Vikan

Útgáva

Vikan - 18.11.1976, Síða 2

Vikan - 18.11.1976, Síða 2
47. tbl. 38. árg. 18. nóv. 1976 Verð kr. 300 GREINAR: 12 Muhammed Ali. Heilagur eða breyskur, trúarleiðtogi eða kvik- myndaleikari. 16 Að heyra vel eða heyra ver — það er lóðið. Sagt frá starfsemi heymhrdeildar Heilsuvemdar- stöðvar Reykjavíkur. 32 Greta Garbo. SÖGUR: 19 Snara fuglarans. Tuttugasti hluti framhaldssögu eftir Helen Maclnnes. 28 Uppruni Tularecito. Smésaga eftir John Steinbeck. 34 Hamingjanerhverful. Smásaga eftir Debby Mayer. FASTIR ÞÆTTIR: 2 Blái fuglinn. 7 Poppfræðirit Vikunnar i umsjá Halldórs Andréssonar: Peter Frampton. 9 I næstu Viku. 10 Póstur. 23 Heilabrot Vikunnar: Getraun, krossgátur fyrir börn og full- orðna, skák- og bridgeþrautir, myndagáta og fleira á fjórun. siðum. 28 Stjörnuspá. 34 Meðal annarra orða. 37 Hadda fer í búðir. 39 Tækni fyrir alla. 40 Draumar. 41 Matreiðslubók Vikunnar í um- sjá Drafnar Farestveit. ÝMISLEGT:__________________ 4 Nýju fötin hans Lúðvíks. Colin Porter gerir tillögur að fjöl- breyttum fatnaði handa Lúðvik Jósepssyni alþingismanni. Hek/að g/uggatja/d með fiðri/dum EFNI: Hvítt bómullargarn nr. 30 eða D.M.C. heklugarn nr. 8, heklunál nr. 10 eða 12. MÁL: Breidd kappans = 17 sm. MYNSTUR: (hnútur) 3 II. Stingið nálinni í fyrstu II (dragið garnið í gegnum, sláið upp á, stingið nálinni í sömu II), heklið tvisvar sinnum = 6 lykkjur á nálinni, dragið garnið í gegnum allar 6 lykkjurnar, 1 II, 1 kl í fyrstu II. KAPPINN: Heklið 77 lykkjur. 1. UMFERÐ: Byrjið í 2. II frá nálinni, 10 fl, x 1 hnútur, 5 kl. endurtakið frá x 11 sinnum, 1 hnútur, 10 fl. 1 hnútur. 2. UMFERÐ: Snúið með 2. II 10 stuðlar 56 II 10 stuðlar. 3. UMFERÐ: Snúið með 1 II 10 fl x 1 hnútur, 5kl, endurtakiðfrá x 11 sinnum, 1 hnútur, 10 fl, 1 hnútur. Heklið áfram 2. og 3. umferð, þar til kappinn hefur náð þeirri lengd, sem óskað er. FIÐRILDI: Heklið 15 II og lokið hringnum með 1 kl. 1. UMFERÐ: 11131 fl um hringinn Ijúkið með 1 kl, í L. II. 2. UMFERÐ: 5II, hlaupið yfir 1 fl, x 1 stuðull, 2 II, hlaupið yfir 1 fl, endurtakið frá x og Ijúkið með 1 kl í 3. II (= 16 bogar). 3. UMFERÐ: x (1 hnútur yfir stuðul, 2 fI um bogann), heklið 3 sinnum, 2 fl um næsta boga, endurtakið frá x (= 12hnútar). 1. VÆNGUR: 4. UMFERÐ: 10 II, 1 kl í fyrsta hnút, 11 II, 1 klí2. hnút, 11 II, 1 kl í 3. hnút, 10 II, 1 kl í fl eftir hnútinn á 3. umferð (= 4 bogar) snúið. 5. UMFERÐ: Heklið 5 fl í miðjuna á 1. boga, 10 II, 1 kl í 2. boga, 11II, 1 kl í 3. boga, 11 II, 1 kl í 4 boga, 5 fl í síðasta boga, 1 kl í 3. umferð (= 3 bogar) snúið. 6. UMFERÐ: 5 fl í fl, 5 fl í miðjuna á boganum, 10 II, 1 kl í bogann á miöjunni, 10 II, 1 kl í 3. boga, 5 fl í bogann, 5 fl í fl, 1 kl í 3. umferð. (= 2 bogar), snúið. 7. UMFERÐ: Heklið fl í miðjuna á boga á 6. umferð, 11 u 1 kl í næsta boga, 5 fl í bogann, 1 fl í hverja lykkju að 3. umferð, 1 kl, snúið. 8. UMFERÐ: 1 fl í hverja fl í bogann, 6 fl, 1 hnútur, 6 fl í bogann, fl að 3. umferð, 3 kl. Heklið nú hinn vænginn 4.5.6.,7. og 8. umferð. Felið endana. Heklið eins mörg fiðrildi og þið óskið. Festið þau síðan í kappann með mislöngum II keðjum, sem þiö hekliö úr 5 kl, 1 hnút o.s.frv. Festið II keðjurnar 2 og 2 með jöfnu millibili og með það stóru bili, að fiðrildin komist fyrir bæði efst og neðst í hnútana. Skammstafanir: II = loftlykkja kl = keðjulykkja fl = fastalykkja Kartöf/ur sjúga í sig sa/t Það vita nú víst flestar hús- mæður, en fyrir þær nýkomnu í stéttina er gott að vita þetta. Kartafla er afhýdd, skorin í þykkar skifur og látin sjóða með, ef saltað hefur verið full hressi- lega. T.d. hefir mér stundum orðið á að salta of mikið bæði kjötsúpu og baunasúpu og þá hefir mér reynst þetta ráð mjög vel. Nú ef þú ert svo myndarleg að nota síld til matar, sem þú útbýrð sjálf getur þú flýtt fyrir við að útvatna síldina með því að láta hráa kartöflubita liggja með síldinni í bleyti. 14 Jólagetraun Vikunnar — 100 vandaðir vinningar.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.