Vikan

Tölublað

Vikan - 11.11.1976, Blaðsíða 38

Vikan - 11.11.1976, Blaðsíða 38
— Ég vona, að verðbólgan haldist, svo ég fái örugglega að giftast milljónamæringi. 38 VIKAN 46. TBL. © hinn raunverulegi James B Stephen ] Þrjátíu og tvisvar sinnum hefur hann farið til Sovétríkjanna, Kína og Norður-Kóreu til þess að frelsa óvirka sendimenn eða rússneska flóttamenn, og hann hefur líka skipulagt stjórnarfall i mörgum löndum heims. Hinn áhrifamikli, duglegi og samviskusami ofursti Meade er sennilega einn frægasti sendimaður allra tima. Þetta er skýrslan um manninn, sem er önnur tveggja fyrirmynda að James Bond. í hinu merkilega stríði njósna og gagnnjósna í sambandi við CIA er eitt nafn, sem heyrist æ oftar nefnt: Stephen J. Meade ofursti. Á síðasta ári kom hann fram í bandarískum sjónvarpsþætti og mótmælti ásök- unum, sem bornar höfðu verið fram á hendur honum í bók Victors Marchettis „CIA og vitsmunadýrk- unin”. Þar er reyndar minnst á það, að Meade sé önnur tveggja fyrir- mynda rithöfundarins Ians Flem- ings i sögum hans um James Bond. Meade er sólbrúnn og sterklegur og borðar og drekkur mjög lítið. Hann reykir fimm sígarettur á dag og hleypur átta kílómetra á hverj- um degi. Meade er nú 61 árs og lítur mjög vel út, en brosir mjög sjaldan, nema við hátíðleg tækifæri. í þrjátíu ár hefur hann verið ráðinn til leynilegra framkvæmda á vegum hersins, en þó aðallega i þjónustu CIA. Enda þótt Meade væri aldrei á launaskrá hjá CIA var hann fremsti flótta- og liðveislu- sérfræðingur stofnunarinnar. Mað- urinn, sem var sendur til þess að bjarga sendimönnum úr klandri og einnig þeim, sem voru einfaldlega orðnir óvirkir á viðkomandi stöð- um. Venjulega fól starfið einnig í sér að ná út fjölskyldu sendimanns- ins, t.d. í Uljanov tilfellinu. 32 FERÐIR TIL AUST ANT J ALDSL AND A. Meade hefur farið þrjátíu og tvisvar sinnum til austantjalds- landa. Dulnefni hans var Blístrar- inn. Hér er svo yfirlit um störf hans: 1942. Meade var í þjónustu bandaríska fótgönguliðsins og þátt- takandi á öllum mikilvægum víg- stöðvum. Fyrir framlag sitt var hann heiðraður með bronsstjörn- unni, silfurstjörnunni og franska stríðskrossinum. 1945. Á jóladag stökk Meade í fallhlif yfir Rússlandi til þess að frelsa þýska kjarneðlisfræðinga úr haldi. Hann fann þá aldrei, en tókst þess í stað að mynda samtök menntamanna, sem vildu sleppa undan oki sovéskra stjórnvalda og komast úr landi. Meade var sjálfur tekinn fastur af MVD fyrirrennara KGB, en látinn laus aftur. Þegar hann kom aftur til Bandarikjanna, gat hann ekki gefið neina viðhlít- andi skýringu á því, hvers vegna honum var sleppt úr haldi, og álitu þá margir hann vera í tygjum við MVD. Síðar kom i ljós, að hann var látinn laus að skipun bandarísks sendimanns i MVD: 1946—49. Meade var á þessum árum skráður herforingi i Beirut, en var í rauninni í þjónustu CIA og vann að málefnum kúrda og ar- mena. Hann gerði allt til þess að halda því leyndu og tókst það með ágætum. HÁPUNKTUR KALDA STRÍÐS- INS. 1949—52. Meade var gerður að höfuðsmanni sambandsdeildar í fót- gönguliðsskóla hersins, Fort Benn- ing í Gergiu. Eftir skipun frá CIA skipulagði hann einnig flótta og liðveislu við F&U. Á þessu timabili fór hann í eina af sínum hættulegustu ferðum til Sovétríkjanna í þeim tilgangi að

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.