Vikan


Vikan - 19.01.1978, Page 13

Vikan - 19.01.1978, Page 13
bragðið örlítið á artistokka, eins og þaö á raunar að gera. Með svona sterkum mat hefði sennilega verið skynsamlegt að drekka rommstél eða bjór. En við völdum ágæta flösku af Piesporter Michelsberg frá 1975. Þetta er með bestu árgöngum Moselvína, og má drekka Piesportegundir þeirra núna. Michelsberg-svæðið nær yfir þorpin Trittenheim, Neumagen, Dhron, Piesport og Minheim við ána Mosel. Aðeins þorpin Wintich og Brauneberg skilja svæðið frá bænum Bern- kastel, þungamiðju vingæðanna á Moselsvæðinu. Miðinn á flöskunni sýndi stafina QbA, sem þýðir, að vínið er sykrað vin f rúmlega miðlungs gæðaflokki. Okkur bragðaðist það ágætlega, uns rauði piparinn með kjötinu hlaut að yfirgnæfa alla hógværa ilman og bragö. ÁÐUR ÓKUNNIR ÁVEXTIR i eftirrétt fengum við okkur ávexti, sem kunnir eru á Jamaica. i fyrsta lagi „Mango," vel þroskaðan ávöxt, sem er að útliti ekki ólíkur peru, en hefur alveg Umhverfisjörðina ífjórtán veislum 3 Jamaica i'London sérstakt, dísætt bragð. Flestir þekkja mango betur sem óþrosk- aðan, grænan grunn í „chutney"- sultum. í öðru lagi fengum við papaya, sem kallaðist „paw-paw" á matseðlinum, en sá ávöxtur minnir í útliti á melónu. Á Ocho Rios voru báðar ávaxtategundirn- ar niðursoðnar og ekki merkilegri en aðrar slikar, bara meira nýnæmi fyrir islendinga. Þessi þríréttaða veisla kostaði að þjórfé meðtöldu 11 pund alls eða 2125 krónur á hvorn þátttak- anda. í næsta tölublaði Vikunnar verða svo fréttir af næsta áfanga heimsreisunnar, Peking, sem sumir matarástarmenn telja, að gangi næst París í matarmenn- ingu. (Ocho Rios, 22 Harcourt Street, W 1, sími 262-3369). Jónas Kristjánsson.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.