Vikan


Vikan - 19.01.1978, Síða 5

Vikan - 19.01.1978, Síða 5
ngir grind að drepa hvalirnir hraktir inn á næstu vík með grjótkasti. Á meðan stærri bátarnir eru úti á sundinu, heldur fólkið i landi áfram að bera grjót og lætur það nú um borð í minni bátana. Á sumum smábátunum hafa eigendurnir dregið fána að húni, og blakta þeir rólega í golunni, þrátt fyrir asann á mann- fólkinu, og setja mikinn hátiðarsvip á höfnina. Þegar grindin nálgast flæðarmál- ið, skipa menn sér niður á litlu bátana vopnaðir skutlunum og halda á eftir hópnum. Fyrir kemur, að biða þurfi eftir flæði, svo að hvölunum skoli ekki út á sund eftir drápið. Á meðan synda þeir áhyggjulausir um í fjöruborðinu, greinilega óvitandi um örlög sin, en allir i byggðarlaginu, að undan- skildum þeim, sem eru í bátunum, safnast fyrir í fjörunni. tslendingar hafa stundum kallað Færeyinga „peysufæreyinga,” og kannski ekki að ástæðulausu, því líti maður yfir samkunduna, sér maður, að nærri hver einasti maður er í peysu, alla vega í munstri og litum. Um leið og talið er nægilega fallið að, eru hvalirnir reknir eins nálægt landi og mögulegt er, og slagurinn hefst. Skutlunum er þeytt af krafti i næsta dýr og kippt út um leið, þeir eru teknir inn og reknir niður með síðu bátsins, innundir hann, eða nær hvert sem er i hafið, og varla kemur fyrir, að kastið geygi. Við þessar aðfarir æsast dýrin, sem eðlilegt er, og synda i sprettum um það litla svæði, sem þeir er ætlað, stökkva og kafa, en hafa ekki vit á að ráðast gegn bátunum né kafa undir þá og leggja á flótta. Blóðið spýtist úr sárum dýranna, og er í 3. TBL. VIKAN5

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.