Vikan


Vikan - 19.01.1978, Page 19

Vikan - 19.01.1978, Page 19
hún var fyllilega ánægð með. Henni lá ekkert á. Hún ætlaði að halda leitinni áfram. Hún lærði brátt að taka ekki of mikið mark á fagurgala fasteignasalanna og sparaði sér þannig margar ferðir, sem annars hefðu verið farnar til einskis. Það var á þriðjudagskvöldi, um það bil viku seinna, að þau óku hægt niður bugðóttar hlíðarnar i átt að Dillmouth. Rétt áður en þau komu inn í þennan vinsæla en óspillta baðstrandabæ, fóru þau fram hjá skilti, sem á stóð — Til sölu — og milli trjánna sást lítið, hvítt einbýlishús. Allt í einu greip Gwenda andann á lofti — alveg eins og hún þekkti það aftur. Þetta var hennar hús. Hún var alveg sannfærð um það. Hún sá fyrir sér garðinn, háa gluggana — hún var alveg viss um, að þetta var húsið, sem hún vildi eignast. Það var orðið áliðið dags, svo hún fór inn á Royal Clarence hótelið, og Morö fór svo næsta morgun að finna fasteignasalann, sem hafði með sölu hússins að gera. Stuttu seinna hafði hún fengið leyfi til að skoða húsið, og stóð i gamaldags dagstofunni. Tveir franskir gluggar opnuðust út á hellulagða verönd, sem endaði í aflíðandi steinbeði með blómstrandi runnagróðri í, og þar fyrir neðan var slétturgrasbali. Millitrjánna neðst í garðinum sást út á hafið. Þetta er rétta húsið, hugsaði Gwenda. Hér verður heimili mitt. Mér finnst þegar eins og ég þekki það út og inn. Dymar opnuðust og inn kom • hávaxin, þunglyndisleg kona. Hún saug annað slagið upp í nefið og var greinilega full af kvefi. , ,Frú Hengrave? Ég fékk leyfi hjá fasteignasölunum Galbraith og Penderley til að lita á húsið. Ég er hrædd um að ég komi kannski óþægilega snemma — ” Frú Hengrave snýtti sér og svaraði þunglyndislega, að það gerði ekkert til. Þær lögðu af stað til að skoða húsið. Já, það var einmitt eins og hún vildi hafa það. Ekki of stórt. Dálítið gamaldags, en Giles og hún gætu bætt við einu eða tveimur bað- herbergjum. Það mætti gera eld- . húsið nýtískulegra. Þarna var þó, sem betur fer ágæt eldavél. Ef nýr vaskur yrði settur þarna og sitthvað fleira —. Meðan Gwenda var að ihuga og ráðgera allar þessar breytingar, rifjaði frú Hengrave með tilbreyt- ingalausri röddu upp síðustu veik- indadaga mannsins síns sáluga. Gwenda reyndi annars hugar að stynja upp kurteislegum samúðar- orðum. Allir ættingjar frú Hen- grave bjuggu i Kent — hún þráði að geta sest að einhvers staðar nálægt þeim... maðurinn hennar hafði verið mjög hrifinn af Dillmouth, hann hafði verið ritari golfklúbbsins í mörg ár, en hún sjálf.__ ,,Já... Auðvitað... Hræðilegt fyrirþig... Skiljanlega.... Já, þann- ig eru elliheimili... Auðvitað.... Þú hlýtur að vera....” Á meðan þutu hugsanir hennar áfram: Skápur hérna, geri ég ráð fyrir.... Já. Hjónaherbergi — skemmtilegt útsýni út á sjóinn — ekki finnst Giles það verra. Þetta litla herbergi getur komið sér vel — Giles gæti notað það sem búnings- herbergi.... Baðherbergi — ég hugsa, að það sé viður í kringum — O, já, svo sannarlega. Stórkostlegt — og það stendur á miðju gólfi. Því breyti ég ekki — þetta er dásamlegur forngripur. Svona griðarstórt baðker. Á viðarkantinn kringum það væri hægt að raða eplum. Og seglbátum og öndum. Það var hægt að látast vera úti á sjó... Nú veit ég: Dimma aukaherberginu bakatil breytum við i nýtísku baðherbergi — við getum leitt pípur upp úr eldhúsinu — við látum þetta herbergi halda sér eins og það er. „Brjósthimnubólga,” sagði frú Hengrave. „Varð svo að bráðri lungnabólgu á