Vikan - 18.11.1976, Page 11
búa með kærastanum mínum, en
hann er 20 ára. Það er vandamál,
sem leggst þungt á mig, að ég fæ
ekkert út úr kynllfi, ekki einu sinni
ertingu.
Ég fór til læknis án vitundar
mannsins míns og sagði læknirinn
að þetta kæmi allt. Ég hef „leikið"
fullnægingu frá upphafi, svo að
ekki verður aftur snúið. Ég get
ekki sagt manninum mínum þetta.
Hann er mér góður og flýtir sér
aldrei. Ég hlýt því að vera eitthvað
afbrigðileg.
Nú kemur svo hin stóra spurn-
ing. Er eitthvaö til sem er kynörv-
andi? Læknirinn vildi ekkert gera,
svo að ég sný mér til þin og bið
um hjálp sem fyrst.
Kynköld.
P.S. Hvað lestu úr skriftinni og
hvernig fara saman hrútur (strák-
ur) og krabbi (stelpa)?
Póstinum þykir ieitt að iesa um
þessi vandamál þín. Þú hiýtur aö
hafa lent á óvenju íhaldssömum
lækni og ættir þvi að fara til
einhvers annars sem fyrst. Það
eru til sérfræðingar á þessu sviði
og ættu þeir að reynast þér bestir.
Eitthvað hefur Pósturinn heyrt
minnstá E-vftamín / sambandi við
kynorku, en vi/l þó ekkert ful/yrða í
þvi sambandi. i samráði við lækni
eru oft gefin hormónalyf, sem
eiga að auka starfsemi kynkirtla
og eru þvl eins konar kynörvandi
/yf.
Úr skriftinni má lesa áhyggjur
og þreytu, en hún ber einnig vott
um göfug/yndi og drengskap.
Sambúð hrúts og krabba á að
b/essast allvel. Hann er aö vísu
nokkuð reikull I rásinni, en hún
dáir hann, og þaö bjargar öllu.
ENN UM STRÁK.
Elsku Póstur!
Ég hef aldrei skrifaö þér áður og
vona að þú birtir þetta pár.
Ég er hrifin af strák, sem hefur
engan áhuga á mér eftir því sem
ég best veit. Hvað á ég að gera til
þess að reyna að fá hann?
Hvað helduröu að ég sé gömul,
og hvað lestu úr skriftinni? Hvern-
ig fara vogin (kvk.) og hrúturinn
(kk.) saman? En vogin (kvk.) og
fiskarnir (kk.)? , ,, ,
Ein skólapia.
Mi/il árans vandræöi eru þetta.
Ætli þú veröir ekki bara aö pipra.
Póstinum finnst það að minnsta
kosti hæpinn ,,bissness" að æt/a
sér að taka strákinn nauðugan.
Það væri í ö/lu fa/li ráð/egra fyrir
þig að tala við foreldra hans fyrst,
ef hann er ekki kominn á giftingar-
a/dur.
Þú ert líklega 11 ára, og skriftin
sýnir, að þú ert ákaf/ega bráð/át.
Vog og hrútur eru eins og sköpuð
fyrir hvort annað, en vog og fiskur
eru hinsvegar á öndverðum meiði.
Mr. Leonard Cohen 1127
Spruce St. Apt. 3 Phi/adel-
phia, PA, 19107 USA. er 30 ára
gamall bandaríkjamaöur, sem ósk-
ar eftir aö komast í bréfasambandi
við íslenskar stúlkur á aldrinum
18—30 ára. Helstu áhugamál:
Pop-tónlist, góðar bækur, dans
og skemmtilegt fólk.
Mrs. Patricia Taylor, 86, For-
ester Road, Southgate CRAW-
LEY, W. Sussex RH10 GEF.
Englandi er 38 ára gömul ensk
stúlka, sem óskar eftir pennavin-
um á Íslandi. Helstu áhugamál
hennareru: Bréfaskriftir, ferðalög,
tónlist, listir og saga og heim-
speki.
Miss Joy E. Griffiths 38, Sefton
Avenue, Mi/I Hill, London, NW7
3QD, Eng/and er 49 ára gömul
ensk kona, sem hefur mikinn
áhuga á að komast í bréfasam-
band við íslendinga. Helstu
áhugamál eru: Sígild tónlist, leik-
hús, kvikmyndir, sjónvarp, ballett
og nútíma dansar, bókalestur,
listir, handavinna, saga og ferða-
lög.
Sigríður Gísladóttir, Sunnuhvoli,
Stokkseyri óskar eftir að skrifast á
við stráka á aldrinum 14 — 15 ára.
Sjálf er hún 14 ára.
Steingerður Steinþórsdóttir, Eyrar-
lóni, Stokkseyri óskar eftir að
skrifast á við stráka á aldrinum 14
—15 ára. Sjálf er hún 14 ára.
BRflun
BLÁSIÐ NÝJU
LÍFI í HÁRIÐ!
BRAUN hársnyrtitækin eru ein þau fullkomnustu á
markaðinum — og hönnunin sérlega glæsileg.
ATHYGLISVERÐAST
er það nýjasta frá BRAUN — hársnyrtisettið PLUS2, en
þá er bætt við venjulegt sett úðara og lokkajárni. Þetta
þýðiraðsjálfsögðu, aðþérgetiðætíðblásið nýju lífi í hárið
— fyrirvaralaust.
GOTT VERÐ
Þetta glæsilega hársnyrtisett er á góðu verði — kostar
kr. 11.900 (október 1976, gæti hækkað fyrirvaralítið).
FLEIRI GERÐIR
SeljumennfremurBRAUNkrullujárn, hárþurrkurog hár-
burstasett sem eru nokkuð ódýrari en PLUS 2.
KAUPMENN - KAUPFÉLÖG:
Vinsamlegast gerið pantanir á BRAUN vörum
sem fyrst.
Verslunin
(heildsala — smásala)
Skólavörðustíg 1—3, Bergstaðastræti 7
47. TBL. VIKAN 11