Vikan - 18.11.1976, Side 28
Spáin gildir frá fimmtudcgi til miðvikudags
HRÚT'JRINN 27. mars -20. aprii
Einhverjir vinir þínir koma þér á óvart með
saklausum hrekk, sem hefur þó óvœntar
afleiðingar. Þetta leiðir af sér bráðskemmti-
legan misskilning.
NAUTIÐ 27. apríl — 21. maí
Einmitt nú stendur þú frammi fyrir erfiðu
vandamáli og þarfnast ráðlegginga. Við
lokaákvörðun skaltu gæta þess að hafa
hana ekki með minnsta veikum punkti.
ST.V:-.
TVÍBURARNIR 22. maí - 27. júní(
Gamlir kunningjar, sem staddir eru í fjar-
lægð minna á sig á eftirminnilegan hátt og
það hefur sennilega talsverða þýðingu fyrir
þig persónulega.
KRABBINN 22. júní - 23. júlí
Eitthvað veldur þér vonbrigðum og skapar
þér talsvert aukaerfiði. Þetta er erfitt verk
og mjög ólíklegt að þú þurfir nokkum tíma
að endurtaka það.
æmM
LJÓNIÐ 24.júli -- 24. agúst
Mál, sem þú hélst að væri löngu gleymt,
kemur nú aftur fram í dagsljósið. Notaðu
tækifærið til þess að láta álit þitt í ljós hið
fyrsta.
MEYJAN 24. ágúst — 23. sept.
Gríptu hvert tækifæri sem gefst til útiveru
og ferðalaga. Eftir amstur og erfiði síðustu
vikna ertu í brýnni þörf fyrir að slaka
ærlegaá.
VOGIN 24. sept — 23. okt.
Utanaðkomandi menn þurfa að hafa sam-
i band við þig og því færð þú lítinn tíma til
að sinna einkamálum þínum. Hafðu hugfast
að fjölskyldan bíður ekki til eilífðar.
SPORÐDREKINN 24. okt. - 23. nóv.
Reyndu að vera yfirboðurum þínum að
skapi, þótt það kosti þig einhverja sjálfsaf-
neitun. Þú sérð örugglega ekki eftir þvi og
líður bara talsvert betur á eftir.
^ BOGMAÐURINN 24. nóv. - 27. des.
Gættu þín á að verða ekki til þess að spilla
eigum annarra. Það gæti leitt til afskipta
þeirra sem þú kærir þig síst um að hafa
samskipti við.
STEINGEITIN 22. des. - 20. jan.
Einhverjar tafir eru að baga þig og þú telur
þig í slæmri tímaþröng. Ýmislegt fer þó á
allt annan veg en þú hugðir og veitir þér
mikla gleði.
VATNSBERINN 27. jan. - 19. febr.
Framkoma þin við ákveðið tækifæri vekur
hrifningu viðstaddra. Ekki er ólíklegt að þér
veitist síðbúin viðurkenning í formi gjafar
eðaþakklætis.
FISKARNIR 20. febr. - 20. mars
Reyndu að líta með meiri bjartsýni á hlutina
og hafðu hugfast að það eru fleiri en ein
hlið á hverju máli, það getur bjargað fyrir
þér vikunni.
STdÖRNUSPfl
Uppruni Tularecito er sveipaður
móðu. En um fund hans ganga
munnmæli, sem fólkið á Guðsengi
neitar að trúa, rétt eins og það
neitar að trúa á drauga.
Franklin Gomez hafði vinnu-
mann, mexíkanskan indíána nefnd-
an Pancho og ekkert meira. Einu
sinni á hverra þriggja mánaða fresti
tók Pancho kaup sitt og ók til Mont
erey til að skrifta syndir sínar, gera
yfirbót og drekka sig fullan, allt í
nefndri röð. Ef honum tókst að
komast hjá að verða settur inn,
skreiddist hann upp í vagninn og
lagðist til svefns, þegar kránum var
lokað. Hesturinn lallaði svo með
hann heim og kom rétt í birtingu,
svo Pancho hafði tíma til að borða
morgunverð og koma sér til vinnu.
Pancho var ætíð sofandi, þegar
hann kom, og þess vegna vakti það
svo mikla athygli morgun einn,
þegar hann ók á stökki í hlaðið, ekki
einasta vakandi, heldur einnig
hrópandi af öllum kröftum.
Franklin Gomez fór út til að hafa
tal af vinnumanni sínum. Saga
hans, þegar búið var að greiða hana
úr þeirri flækju af óskiljanlegu
rugli, sem valt út úr honum var
svona: Pancho var á leiðinni heim,
öldungis alsgáður eins og ævinlega.
Nálægt búgarði Blake heyrði hann
barnsgrát frá grávíðisrunna við
vegbrúnina. Hann stöðvaði hestinn
og fór til að athuga málið, því það
var ekki venjulegt að rekast á börn
á þennan hátt. Og mikið rétt, Hann
fann barnunga liggjandi undir
runnanum. Hann var um það bil
þriggja mánaða eftir stærðinni að
dæma, áleit Pancho. Hann tók það
upp og kveikti á eldspýtu til að
athuga hvað hann hefði fundið
þarna, þegar hryllilegur atburður
gerðist. Barnið leit illilega á hann
og sagði djúpri röddu: „Sjáðu, ég
hef afar hvassar tennur.” Pancho
fleygði barninu frá sér, stökk
upp í vagninn og ók í loftinu
heimleiðis, og notaði skaftið á
svipunni til að lemja hestinn áfram,
gólandi eins og tunglsjúkur hundur.
