-
daginn og að allir í heimabæ ungu
stúlkunnar viti hvað sé að gerast.
Árangurinn: Enn mótmæli frá
hirðinni — ákveðnari en fyrr. En
blöði halda áfram að skrifa. Blaða-
menn og ljósmyndarar hertaka
heimabæ stúlkunnar. Hirðin
gefur sig, mótmæli heyrast sjaldnar,
Þýska blaðið hafði á réttu að
standa. Dagurinn, sem það hafði
nefnt, rann upp — trúlofunin var
staðreynd...
Þetta fjallar ekki um Carl Gústaf
konung og Siiviu, heldur um föður
hans, Gústaf Adolf prins og trúlof-
un hans og Sibyllu prinsessu,
móður konungsins.
Jafnvel þá höfðu blöðin áhuga á
ástamálum kóngafólksins. 16. júni
1932, á afmæli þáverandi konungs,
Gústafs fimmta, settu Gústaf Adolf
prins og Sibylla af Sachsen-Coburg
og Gotha upp hringana.
Fyrir trúlofunina hafði unga fólk-
ið eiginlega verið i feluleik við um-
heiminn. Sibylla hafði oft verið i
Svíþjóð og prinsinn í Þýskalandi.
Alltaf laumuðust þau á leynileg
stefnumót.
Danska drottningin Ingrid leiddi
þau saman. Fyrst hittust þau í
október 1931, þegar frænka Sibyllu
gifti sig. Ingrid drottning var þá
prinsessa í Svíþjóð og var við brúð-
kaupið með bróður sinum, Gústaf
Adolf prins. Sagt er, að Ingrid hafi
hvatt þau til að hittast i betra tómi.
Prinsinn fór nú eins og jó-jó milli
Malmö, Kaupmannahafnar og
Stokkhólms. Hann ferðaðist alltaf
undir dulnefni. Það sama gerði
Sibylla. Þau hittust i höllinni
Sofiero. Engan grunaði, að hið
ástfangna par hittist í höllinni. Þau
léku á blöðin. Ef einhvern grunaði
eitthvað, sá Ingrid prinsessa um að
eyða þvi. Allir vissu, að hún var góð
vinkona Sibyllu, og hún var alltaf
viðstödd stefnumótin.
Dag einn í febrúar 1932 steig
fögur stúlka af lestinni á brautar-
stöðinni í Stokkhólmi. Ljósmynd-
ararnir smelltu af mörgum mynd-
1932: Nýtrúlofuð og hamingjusöm
fara þau á veiðar i nágrenni
æskuheimiiis prinsessunnar,
Callenberghallar í Coburg.
1976: Konungurinn og unnusta
hans veiða lax í Mörrums
m.a. með finnska forsetanum
Urho Kekkonen.
34 VIKAN 46. TBL.