Vikan


Vikan - 19.01.1978, Page 14

Vikan - 19.01.1978, Page 14
Helga Tómasson þarf ekki að kynna mörgum orðum, svo þekktur sem hann er hér á landi og víða um heim fyrir snilli sína og kunnáttu í listdansi. Helgi fæddist 8. október 1942 og er dæmigerður vogarmaður að sögn. Hann fæddist í Vestmannaeyjum, en fluttist til Reykjavíkur 4 ára að aldri. Hann lauk námi í Gagnfræðaskóla Austurbæjar, en eftir það helgaði hann líf sitt algjörlega listdansinum. Hann hóf nám hjá Sigríði Ármann, þegar hann var átta ára og er nú tvímælalaust í hópi bestu ballett- dansara heims. Ferill hans erlendis hófst, þegar hann var 14 ára, en þá fór hann til Kaupmannahafnar og dansaði í Tívolí, og þar varð hans starfsvettvangur í fjögur sumur. 18 ára gamall fór hann til Bandaríkjanna, þar sem hann hefur búið og starfað síðan. Fyrst dansaði hann með Robert Joffrey flokknum í New York, síðan dansaði hann með Harkness flokknum í 6 ár, en nú hefur hann starfað hjá New York City Ballet í næstum 8 ár. Helgi hefur sýnt list sína víða um heim og hefur ekki einu sinni tölu á þeim löndum, sem hann hefur heimsótt. Hann hefur dansað í Bandaríkjunum og Kanada, flestum löndum Evrópu, Norður-Afríku og Suður-Afríku, Indlandi og Venezuela, svo eitthvað sé nefnt. " Eiginkona Helga heitir Marlene og er bandarísk, fædd í Oregon. Hún var Helgi þurfti stundum að hugsa sig um, þegar hann svaraði spurningum okkar. en oftast komu þó svörin um leið. Dagmar móðir hans f.vlgdist af áhuga með því, hvernig hann lýsti sjálfum sér. Marlene kona Helga var ballettdansmær, þegar þau Helgi giftust, en hún helgar sig nú eingöngu heimilinu. ballettdansmær, þegar þau Helgi kynntust, en hefurnú lagtdansinná hill- una og helgað sig heimilinu. Þau eiga tvo syni, Kristin, sem verður 11 ára í næsta mánuði, og Erik, sem er 6 ára síðan í desember. Þau búa í New Jersey, sem er rétt hjá New York; Þegar Helgi og fjölskylda heimsækja ísland, búa þau að sjálfsögðu hjá móður hans, Dagmar Helgadóttur, og manni hennar, Jóni Hauki Guðjóns- syni. Helgi á einn bróður, Guðjón Inga, sem er 24 ára nemandi í Háskólanum og Myndlista- og hand- íðaskólanum. Vikan tók hús á þessu ágæta fólki, þegar Helgi var hér staddur í sambandi við sýningar á Hnotubrjótnum. Dyggir lesendur Vikunnar um margra ára skeið muna eflaust eftir ágætu viðtali við Helga í 12. tölublaði, sem kom út 25. mars 1971. Þar spjölluðu þeir Helgi og Ómar Valdimarsson blaða- maður um listdansinn, stöðu hans í menningarlífi hér og annars staðar-og um framtíðaráform Helga, sem þá var nýbyrjaður hjá New York City Ballet. Við þær umræður er litlu að bæta eftir ekki lengri tíma, svo að við ákváðum að fara aðra leið. Við lögðum fyrir hann 30 spurningar um ýms efni, og ættu svör hans að geta gefið skemmtilega lýsingu á manninum á bak við snillinginn. Við bendum til dæmis á svar Helga við 9. spurning- unni, þar sem hann telur sinn mesta galla, að hann skuli vilja hafa allt svo fullkomið. Ætli þar sé ekki einmitt að finna grundvöllinn að frábærum árangri Helga í list sinni. K.H. aðe] 1. Hvar vildirðu helst eiga heima? Þar sem ég starfa. 2. Hvað hefðirðu helst viljað verða annað en list- dansari? Ég heföi viljað fást við eitthvað listrænt, gera fal/ega skartmuni eða eitthvað annað, sem krefst iistræns handbragðs. 3- Hvað finnst þér skemmtilegast að gera? Dansa. 4. En leiðinlegast? Vera iðju/aus. Það kemur að vísu ekki oft fyrir mig, enþá leiðist mér virki/ega. Ég þarf a/ttaf að hafa nóg að gera. 5. Hvaða eiginleika telurðu mestu máli skipta í fari karlmanna? Heiðar/eika og áreiðan/eika.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.