Vikan - 18.11.1976, Qupperneq 20
Bændurair voru i þann veginn að
fara. Hann heyrði hávaða er hælar
þeirra smullu i viðargólfið. Þeir
stönsuðu og gerðu að gamni sinu
við þjónustustúlkuna og hún fliss-
aði. Ungur maður kallaði til þeirra
á óskiljanlegri mállýsku. Einn af
bændunum svaraði. Því næst kom
hlátur og önnur athugasemd. Þeir
kölluðust á, hálft í gamni og hálft í
alvöru.
Önnur minúta var Iiðin, hugsaði
David kvíðafullur. Hann hafði
Ódýrar
og hentugar
peningaskúffur
□hrifuÉiin hf
augun á úrinu sínu og hlustaði eftir
hinum minnstu hljóðum. Krieger
hreyfði sig ekki, en mennirair tveir
virtust ákveðnir í því að bíða
þangað til hann færi og ætluðu þá
að elta hann. Ekkert annað? David
hikaði. Honum fannst hann hálf-
kjánalegur. Átti hann ekki bara að
hypja sig?
En allt í einu stóðu mennirnir
tveir upp og gengu hratt yfir að
borði Kriegers. David fór í frakka-
vasa sinn og greip um skamm-
byssuna. Hann fylgdist með því.
sem var að gerast. Annar maðurinn
fór í jakkavasa sinn, sem bungaði
óheillavænlega út. Þeir voru nú
búnir að króa hann af og hinn sagði
eitthvað og var mjög fljótmæltur.
Hann lagði óherslu ó orð sín með
þvi að benda ó bakdyrnar.
David stóð gætilega upp fró borð-
inu, en hafði stöðugt gætur á mönn-
unum. Þeir snéru baki í hann og
einbeittu sér að Krieger, sem reis
hægt á fætur. Hann sagði eitthvað
við þá, til þess að halda athygli
þeirra vakandi eins og hann ætti
von á einhverjum fantabrögðum. Á
meðan fékk David ráðrúm til þess
að læðast að manninum, sem var
áreiðanlega með byssu í vasanum.
Hinn leit við og varaði félaga sinn
við. En það var um seinan. David
teygði sig fram og sló hann með
byssuskeftinu í hnakkann. Krieger
slengdi ölkrúsinni á munn hins.
Mennirnir tveir duttu nær samtímis
annar á gólfið og sennilega i roti, en
hinn á borðið og hann hélt hönd-
unum fyrir andlitið.
Krieger staldraði aðeins við og
setti einhverja peninga á borðið við
hliðina á emjandi manninum.
„Þetta ætti að nægja fyrir brotnu
ölkrúsinni lika,” sagði hann og elti
David í áttina að bakdyrunum.
Þeir voru nú komnir út í sundið.
Krieger benti til vinstri handar.
„Þetta er skemmsta leiðin. Ég ætla
að fara í hina áttina.” Hann beygði
til hægri, stansaði svo andartak og
leit við. „Þú ert þrjóskari en and-
skotinn. En ég þakka þér samt
fyrir.”
David brosti og hljóp síðan eftir
sundinu, sem bugðaðist eins og
árfarvegur á milli þriggjahæða
húsanna. Hér var skuggsælt og
friðsamlegt. Sú sneið af himninum,
sem sást langt, langt fyrir ofan rauð
þakskeggin, var heiðrík. Hann kom
út á götuna er lá í norður, hætti þó
að hlaupa en gekk hröðum skrefum.
17.
Irina hafði hlustað á fótatak
Davids þegar hann hljóp niður
stigann. Hún steig fram úr rúminu
og var enn með samlokuna í
hendinni og gekk yfir að gluggan-
um. En hann var þegar kominn úr
augsýn. Hún sá ekkert nema auðan
veginn og friðsæla víngarðana. Hún
snéri sér við en forðaðist að líta
framan í Jo. „Þú hefur rétt fyrir
þér,” sagði hún. „Sennilega er
þrumuveður í aðsigi.”
„Ljúktu við samlokuna.” Jo var
að taka til á náttborðinu, vafði inn
matarleifunum og setti þær í bréf-
poka. I pokanum var líka matur,
sem hún hafði keypt sjálf. Eitt hafði
hún lært í þessari ferð og það var að
vera við öllu búin.
„Vilt þú ekki fá þér neitt að
borða?”
„Seinna,” sagði Jo. „Við getum
stansað einhvers staðar og snarl-
að.” Ef til vill yrði magi hennar þá
aftur kominn í samt lag. Tilraun
hennar til þess að borða hádegis-
verð hafði mistekist. Ég vildi óska
þess að ég væri eins róleg og ég
virðist vera, hugsaði hún og hélt
áfram að laga til í herberginu. Sem
betur fór hafði Irina ekki tekið
mikið upp úr töskunni sinni. „Ertu
búin að losa þig við hárkolluna?”
Irinu blöskraði. „Losa mig við
hana. Þótt mér líki hún ekki dytti
mér það ekki í hug.” Hún kláraði
samlokuna og skolaði síðasta
munnbitanum niður með víninu.
Ferskjumar voru þegar komnar
ofan í pokann. Jo var einum of
framtakssöm. „Mig myndi langa í
eina ferskju.”
„Seinna. Þú verður of lengi að
borða hana.”
„En við höfum nægan tíma.”
„Nei því miður. Flýttu þér nú
Irina og settu ó þig hárkolluna. Þú
breytist töluvert við það.”
„Nei. Ég get sett á mig
slæðuna.”
„Gerðu það þó.” Jo vildi fyrir
alla muni ekki lenda í deilum við
hana. Hún gat sett á sig hárkolluna
þegar þær væru komnar út fyrir
bæinn og sjólf var hún að hugsa um
að vera rauðhærð St. Mary til