þriðja degi — ” „Hræðilegt,” sagði Gwenda. „Er annað svefnherbergi við end- ann á þessum gangi?” Það stóð heima — og herbergið var alveg eins og hún hafði álitið að það væri — næstum þvi kringlótt, með stórum bogadregnum glugga. Hún myndi að sjálfsögðu breyta því. Það var að visu í góðu ásigkomulagi, en af hverju var fólk eins og frú Hengrave svona hrifið af þessari sinneps-kúmen-kex-litu málningu? Þær fóru aftur til baka sama ganginn. Gwenda tautaði, eins og annars hugar, „Sex, nei sjö svefn- herbergi, ef þetta litla og þak- herbergið eru talin með.” Það brakaði í fjölunum undir fótum hennar. Henni fannst þegar að það væri hún, en ekki frú Ný framhaldssaga eftir Agöthu Christie Hin óumdeilanlega drottning sakamálasagnanna brást ekki aðdáendum sínum. Nokkru eftir andlát Agöthu Christie kom út síðasta saga hennar, „Sleeping Murder sem sannaði, svo ekki varð um villst að sú gamla hafði hugsunina í lagi allt til hinstu stundar. Agatha samdi 87 bækur um ævina, þær voru þýddar á yfir 100 tungumál og seldust í um 400 milljón eintökum um allan heim. Með ,,Sleeping Murder” skapaði hún enn eina metsölubókina. Hengrave, sem ætti heima þarna. Frú Hengrave var eins og boðflenna — kona, sem málaði herbergi í sinneps-kúmen-kex lit, og hafði blómalista upp við loftið í borð- stofunni. Gwenda leit á vélritað blaðið í hendi sér, sem var með upp- lýsingum um eignina og verðið, sem upp var sett. Eftir alla þessa leit undanfarna daga var Gwenda orðin nokkuð nösk á sanngjarnt verðlag á fasteignum. Verðið, sem sett var upp, var ekki of hátt. Auðvitað þurfti að gera ýmsar breytingar á húsinu — en samt sem áður... Og hún tók eftir að það stóð: Tilboð óskast. Frú Hengrave hlaut að vera mjög áköf í að flytjast til Kent og búa nálægt ættingjum sínum... Þær voru að leggja af stað niður stigann, þegar Gwendu fannst einhver óskiljanlegur ótti grípa sig. Þetta var óhugnanleg tilfinning, en hún leið hjá, eiginlega eins fljótt og hún hafði komið. Samt hafði hún skilið eitthvað eftir. „Það er ekki neinn — drauga- gangur í húsinu, er það?” spurði Gwenda. Frú Hengrave stóð þrepi neðar og var einmitt komin að þeim stað i frásgön sinni, þar sem heilsu manns hennar var farið að hraka mjög. Hún leit upp furðu lostin. „Ekki svo ég viti til, frú Reed. Hvers vegna spyrðu — hefur einhver verið að minnast á eitthvað slikt.?” „Þú hefur aldrei fundið eða séð neitt sjálf? Hefur enginn dáið í þessu húsi?” Frekar óheppileg spurning, hugs- aði hún nokkrum sekúndum of seint, því að öllum líkindum hefði maður frú Hengrave — , .Maðurinn minn dó á St. Monicu hjúkrunarheimilinu,” svaraði frú Hengrave þurrlega. „0, auðvitað. Þú varst búin að segja mér það.” Frú Hengrave bætti við jafn þurrlegaogkuldalega: „I húsi, sem sennilega hefur verið byggt fyrir um það bil hundrað árum, er ekki nema eðlilegt, að einhver dauðsföll hafi orðið. Fröken Elworthy, sem mað- urinn minn keypti húsið af, fyrir um það bil sjö árum, var við ágæta heilsu og hugðist dveljast erlendis við trúboðsstörf. Hún minntist ekki á nein dauðsföll í fjölskyldunni.” Gwenda flýtti sér að koma frú Hengrave aftur í jafnvægi. Þær voru nú aftur komnar inn í stofuna. Þetta var kyrrlátt og aðlaðandi herbergi, og þar var einmitt það andrúmsloft, sem Gwendu var að skapi. Þessi stundarhræðsla hennar virtist alveg óskýranleg. Hvað hafði eiginlega komið yfir hana? Það var ekkert að þessu húsi. Hún spurði frú Hengrave, hvort 3. TBL. VIKAN 19

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.