Vikan


Vikan - 19.01.1978, Qupperneq 9

Vikan - 19.01.1978, Qupperneq 9
...5^-.- Ég fór á popp-hátíðina! OPPL'i STN&n/Z. — Það er mjög persónuleg spurning. Má ég koma inn fyrir? — Þennan þarna! I NÆSTU VIKU JÖN H. KARLSSON FYRIRLIÐI Daginn sem næsta tölublað Vikunnar kemur út hefja sextán bestu handknattleiksþjóðir heims með sér úrslitaglímu um það, hver þeirra sé í rauninni sterkust. Þeirra á meðal er íslenska landsliðið. undir stjórn Jóns H. Karlssonar, eða Ponna, eins og hann er kallaður. Af því tilefni birtist viðtal við kappann í næsta blaði, en auk þess að leiða landslið íslendinga í handknattleik, þá er Jón framkvæmdastjóri hjá versluninni Teppalandi, er kvæntur og á þrjár dætur. En eðlilega snýst viðtalið mest um handknattleikinn. VIKAN Á HUNDAEYJUM Skammdegið leggst misjafnlega í fólk, og sumir verða heldur erfiðir í skapinu, þegar veturinn gengur í garð. Einn blaðamaður Vikunnar brá á það ráð að bíða með sumarfriið sitt, þangað til skammdegið var farið að þjaka hann, en þá brá hann sér til Kanaríeyja og kom náttúrlega margelfdur til baka. Ekkert hundalíf á Hundaeyjum nefnist grein, sem birtist í næstu Viku, en þar lýsir blaðamaðurinn ferð sinni. Við lestur þeirrar greinar verður maður margs fróðari um þennan eftirsótta ferðamannastað, til dæmis, að nafn eyjanna þýðir í rauninni Hundaeyjar. BAKDYRAMEGIN í IÐNÖ Flest kvöld vikunnar er Iðnó þéttsetið gestum, sem skemmta sér og njóta þeirrar lístar, sem starfsmenn Leikfélags Reykjavíkur bera þar á borð. En fæsta grunar, hvUika aðstöðu þetta fólk býr við að tjaldabaki. Vikan brá sér á dögunum bakdyramegin i Iðnó og hugaði að starfseminni þar, og satt að segja urðu Vikumenn steini lostnir yfir aðstöðunni, sem þar er að finna. Það er sannarlega aðdáunarvert, hvað Leikfélagsmönnum tekst að athafna sig i þrengslunum í Iðnó. Sjá næsta blað. SMASAGA EFTIR EINAR LOGA Vandræðin á Löngueyri hófust, þegar nýja fiskvinnslan tók til starfa. Aðkomumennimir heimtuðu böll í landlegum, og þá leið ekki á löngu, uns þörf varð fyrir lögregluþjón — og svo annan — og annan — og enn einn. Gústi i Koti hækkaði í tign með hverjum deginum sem leið. Þessum fáu orðúm er ætlað að gefa lesandanum til kynna, við hverju hann má búast við lestur smásögunnar eftir Einar Loga Einarsson, sem birtist í næsta blaði. Hann gerir þar góðlátlegt gys að titlasýki manna, sem víða má finna stað. VIKAN. Útgefandi: Hilmir hf. Ritstjóri: Kristin Halldórsdóttir. Blaðamenn: Aðalsteinn Ásb. Sigurðsson, Anna Kristine Magnúsdóttir, Sigurjón Jóhannsson. Útlitsteiknari: Þorbergur Kristinsson. Ljósmyndari: Jim Smart. Auglýsingastjóri: Ingvar Sveinsson. Ritstjóm og auglýsingar í Siðumúla 12. Simar 35320—35323. Afgreiðsla og dreifing í Þverholti 11. Simi 36720. Pósthólf 533. Verð í lausasölu kr. 400. Áskriftarverð kr. 1500 pr. mánuð, kr. 4500 fýrir 13 tölublöð ársfjórðungslega, eða kr. 8460 fyrir 26 tölubl. hálfsárslega. Áskriftarverð greiðist fyrirfram. Gjalddagar: Nóvember, febrúar, mai, ágúst. 3. TBL. VIKAN9

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.