Vikan

Útgáva

Vikan - 18.11.1976, Síða 17

Vikan - 18.11.1976, Síða 17
ra ver-það er lóðið Kormákur Sigurðsson fulltrúi við Heilsuverndarstöðina sér um fram- kvœmd hávaðamælinga á vinnu- stöðvum o.íl; Til hans má leita með ráðleggingar viðvíkjandi ráðstaf- anir til að draga úr öllum hávaða. Erlingur Þorsteinsson yfirlæknir deildarinnar. sjúkdómsgreiningu, sem byggð er á mælingum og læknisfræðilegri skoðun, val á heyrnartæki og kennslu í meðferð þeirra, leiðbein- ingar um ýmis hjálpartæki og útvegun þeirra, hlustunartækja- smiði og viðgerðarþjónustu. öll þessi þjónusta er ókeypis fyrir reyk- víkinga, en utanbæjarfólk þarf að greiða vægt gjald. Nauðsynlegt er að panta tíma með góðum fyrirvara. Heymarstöðin hefur undanfarin ár úthlutað um 350 heyrnartækjum árlega, og sú tala hefur verið nokkuð jöfn og eðlileg að áliti forstöðumanns Heyrnardeildarinn- ar, Birgis Áss. Deildin hefur undan- farin ár látið framkvæma heyrnar- mælingar á öllum börnum í skólum, sjö ára og eldri, og við það finnast að meðaltali um 100 börn á ári, sem þurfa sérstakrar meðhöndlunar við. Þar að auki koma til meðferðar á ári hverju um 3000 manns, sem margir hverjir þurfa heyrnartæki eða aðra læknishjálp. Það má því með sanni segja, að verkefnin fyrir starfsfólk deildarinnar séu ærin, en þar vinna að staðaldri auk Erlings Birgir Ás Guðmundsson forstöðumaður, Pét- ur Kristjánsson tæknimaður, sem annast viðgerðir og viðhald heyrn- artækja, og Sigríður Sigmunds- dóttir tannsmiður, sem hefurþað að aðalstarfi að smíða og gera við svokölluð hlustunarstykki, sem þurfa að sérsmíðast á hvern ein- stakling á likan hátt að sumu leyti og gervitennur. Þessi stykki eru síðan fest í hlustina og heyrnartæk- ið fest við hann, þannig að beint samband sé ávallt frá tækinu við þann hluta eyrans, sem æskilegt er. Sömuleiðis verka þessi stykki um leið sem nokkurskonar öryggi gegn eftir kannski tvö — þrjú ár eða svo — og það mætti segja mér, að sá sem kæmi hér á eftir mér yrði kannski heils-dags maður að vinnu- tíma séð. Það er vissum annmörk- um bundið að vera hér aðeins hálfan dag, til dæmis vegna fólks, sem kemur utan af landi og hefur takmarkaðan tíma, og þá getur hæglega komið fyrir, að okkar tímar standist ekki á. Slíkt er óheppilegt og gæti stuðlað að því, að fólkið fengi ekki rétt tæki, en við vinnum einmitt að því, að hver einasta manneskja, sem hingað kemur inn, fái rétta læknisskoðun. — Á þeim tíma sem skólar eru starfandi, kemur hingað ákaflega margt fólk, og er það vel. Við vinnum að því, að slíkt megi vera allan ársins hring. Rétt er að taka það fram, hvaða* þjónustu heyrnardeildin veitir, en þar er um að ræða almenna heyrnar- mælingu, ýmiss konar sérprófanir, Heyrnartæknir mælir heyrn sjúklings með í hljóðeinangruðu herbergi. því að tækið sjálft losni frá eyranu og detti á gólfið við snögga hreyf- ingu höfuðsins. Af öðru starfsfólki ber ekki síst að minnast á heyrnar- tækna, sem vinna ýmist við heyrn- armælingar á staðnum eða úti i bæ, en þær eru Sif Eiriksdóttir, Árný Kolbeinsdóttir og Hrefna Jónas- dóttir. Ritari er Kristin Guðmunds- dóttir og gegnir jafnframt ýmsum skrifstofustörfum. Pétur Kristjánsson tæknimaður sýndi okkur ýmsar gerðir heyrnar- tækja og annarra hjálpartækja. Var þar úr mörgu að velja, en mér varð starsýnt á sérstaka gerð tækja, sem komið er haganlega fyrir i umgerð- um gleraugna þannig, að þau eru nánast ósýnileg. Pétur sér um alla viðgerðarþjónustu og viðhald þess- ara tækja og prófar þau. Birgir Ás forstöðumaður fræddi mig um ýmislegt, sem gert er fyrir fólk þarna á deildinni. Hann hefur umsjón með heyrnarmælingum, skoðar érangur þeirra og metur hverju sinni, hvað gera skuli fyrir viðkomandi sjúkling, því heyrnar- deyfð getur stafað af ýmsum ólíkum ástæðum. Margir hafa til dæmis skerta heyrn vegna sifellds hávaða á vinnustað, en slíkt virðist vera mjög einstaklingsbundið, og er dálitið lævis galli, því sumir hafa af því skerta heyrn langtimum saman án þess að vita af því fyrr en um seinan. Hljómsveitarmenn eru t.d. í þeim flokki manna, því alkunnur er hávaði nútima hljómsveita. Reynt hefur verið að vara við slikri hættu, m.a. með mælingum á heyrn starfs- manna, en það vekur furðu, hve kærulausir menn virðast vera gagn- vart þessari hættu. Eins og áður er sagt hefur hávaði á vinnustöðum verið mældur, og athugasemdir eru gerðar, ef hann reynist hættulegur. Þá er mælt með ýmiskonar aðgerðum, sem mundu bæta ástandið, og eru þær yfirleitt ekki dýrar í framkvæmd. Má þar benda á hljóðeinangrandi veggi, aðgerðir til að draga út sjálfum hávaðanum í tækjunum, heyrnar- hlífum, eyrnatöppum o.s.frv. Ég vil hér undirstrika það mjög ákveðið, hve nauðsynlegt slíkt er, og ein- dregið benda mönnum á að leita aðstoðar heyrnarstöðvarinnar, ef grunur er fyrir hendi um hættu- legan hávaða, hvort sem er á vinnustað eða annarsstaðar, til að fyrirbyggja heyrnarskemmdir, sem ef til vill yrðu ólæknanlegar. KARLSSON. * 47. TBL. VIKAN 17

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.