Franklin Gomez strauk skeggið
hugsandi. Pancho átti ekki vanda
til að fá móðursýkisköst, jafnvel þó
hann væri undir áhrifum áfengis,
það vissi hann. Sú staðreynd, að
hann hafði yfirleitt vaknað, benti
til, að eitthvað hefði verið undir
runnanum. Endirinn varð sá, að
Franklin Gomez lét söðla hest, reið
á staðinn og kom með bamið. Það
talaði ekki framar næstu þrjú árin,
né hafði það nokkra tönn, þegar að
var gáð. Hvorug þessi staðreynd
gat þó sannfært Pancho um, að það
hefði ekki hreytt úr sér þessum illu
orðum í fyrstu.
Bamið var með stutta, kubbslega
handleggi, en langa, liðamótaslaka
fótleggi. Stórt höfuðið sat á van-
sköpuðum breiðum herðum og eng-
inn háls var merkjanlegur. Flatt
andlit barnsins, ásamt undarlega
löguðum kroppnum, olli því, að það
varð eins og af sjálfu sér ekki nefnt
annað en Tularecito, Litli froskur-
inn, enda þótt Franklin Gomez
kallaði það oft Sléttuúlf. ,,Því”,
sagði hann, ,,það má sjá í andliti
þessa drengs gamla visku, sem oft
sést hjá sléttuúlfum.”
,,En hvað um fótleggina, armana
og axlimar, senor?” sagði Pancho.
Svo nafnið Tularecito varð ráðandi.
Það vitnaðist aldrei, hver hafði
borið út þennan litla vanskapning.
Franklin Gomez lét drenginn alast
upp á búgarðinum og Pancho gætti
hans. En Pancho var alltaf hálf-
smeykur við drenginn. Hvorki árin
né strangar yfirbætur gátu afmáð
áhrifin af fyrstu orðum Tularecito.
Drengurinn óx hröðum skrefum,
en eftir fimmta árið óx heilinn ekki
meir. Sex ára gamall gat Tularecito
unnið á við fullorðinn mann. Langir
og liðugir fingur hans vora fimari
og sterkari en flestra annarra. Á
búgarðinum vom fingur Tularecito
óspart notaðir. Harðir hnútar stóð-
ust hann ekki lengi. Hann hafði
næma fingur, sem aldrei skemmdu
plöntur, sem hann átti að gróður-
setja, og hann var nógu handsterk-
ur til að snúa fasana úr hálsliðnum
án sýnilegrar áreynslu. Og Tulare-
cito hafði athyglisverða sérgáfu.
Með þumalfingursnöglinni gat hann
mótað lifandi eftirmyndir dýra úr
sandsteini. Franklin Gomez geymdi
mörg líkön af sléttuúlfum, ljónum,
spörfuglum og íkomum í húsi sínu.
Tveggja feta langt likan af svífandi
fálka hékk á vírspotta í borðstof-
unni. Pancho sem aldrei hafði getað
litið á drenginn sem sanna mann-
vem, taldiþessa sköpunargáfu bera
vott um vaxandi einkenni um
djöfullegt ættemi sem rekja mætti
til yfimáttúrlegs uppmna drengs-
ins.
Þó fólk á Guðsengi tryði ekki á
djöfullegan uppmna TulEU-ecito, leið
því þó illa í návist hans. Augu hans
vom gömul og þurr, það var
eitthvað forynjulegt við andlit
hans. Líkamskraftar hans og dular-
fullar listgáfur gerðu hann ólikan
öllum öðmm börnum og ollu óþægi-
legum tilfinningum.
Aðeins eitt gat vakið reiði Tulare-
cito. Ef nokkur manneskja, karl-
maður, kona eða barn skemmdi eða
eyðilagði eitthvert af handaverkum
hans, varð hann óður. Augu hans
glóðu og hann réðst með mann-
drápsofsa á skemmdarvarginn. í
þremur tilvikum, þegar þetta kom
fyrir, batt Franklin Gomez hann é
honum og fótum og lét hann liggja,
þangað til hann hafði aftur náð sínu
jafnaðargeði.
Tularecito fór ekki í skóla þegar
hann var sex ára. Sex næstu árin
áttu skólayfirvöld og kennarar öðm
hvom i stríði hans vegna. Franklin
Gomez viðurkenndi, að honum bæri
að sækja skóla, og gekk jafnvel svo
langt að koma honum af stað
nokkmm sinnum, en Tularecito
komst þangað aldrei. Hann var
hræddur um, að skólinn myndi vera
óþægilegur, svo hann bara lét sig
hverfa í sólarhring eða svo. Það var
ekki fyrr en hann var ellefu ára, með
herðar eins og lyftingamaður og
hendur og arma eins og kyrkjari, að
handhafar laganna gerðu alvöm úr
því að senda hann í skóla.
28 VIKAN 47. TBL.