Vikan

Eksemplar

Vikan - 18.11.1976, Side 9

Vikan - 18.11.1976, Side 9
— Þú sagðir að þú hefðir gaman af öllu, sem kæmi á óvart. Þegar Rossini var á hátindi frægðar sinnar, ferðaðist hann til Portúgal. Pedro konungur bauð honum til hirðveislu, og eftir ríkulega máltíð varfarið inn í tónlist- arsalinn, þar sem kóngur óskaði eindregið eftir að fá að syngja óperi'aríu fyrir tónskáldið. Rossini hlustaði með miklum fjálgleik á söng hátingnarinnar, og að honum loknum spurði Pedro: ,,Nú, hvað fannst yður um þetta?" Rossini hikaði ofurlítiö, sagði síðan með hárri og sannfærandi röddu: ,,Ég hef aldrei á æfi minni heyrt konung syngja betur." ★ ★ ★ Gyðingur hafði verslun, sam- bland af veðlánabúð og fornsölu. Eittsinnerhannskrappút, léthann son sinn sjá um búðina á meðan. Þegar hann kom aftur spuröi hann: Hvernig var verslunin, meðan ég var úti?" ,,Verslunin gekk vel, pabbi, alveg prýðilega," sagði sonurinn. ,,Jæja, ísak, hvað seldirðu?" ,,Ekkert, enmaðurinn, semkomí gær og keypti trúlofunarhringinn, kom aftur og veðsetti hann." ,,Og seldir þú honum eitthvað annað?" ,,Nei, pabbi, hann virtist of sorgbitinn til að kaupa nokkuð." ,,Og þetta kallar þú að gera góða verslun?Ef hann var sorgbitinn, þvi þá ekki að selja honum skamm- byssu?" — Mér leið vel í morgun þegar ég vaknaði. I NÆSTU VIKU —NÝTT - NÝTT - NÝTT - NÝTT - NÝTT í næstu VIKU litur dagsins ljós hugmynd, sem við hér á Vikunni höfum lengi gengið með og langað til að hrinda í framkvæmd. Frá og með því tölublaði fá lesendur allar myndasögumar í einu lagi og geta kippt þeim út úr Vikunni, ef þeir viija safna þeim saman og geyma í möppu. Þessi innstunga verður að sjálfsögðu á góðum pappír og prentuð í fjórum litum. Sem stendur fáum við að vísu ekki allar myndasögurnar í lit, en gerðar hafa verið ráðstafanir til þess að svo verði mjög fljótlega. Það er von okkar, að lesendur taki þessu nýmæli vel. Af öðru efni næsta tölublaðs ber vafalaust hæst viðtal við Sirrí, sem allir landsmenn þekkja af starfi hennar í Stundinni okkar. Hún býr ásamt eigimanni sínum í litlu húsi i Kópavoginum, og þar spjallaði blaðamaður við hana um siglingar og kennslustörf og svo auðvitað um Stundina okkar og hann Palla vin vorn. Auk þess verða í næsta blaði sýndar teikningar af bráðskemmtilegum húsgögnum við barna hæfi, grein verður um vandamál þeirra.sem þjást af phobium, tvær smásögur og margt fieira. VIKAN Útgefandi: Hilmir h.f. Ritstjórí: Krístin Halldórsdóttir. Blaðamenn: Guðmundur Karlsson, Sigurjón Jóhannsson, Aðalsteinn Ásb. Sigurðsson, Útlitsteiknari: Þorbergur Kristinsson. Ljósmyndari: Jim Smart. Auglýsingastjóri: Ingvar Sveinsson. Ritstjórn, auglýsingar, afgreiðsla og dreifing Síðumúla 12. Símar 35320-35323. Pósthólf 533. Verð í lausasölu kr. 300. Áskriftarverð kr. 3.350 fyrír 13 tölublöð ársfjórðungslega, kr. 6.320 fyrir 26 tölublöð hálfsárslega eða kr. 11.700 í ársáskrift. Áskriftarverð greiðist fyrirfram. Gjalddagar: nóvember. febrúar, mai, ágúst. 47. TBL. VIKAN 9

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.